Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 43
Virðast því líkur fyrir því að fjöldi vetrarbrautanna sé gífurleg- ur og eru milli 100 og 1000 milljón þeirra sjáanlegar í 200 tommu sjón- aukanum. Þær sem ekki sjást kunna að vera margfalt fleiri. Eins og áður var getið sýna mæl- ingar, að úr því komið er vel út fyrir hinn staðbundna vetrarbrauta- hnapp, fjarlægjast allar vetrar- brautir sólkerfi vort og vetrarbrauta- kerfi með vaxandi hraða. Þannig virðist hraði vetrarbrautar, sem er í 100 milljón parseca fjarlægð, vera 10 þúsund mílur á sek. í 200 milljón parseca fjarlægð, 20 þús. mílur á sek. [ 300 milljón parseca fjarlægð, 30 þús. mílur á sek. o.s. frv. Ef deilt er með hraðanum upp í viðkomandi fjarlægð fæst svarið í sek., og sé þeim breytt í ár, fæst talan 7000 milljón ár. Þessi tala er kölluð Hubbles Constant og er við hana miðað þegar talað er um útþenzlu alver- aldar. En um það, að þessi út- þenzla eigi sér stað, virðast allir sammála. Veröldin virðist sem sé þenjast óðfluga út í allar áttir, eins og sápukúla, sem upp er blásin með sívaxandi loftmagni. Aðallega tvær skýringar hafa komið fram á þessu fyrirbæri. Er prófessor George Gamow höfundur annarrar, sem er í stuttu máli á þá leið, að veröldin hafi skapazt úr ofurþéttri risafrumeind í upphafi tímans, með óhemju sprengingu. Hafi efnið við sprenginguna á fyrsta hálftímanum eða svo mynd- að ýmsar margbrotnar samsetn- ingar, en síðan kastast ( allar áttir út í geiminn. Er náð hafi verið vissri fjarlægð frá sprengistaðnum, hafi efnisagnirnar tekið að þéttast, renna saman og mynda vetrar- brautahnappa. Myndi þetta hafa gerzt eftir að sprengingin hafði náð e.t.v. 1000 milljón Ijósára þver- máli. Enda þótt þyngdaraflið leytist við að draga hluti saman, þá kem- ur hér f Ijós, að vetrarbrautirnar halda áfram að fjarlægjast og það með auknum hraða, eins og kominn væri til skjalanna nýr kraftur: frá- hrindingarkrafturinn. Að þessi kraftur taki við af þyngdaraflinu fellst bæði Gamow, Prófessor Fred Hoyle og að því er virðist flestir eða allir aðrir stjörnu- og stjörnueðlisfræðingar. — Bæði Einstein, Eddington o.fl. hafa hug- leitt þennan kraft. Er sú skýring gefin, að eftir að náð hefur verið vissri efnisþynn- ingu í rúminu, hætti þyngdaraflið að ráða við efnið og fráhrindingar- krafturinn taki við. Kenning sú sem G. Gamow hefur aðallega rökstutt, virðist hafa það í för með sér að veröldin eyðist eða tæmist af efni, sem flýr óðfluga út ( buskann um þúsundir milljóna ára. Nefnist kenning þessi framþróunarkenning- in og er stundum nefnd sprengi- kenningin. Gegn þessari kenningu leggst prófessor Fred Hoyle, Bondi o. fl., sem telja, að efni sé sí og æ að skapast í geimnum milli vetrar- brautanna. Og fylli þetta efni upp tómarúm það sem myndast við flótta vetrarbrautanna, nákvæm- lega eftir þörfum. Sé það í raun og veru þessi efnisnýsköpun, sem veld- ur þenslu veraldar og flótta vetrar brautanna. Geislun gæti alls ekki verið orsök þenslunnar. Efnismyndun í vetrarbraut og aldur hennar telur Hoyle að muni taka tímabil er samsvarar Hubbles tölunni, 7000 milljón ár. Þessi tala samsvari einni vetrarbrautakyn- slóð. Hoyle bendir og á, að ( rúm- inu milli stjarnanna og vetrarbraut- anna, er geysimikið efnismagn, enda þótt það sé dreyft og þunt, og nemi efni vetrarbrautanna að- eins fáum hundruðustu af því. Rafsegulsvið sem víða eru feiknar- lega sterk í himingeimnum gera frumeindum fært að gleypa í sig Ijósskammta og aðra orkuskammta. Enda þótt efni það, sem í fyrstu myndast sé vetni, sem e. t. v. yrði til úr nútrónum, er hefðu gefið frá sér Beta-geislun, þýðir það ekki að nýmyndaðar vetrarbrautir væru úr vetni einu saman. Hoyle telur að ýmis önnur efni fáist frá fyrrver- andi vetrarbrautum og þokum þeirra, í smíði hinna nýju. Þetta getur t. d. átt sér stað við stjörnu- sprengingar, súpernóvur og árekstra spírala, þar sem allskonar efni og geislun fer með ofsahraða, óralangt og vítt um geiminn. Kenning þessi, sem Hoyle er frægur fyrir, nefnist jafnvægiskenn- ingin. Samkvæmt henni heldur geimurinn ávallt áfram að vera álíka þétthlaðinn vetrarbrautum og efni, enda þótt vetrarbrautirnar flýi oss óðfluga. Báðar þessar kenningar verða að gefa skýringu á hinu