Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 31
vctr gift í tólf ár, maðurinn minn dó fyrir þrem árum. Það er ósköp eðliiegt að þegar maður heyrir að einhver sé dáinn, hugsi maður um orsökina að dauða hans, og meðan ég sat og hugsaði, horfði hún á mig og sagði: — Og ég gaf honum ekki eitur. Þótt mér hefði ekki komið sá möguleiki í hug, fann ég að ég eld- roðnaði. — Það var bílslys, hélt hún áfram. — Það var endir á mjög hamingjusömu hjónabandi. Lengi vel hélt ég, að annar maður gæti aldrei komið til greina t lífi mínu. — Hún horfði á neglurnar, sem hún hafði verið að lakka. — Ég reikna með því, að á þínum aldri finnist manni það vera svik við þann látna, að ganga í nýtt hjónaband, sérstaklega ef það snertir manns eigin föður. Hún leit hugsandi á mig og ég fann hvað það var, sem hlaut að koma. Hún sat þarna og var að hugsa um það, hvernig ég tæki því, ef hún segði mér að hún og pabbi æltuðu að giftast. í fljótu máli, hún var um það bil að segja mér, hvernig ég væri, föst f snör- unni, þrátt fyrir allt. En ég ætlaði að taka vindinn úr seglum hennar, með því að taka orðið af henni. — Jæja, sagði ég, — ég er feg- in að þér fóruð að tala um þetta, því að ef þér ætlið að giftast inn í þessa fjölskyldu er bezt að þér fáið að vita allan sannleikann um mig. Ég er sálfræðilegt vandamál, þjáist af Oedipusar-komplexinu, eða réttara sagt Elektru-komplexinu. Ég sá að ég hafði vakið áhuga hennar, og það steig mér svolítið til höfuðs. — Ég er hræðilegt vanda- mál, hélt ég áfram. — Til að fyrir- byggja að pabbi gifti sig aftur, hætti ég skólanámi. Ég reyndi að pússa hann saman við mestu herf- ur bæjarins. Eins og áhyggjufull hænumamma reyndi ég að verja hann fyrir öllum aðlaðandi konum og twist-dansi. Og þér getið hugs- að yður þá truflun á tilfinningalífi mínu, þegar hann kom heim með yður, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma, eruð mjög heppilegt konuefni fyrir hann. Hún virtist hálf ringluð. — En Jenný, sagði hún svo. — Ég er viss um að þú ert ekki svo . . . Ég var aftur fyrri til. — Það er auðvitað rétt, að ég er að ýkja. Ég er bara svona barnalega óþrosk- uð, að ég geri þetta allt svona átakanlegt. — Ég stóð upp af rúm- stokknum og gekk að dyrunum. — Þér verðið að afsaka þetta raus mitt um sjálfa mig, en mér fannst það vera skylda mín að aðvara yður. Ég var varla komin inn í her- bergið mitt þegar ég, sjálfri mér til mikillar undrunar, brazt í óstöðv- andi grát. Ég kastaði mér upp í rúm og grét, þangað til koddinn minn var svo blautur að það hefði mátt vinda hann. Þegar ég var orðin róleg aftur, reis ég upp og spurði sjálfa mig: — Hvers vegna P Silver Gillette—þægilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist er ég að gráta? Og ég fann að ég hafði fullkomna ástæðu til að gráta. Pabbi og Martha höfðu hvort annað, Jim og Claire höfðu hvort annað. — En hvað hafði ég til að lifa fyrir. Þegar Martha barði að dyrum, sagði ég „kom inn", án þess að hugsa um hvernig ég leit út. Martha stanzaði í gættinni og stóð þar. Hún var með rúllurnar í hárinu og áhyggjusvip á andlitinu, og allt f einu sá ég að hún leit út fyrir að vera nákvæmlega jafngömul og hún var, og mér fannst að pabbi hefði verið heppinn með val sitt. Hún sagði: — Það er alltaf til ein- hver bót allar meina. — Hvað er það sem gæti hjálpað þér, Jenný mín? Ég hugsaði mig um, svo sagði ég blátt áfram: — Að . . . að Jim kyssti mig. — Er það ekki annað en það, smásnurða á þræðinum? Elskan mín, það er ekkert sem er eins auðvelt að kippa f lag. Þú þarft bara að hitta hann, og þá fljúgið þið í faðminn hvort á öðru, eins og tveir segulpólar. Ég vildi ekki segja henni, að það væri of seint að eltast við Jim, þar sem ég hefði verið svo heimsk að kasta honum í fangið á annarri konu. Pabbi kom snemma heim og tók Mörthu með sér út að borða, og VIKAN 5. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.