Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 8
Firebee: mannlaus njósnavél meS fullkomnum Ijósmyndatækjum. Mannlausar vélar njósna um Kínverja Fyrir nokkru síðan skutu Kínverj- ar niður fjarstýrða bandaríska flug- vél, sem flaug langt inn yfir landa- mæri Kína. Bandaríkjastjórn viður- kenndi hvorki né neitaði þessum atburði. En samt komst það í há- mæli, að þetta hafi verið Firebee- vél, lítil, fjarstýrð flugvél, smíðuð hjá Ryan Aeronautical Co., í San Diego og seld til herstjórnar Banda- ríkjanna í 2000 eintökum. Margar þessara véla eru staðsettar í Viet- nam, til njósnaferða yfir Norður- Vietnam og Kína. Helzta viðfangs- efni þeirra er að koma upp um hergagnaflutninga við landamærin og samskipti kínversku kommúnist- anna við skæruliða Viet-cong. Firebee hefur aðeins 4 metra vængjahaf en kemst upp í 20 þús. metra hæð og mesti hraði vélar- innar er 110 km á klst. Þessi nýja njósnavél fer með móðurvél í loftið, venjulega Lockheed C 130 Hercules, sem sleppir henni lausri í loftinu. Þannig getur hún farið í njósna- ferðir, sem taka um hálfan annan tíma, yfir óvinalandi. Vélinni er all- an tímann stjórnað frá móðurvél- inni eða stöðvum á jörðu niðri, og getur lent annað hvort með fjar- stýringu eða með falhlíf. í vélunum eru Ijósmyndatæki, sem gætt er vandlega og mikil leynd hvílir yfir. Álitið er, að Bandaríkjamenn leggi mjög mikla áherzlu á njósnir úr lofti yfir Kína, að sumu leyti með gervihnöttum, og að sumu leyti með hinum frægu U2-vélum. Firebee er síðasta viðbótin í þetta njósna- kerfi. Transistor-hatari í Bogota Nokkur undanfarin ár hefur transistorplágan herjað höfuð- borg Colombia, Bogota. Ódýr japönsk tæki hafa verið flutt þangað inn í tugþúsunda tali, og reiknað er með að seld hafi verið um hálf milljón tæki. Allsstaðar á götunum má sjá fólk gangandi með slík tæki, og allsstaðar þar sem fólk kemur saman, glymur transistormúsik í eyrum manna. Á nautaati, kvik- myndahúsum og jafnvel í kirkj- um, þar sem orð prestsins hafa tangóundirleik eða truflast af frásögnum af knattspyrnukapp- leikjum. Þetta fékk illan enda. Kvöld nokkurt fyrir stuttu síðan, komu piltur og stúlka gangandi eftir fáfarinni götu, og höfðu með sér transistorútvarp, sem þau hlust- uðu á. Allt í einu kom til þeirra skuggalegur maður, sem beindi byssu að þeim, og krafðist þess að fá útvarpið. Pilturinn hlýddi, en var umsvifalaust skotinn nið- ur, samt sem áður. Tveim tímum síðar vitnaðist um morðið, og tuttugu mínútum síðar var annar transistorleik- ari skotinn niður. Það einkennilega var að ekk- ert var tekið af þeim myrta ann- að en tækið. Peningar, armbands- úr og annað verðmæti var látið í friði. Nú varð almenn hræðsla í Bogota og lögreglan ráðlagði öll- um transistoreigendum að skilja tækin sín eftir heima. Og í heila viku heyrðist varla tónn á göt- um Bogota. Einustu apparötin, sem heyrðist í, voru transistor- tæki lögreglumanna, sem gengu um göturnar með þau, til að reyna að ginna morðingjann. En transistorhatarinn er ennþá laus, og nú er Bogota aftur að komast í sitt gamla góða form. Ekki einu sinni óttinn við dauð- ann getur stoppað glamurmúsik- ina þar. Myndin „A hard days night“ vcrður nú bráðlega sýnd hinum megin við járntjaldið, því þeir vilja líka vera með.... Hún verður sýnd fyrst í Prag, síðan í Budapest og Varsjá. Nýjasta nýtt í Hollywood: Kvenfólk- ið þar gengur með handjárn um úln- liðinn, eins og armband. En bæði „armbiindin" eru á sömu hendi og fest saman með sterkri keðju. Ef dam- an sér einhvern karlmann, sem henni lízt á, er hún alveg eins til með að taka annaö „armbandið“ og smella því utan um úlnlið piltsins, — og þá fer hann ekki langt í bili. g VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.