Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 20
FRAM HALDSSAGAN ...ogertalinnnf — Og hringurinn? sagði Julie. — Eitthvað sérstakt hlýtur að hafa gerzt. Og ég skal sætta mig við það, hvað sem það er. En þú verður að segja mér, hvað það er. — Það er ekkert að segja, Julie. Hættu að hrella sjálfa þig. — En það er mjög líklegt, að hann myndi einmitt gera það á þennan hátt, ef hann lifði. Vegna þess, að raunverulega er hann liðhlaupi úr flughernum. Hann myndi neyðast til að fara var- lega. Er það ekki rétt? Frú Thorpe þagði. — í gær tók ég eftir nokkr- um vasaklútum í búð við hlið- ina á svifbrautinni, sagði Julie. — Blómamynztrið var nákvæm- lega eins og á vasaklútunum, sem þú keyptir. Og ég hef hvergi annars staðar séð það. — Ég sá nákvæmlega sams- konar vasaklúta á Lord and Taylor, hvæsti frú Thorpe. — Það er ekkert samband þar á milli. Það væri hlægilegt. Þögn- in lá eins og stór steinn á milli þeirra. — Mér þykir það leitt, vina mín. Ég bið þig að fyrir- gefa, hélt hún áfram eftir nokkra stund. — En ég vil ekki tala um það framar. Ég er orðin gömul. Ég er veik. Hjarta mitt er brost- ið. - Var það einhver, sem bann- aði þér að tala um það við mig? Frú Thorpe teýgði úr hökunni og einblíndi upp á hæsta tind- inn. - Þú ættir að vera farin að vita það, Julie, að á allri minni ævi hefur enginn sagt mér fyrir verkum. Hún slappaði skyndilega af og sagði vingjarnlega: — Eyðilegðu nú ekki alla þessa ferð fyrir mér, Julie. Og vertu ekki að pína sjálfa þig, elsku, góða vina mín. Ó! Hún brosti feiginsamlega og horfði upp að frönsku gluggun- um. — Þarna er Ursula! Komdu og vertu með okkur, Ursula. Get- um við ekki farið og fengið okk- ur límonaði saman? . Við hádegisverðarborðið fengu þær félagsskap allra þriggja barónessanna. Frú Thorpe át af mikilli lyst og á eftir sagðist hún ætla að leggja sig aðeins. Julie gekk aftur út á sólbjarta gang- stígana. Við og við tyllti hún sér á bekkinn og horfði á þá fáu, sem framhjá fóru. Sólglitrandi Alpenstadt horfði á hana með sinni gulu, gluggaglápandi for- hlið. Frú Thorpe lét ekki sjá sig um kvöldið, en lét skila, að hún ætl- aði að borða uppi í herberginu sínu. Næsti morgunn var grár og rakur. Á leið til morgunverðar- borðsins stöðvaði Noessler Julie. Hann skellti saman hælunum og rétti henni lítið bréf: Kæra Julie! Ég fór til Luzern til að leita læknis vegna gigtarinnar og verð í burtu í allan dag. Við sjáumst um kvöldmatarleytið, ef þú verður hér ennþá um það leyti. Verðirðu farin, skil ég þig vel. Með beztu kveðju, C.T. Það var léttir að uppgötva, að ekki var alltaf sól í Alpenstadt. Hún var þakklát fyrir þetta leið- inlega veður. Hún forðaðist þarónessurnar, át hádegismat snemma og ákvað að fara í ær- . Jega gönguferð. Hún sveigði inn á götuna, sem lá framhjá íbúðum starfsfólks- ins, framhjá þráðbeinum sorp- tunnuröðum og vatnsdælukerf- inu og fylgdi síðan gangstígnum niður í löng og þröng göng. Henni taldist til, að nú væri hún und- ir súlnagöngunum, því einhvers staðar yfir sér heyrði hún brest- ina í vélum svifbrautarinnar og hljóðið í merkjaklukkunni. Þeg- ar hún kom út í dapurlegan, stál- gráan daginn á ný, sá hún að súlnagöngin voru að baki. Fyrir framan hana skiptist gatan. Af- leggjarinn til vinstri lá áfram upp á við, út með fjallshlíðinni. Til hægri lá gata niður í