Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 21
Hana svimaði af hæðinni. Hand- riðið var laust. Og nú gekk maðurinn út á brakandi brúna á móti henni. Ljótur, stuttvaxinn, samanrek- inn. Undir hattbarðinu glytti í augun, eins og tvær, fölgular rúsínur, óvingjamlegar og illúð- legar. — Nein! urraði hann illsku- lega. — Nei? Má ég ekki fara lengra? Hvers vegna ekki? — Nein. — Talið þér ekki ensku? — Nein, urraði hann aftur og lyfti lurkinum. — Verboten. ofan í gilinu, fyrir neðan sig. Þegar hún loksins klöngraðist á land og upp eftir höggnu stein- þrepunum, sneri hún sér við. Hann slóð með lurkinn á brúar- sporðinum og var eniiþá eitthvað að tuldra. — Heil Hitler! hróp- aði Julie, um leið og hún hljóp inn í skóginn. Hún fór í bað og hafði fata- skipti. Svo settist hún við glugg- ann og horfði á bílljósin fyrir neðan. Hún sá kunningja sinn í matsveinsbúningnum koma út úr eldhúsinu og gera sínar venju- legu æfingar — teygja úr sér, þunglamalegum skóm. Svo kom svört, útbreidd regnhlíf. Maður- inn flýtti sér umhverfis bílinn og leiddi frú Thorpe inn í hótel- ið. Svo kom hann aftur og braut saman regnhlífina. Nú sá Julie hann mjög greinilega. Fjaður- prýddi hatturjnn var horfinn. En hann var ennþá grænklædd- ur, ennþá í sömu leðurbuxun- um. Varðmaðurinn af brúnni. — 3 — — Bílstjórinn minn? Frú Thorpe hló stuttaralega. — Svona nú, Julie! Þú virðist hafa óþol- hún yfirgaf stofu hans, var ský- fall. — Það rigndi og rigndi, og enginn leigubíll sjáanlegur. Hún hafði forðað sér inn í dásamlega, litla krá, og borðað þar hádegis- mat. — Það voru beztu núðlur, sem ég hef fengið á ævi minni, skal ég segja þér. Svo hafði hún komið auga á kvikmyndahús. — Það var mynd með Clark Gable. Og þú veizt, hvað ég hef alltaf verið veik fyr- ir Clark Gable. Þegar hún kom þaðan, hafði hún lent í umferð- aröngþveiti. Skrifstofufólkið var að streyma út úr húsunum og allir leigubílar voru uppteknir. EFTIR LUCILLE FLETCHER - 3. HLUTI — Allt í lagi. Allt í lagi. Pass- ið yður bara að týna ekki fjöðr- mni, Hún aperi aér við og gekk var- lega til baka. Rigningin ágerðist og droparnir urðu stórir og þung- ir. Hann var ekki ánægður með hve hægt hún fór, því þann fylgdi henni fast eftir, urraði og muldraði eitthvað á þýzku. Hann studdi með lurkinum í bakið á henni. Það var ekki högg, held- ur þrýstíngur, sem sagði svo ekki varð um villzt, hvað að baki lá. Nú fann hún, hve hálir plank- arnir voru. Það var erfitt að halda jafnvæginu, og allt í einu sá hún ólgandi og ógnandi iðuna gera hnébeygjur og grípa með höndunum um tærnar — rétta svo úr sér aftur. Hún hafði aldrei séð hann á hótelinu eða neins staðar þar í kring, en hún hafði meðaumkun með honum. — Þú hefur, eins og ég, fengið að þola fleira en þú viidir, sagði hún VÍð sjálfa sig. Eftir stundarkorn kom lítiU, svartur bíli, og nam staðar næst- um beint fyrir neðan gluggann hennar. Með ósviknum áhuga horfði hún á fæturna, sem komu út úr bílnum, og síðan á veruna í ljósbláu regnkápunni. Það var frú Thorpe. Hinum megin við bílinn fædd- ust aðrir fætur — fætur með andi áhuga fyrir öllum mínum gerðum. Hún dreypti aðeins á glasinu sínu, og hlustaði svo með ákafa og hallaði undir flatt — eftir öllu að dæma á stroktríóið. Þrnr borðuðu seint, þar sem frú Thorpe hafði verið lengi að hafa fataskipti, Barónessurnar höfðu matast fyrr, og voru horfnar. — Jæja, þá. Frú Thorpe hnykkti til höfðinu. — Það er eins gott að ég segi þér það. Þetta hefur verið andstyggileg- ur dagur frá upphafi til enda. Það fór hrollur um hana. -r- Eins og þú veizt, f ór ég af stað snemma í morgun ... til Luzern... Hún hafði hitt lækninn og fengið sína meðhöndlun. Þegar Hún hafði paufazt að strætis- vagnabiðstöð og stóð þar og var að velta því fyrir sér, hvort það væri ekki bezt að fara með áætl- unarbátnum yfir vatnið og heim með svifbrautinni, þegar bíl- flauta glumdi við hliðina á henni. Hún flissaði. — Þér finnst ég áreiðanlega hræðileg. Ekki betri en þessar stelpur, sem láta hirða sig upp af götunni. Og ég, sem hélt, að ég hefði verið svo snjöll. Ég ætlaði að segja, að ég hefði tekið leigubíl hingað upp eftir, en augun í henni Julie litlu voru stór eins og undirskálar. Með vingjarnlegu brosi teygði frú Thorpe sig yfir borðbúnað- inn og þrýsti hönd Julie. *— Hvernig sem það nú var, þá spurði hann mig hvert ég ætlaði, og — hversu ótrúlegt sem það hlýtur nú að vera, ætlaði hann einmitt hingað uppeftir — svo hann ók mér alla leið. Og hvert er nú álit þitt á þessarri léttuð- ugu tengdamóður sem þú átt? Julie þagði nokkrar sekúndur sVo sagði hún: — Hvað var klukkan svona nokkurn veginn, þegar hann spurði þig hvort þú vildir vera með? — Hvað var klukkan? Hvaða máli skiptir það? Ég býst við að það hafi verið um fimmleytið. Það var verið að loka skrifstof- unum. — Ég fór í gönguferð, sagði Julie og virti fiðluleikarann fyr- ir sér. — Langt upp fyrir Alpen- stadt. Ég rakst á karlmann... — Dásamlegt! hrópaði frú Thorpe. — Það var einmitt það sem ég vonaði! — Ég gæti svarið, að það var þessi sami maður og ég sá stíga út úr bílnum og halda regnhlíf- inni fyrir þig. Frú Thorpe starði á hana, svo hnussaði hún og saup drjúgum á glasinu sínu. — Það getur ekki verið, sagði hún ákveðin. — í guðs bænum, Julie. Hvernig gæt- Framhald á bls. 46. VIKAN S. tbL 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.