svokallaða Olbers paradoxi, sem fólst í fyrir- spurn, er sett var fram árið 1826 um það, hversvegna himininn væri nokkurn tíma dimmur, en ekki á- vallt bjartur sem dagur, eða jafnvel sem sólin. Því að ef vetrarbrautirnar væru jafndreifðar um allan geim og mjög langt út f geiminn og menn hugs- uðu sér jafnþykkar skurnir, lagðar hvora utan á aðra með vetrarbraut vora í miðjunni, þá mundi vetrar- brautafjöldinn aukast í hverri skurn á sama hátt og rúmmálið, þ. e. a. s. með öðru veldi af radius. Hins vegar myndi birtan minnka, skoð- að frá miðju, einnig með öðru veldi af radius. Hver skurn gæfi því jafnmikla birtu. Og með óendan- lega mörgum skurnum mætti fá óendaníega birtu! Þessi birta er hinsvegar ekki fyrir hendi og fyrir því hlýtur að vera orsök. Skýringarnar skortir heldur ekki. Samkvæmt framþróunarkenning- unni fækkar sífellt vetrarbrautun- um á hverja rúmeiningu skurnar- innar því utar sem komið er. og birta hverrar skurnar verður því þeim mun minni, sem fjær dregur miðpunkti. Auk þess dregur úr Ijósi hvers Ijósgjafa, er hraðinn fer mjög vaxandi. Ur því að komið er terella silouette ( 2000 miljón parseca fjarlægð nær þannig ekkert Ijós til baka. En ( 1000 miljón parseca fjarlægð væri styrkleikinn aðeins '/3. Svar við Olbers paradoxinu sem gildir fyrir framþróunarkenninguna er því fundið með þessari skýringu. Nokkru öðru máli er að gegna, um kenningu Fred Hoyles, þar sem efnið í geimnum er sífellt að þéttast ( sólkerfi, til að viðhalda jöfnum fjölda í hverri skurn. Einmitt þetta að viðhalda jöfnu efnismagni vetr- arbrauta í hverjum rúmparsec geimsins skilst mér að sé eðli sköpunarinnar, samkvæmt jafnvæg- iskenningunni. Þetta virðist hinsvegar útilokað vegna þess mikla Ijósmagns sem þá myndi skína frá himingeimnum, þ. e. a. s. vegna Olbers-paradox- ins. Ég get þv( ekki séð annað en að geimurinn hljóti, einnig eftir jafnvægiskenningunni, að þynnasl út allverulega, eftir því sem fjær dregur. Þó er ein sú skýring, sem sett hefur verið fram sem hugsanlegur möguleiki. Felst hún í því, að ef vetrarbrautir í vissri Ijósfjarlægð eru yngri, en sá tími sem það tek- ur Ijósið að ná til jarðar, þá sé Ijós þeirra ennþá ósýnilegt. Ein af þeim aðferðum, sem menn hugsa sér að nota til að sannreyna, hvor sé réttari kenning Gamows eða Hoyles er sú, að afla upplýsinga um þéttleika vetrarbrautanna, fyrir eins mörgum árþúsundmilljónum og unnt er, og bera hann saman við þéttleik- ann, eins og hann virðist vera löngu síðar. Ef kenning Gamows er rétt hafa vetrarbrautirnar legið miklu þéttar saman í rúminu, skömmu eftir að þær mynduðust, heldur en nú, eft- ir að hafa fjarlægst hverja aðra með ofsalegum hraða, ( þúsundir miljóna ára. Þannig mun vetrar- braut okkar vera um 5000 miljón ára gömul. Til þess að finna ástandið, sem næst upphafinu, verður því að skoða eins langt aftur ( tímann og unnt er. En það eru einmitt fjar- lægustu vetrarbrautirnar, því að það er langt síðan þær fæddu af sér það Ijós, sem fyrst nú er að berast oss. Ástandið löngu síðar sjáum vér af þeim vetrarbrautum, sem nær oss eru, vegna þess að Ijós þeirra varð til miklu síðar. Þessar rannsóknir eru enn skammt á veg komnar. Og telja þó sumir að ýmislegt bendi til þess, að þéttleikinn hafi verið mun meiri, nær upphafinu, heldur en síðar. Of fljótt er þó um þetta að dæma. Með hinum sterku radíó-fjarsjám er von til að lausn finnist. Sjár þessar kanna lengra aftur í tímann og út ( geiminn en sjónaukar. Hinar geysi- sterku stjörnuútvarpsstöðvar á ýms- um stöðum í vetrarbrautinni og langt út í fjærstu afkimum verald- ar, eru og vissulega merkilegt rannsóknarefni. Sem dæmi um styrkleika einnar slíkrar sendistöðvar, má nefna Cygnus vetrarbrautina, sem sendir með 1,000,000,000,000,000,000, 000,000,000,000,000 kilo-watta orku. Orka ýmissa geimgeisla og agna, er berast að, langt utan úr geimnum, er og feiknarleg. Sýnir þetta að þeir hafa magnazt í ótrú- lega ofsalegum segulsviðum. Að ofangreindu athuguðu, og að vfsu mörgu öðru, fór ég eitt sinn að velta fyrir mér þeirri gátu, sem ég nefndi ( upphafi. Gátunni um sköpunarsögu og tilveru veraldar. Auðvitað af fátæklegri kunnáttu ( þeim stórkostlegu vísindum, sem VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.