þéttan barrskóg. Leiðin upp á við var snyrti- lega frá gengin, með valtaðri möl, og hér og þar voru bekkir, nú auðir og regnglansandi. Hún settist á einn þeirra, einmana stúlka í ljósbrúnni regnkápu, með rósótta slæðu, og horfði út yfir klettabrúnina. Allir fjalla- tindar, nema þeir allra næstu, voru týndir í þokumóðunni. Á því gat enginn vafi leikið, að það var verið að fara á bak við hana. En hver var tilgangur- inn? Frú Thorpe var léleg leik- kona. En Julie gat ekki kallað hana lygara upp í opið geðið á henni, gat ekki sagt henni, að hún sæi gegnum leik hennar. Það gekk næst brjálæði að láta sér detta í hug, að Russ væri ennþá, eftir öll þessi ár, á lífi. Þó gat hann verið það, og minnsti von- arneisti var nóg. Aðeins eitt var henni vel ljóst: Að nærvera hennar var í hæsta máta óvel- komin. Hún var ekki að ergja sig á að hugsa um allt það fé, sem það hafði kostað hana að kom- ast hingað, og hana langaði ekk- ert til að leika leynilögreglu- mann, en hvað gat hún annað gert? Henni fannst óbærileg sú tilhugsun, að gefast nú upp, eftir átta ára sorgarævi. Hún hugsaði: Hann er (eða var) maðurinn minn, og ég veit, að einu sinni elskaði hann mig — mjög heitt. Og ég veit, að ef hann lifir enn- þá, myndi ég ennþá elska hann — hvort sem hann er liðhlaupi eða kommúnisti, eða hvað sem hann kann að vera. Tárin komu fram í augu henn- ar og blönduðust rigningunni á kinnunum, og hún gekk óham- ingjusöm aftur niður eftir göt- unni. Þegar hún kom að kross- götunum, gekk hún til vinstri, inn í skóginn; þéttan, gamlan skóg, þar sem regnið draup af hverju barri. Hún greindi varla stíginn, sem hún fylgdi niður í gjá fulla af stórum klettum, en svo lá gat- an upp á við á ný. AÐGANGUR BANNAÐUR. DEFENSE D ENTER. VERBOT- EN. Fölbleikt skiltið var neglt á tré. Hún fór einu sinni umhverfis tréð, en hélt síðan ótrauð áfram. Greina.r slógust í andlit hennar. Hér voru engin rjóður og engir fuglar. Hér var draugalegt, dimmt og kyrrt. Þegar hún kom upp á brekkubrúnina, heyrði hún hvernig vindurinn hvein í hæstu trjátoppunum. Yfir henni hvolfd- ist grár, víðáttumikill regnhim- inn. Hún kom að höggnum stein- þrepum, og sá fyrir framan sig gínandi gljúfur. Þar sem skóg- urinn endaði, tók við lóðréttur og uggvænlegur klettaveggur, beint ofan í ólgandi foss með klettasvörtu vatni. Yfir djúpt gljúffið lá hrörleg, veikbyggð brú. Og hinum megin — forvitni- legir, eins og teknir úr gömlum sögum — teygðu mosavaxnir steinmúrar og gráir turnar sig upp úr villtum lágróðrinum og grenitrjánum — rústimar af gömlum kastala. Eldingu brá fyrir, og svo kom þruma. Stór svartþröstur flaug upp úr rústunum og hnitaði hringa kringum hörlega brjóst- vörnina. Og í sama bili skaut maður upp kollinum hinum meg- in við þessa leikfangabrú, lítill, grænklæddur tindáti. f fjarska, eins og fljúgandi nið- ur. ú hæðum kastalans, heyrði hún skæra bamsrödd, og svo barnshlátur, sem dó út. Svo varð allt hljótt. Grænklæddi maður- inn hreyfði sig ekki. Hann var í einhverskonar skógarvarðar- arbúningi; hnjásíðum leðurbux- um og á höfðinu bar hann Týrólahatt með langri fjöður. f annarri hendinni var hann með viðarlurk. Hægt og gætilega setti hún annan fótinn upp á brúna, og fikraði sig af stað. Það brakaði í plönkunum og brúin riðaðL 20 VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.