Vikan

Tölublað

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 04.02.1965, Blaðsíða 45
Söluumboð: HRAUNHOLT við Miklatorg og Vitatorg GUNNAR ÁSGEIRSSON H.F. Mætti hugsa sér, að vetrarbraut- irnar hefðu í byrjun fallsins verið mjög nálægar hver annarri. Og hef- ur þá tekið langan tíma, að sund- ur drægi með þeim í fallinu. Er hugsanlegt að þennan tíma mætti reikna út. Á sama hátt er hugsanlegt, að vetrarbrautirnar í vetrarbrauta- hnapp vorum kunni að vera að smáfjarlægjast, þótt vér verðum þess lítt varir, á því örskamma ævi- skeiði sem oss er skammtað til mæl- inga. Er hollt í þessu sambandi, að minnast tilflutninga landa og heimsálfa á yfirborði jarðar, sem á sér skemmri sögu, en er þó erfitt að mæla með vissu. Tökum nú annað dæmi til glöggv- unar því, hvernig þetta fall vetrar- brautanna myndi lýsa sér, skoðað frá mismunandi stöðum í fallbraut- inni. Hugsum oss, að vér séum stadd- ir á sleða í brattri brekku. Nefn- um hann „B". Hugsum oss annan sleða fyrir ofan oss í brekkunni er vér nefn- um ,,C" og annan fyrir neðan oss, er vér nefnum ,,A". Allir hafa sleðarnir lagt af stað nær samtímis frá brekkubrúninni, en þó ekki nákvæmlega. „C" er kannske kominn 400 Parsecs niður í brekkuna, „B" 500 Parsecs og „A" óOO Parsecs. Þá reiknum við frá „C" vera 100 Parsecs fjarlægð til „B" og 200 Parsecs fjralægð til „A". Nú skulum vér hugsa oss, að sleðaferðin fari fram á rennisléttri og jafnri braut, [ kolniðamyrkri og að hver sleði sé með daufri Ijós- týru, sem sést frá hinum sleðunum. Hverjum sleðamanni um sig myndi þá finnast sem hann stæði kyrr, því að 'ekki má reikna með verulegum mótvindi í himingeimn- um! í raun og veru virtist þá „C" að „B" fjarlægðist hann með 10.000 mílna hraða á sek. og „A" með 20.000 mílna hraða á sek., sem stendur í réttu hlutfalli við það, að „A" er helmingi fjarlæg- ari heldur en „B". „B" myndi hins vegar sýnast „C" fjarlægjast sig jafn ört, eða um 10.000 mílur á sek. og að vísu aftur á bak, en um það gæti hpnn ekki dæmt. „B" myndi einnig sýn- ast „A" fjarlægjast sig um 10.000 mílur á sek. Um „A" er það að segja, að hann sæi „B" í 100 Parsecs fjar- lægð, fjarlægjast sig með 10.000 mílna hraða á sek. og „C" með 20.000 mílna hraða á sek, sem einnig stendur í réttu hlutfalli við fjarlægðina til þeirra. Þannig myndi öllum sleðamönn- um finnast þeir sjálfir standa kyrr- ir, en aðrir sleðar fjarlægjast þá, meS þeim mun meiri hraða sem þeir væru fjarlægari. Þetta er ein- mitt það, sem oss sýnist, er vér skoðum fjarlægar vetrarbrautir. Og sama myndi þeim sýnast, sem skoð- uðu vetrarbraut vora frá fjarlægari vetrarbraut. Hér virðist ekki þurfa neitt frá- hrindingaralf eða útþenslu, né flótta út f auðn og myrkur aleyðunnar, til þess að skýra fyrirbærið: Vetrar- brautirnar gætu veriS aS falla inn aS sameiginlegum þyngdarpunkti þeirrar veraldar sem þær teljast til. Nú er hins vegar komið að næstu gátu: Ef vetrarbrautirnar eru allar að fa'lla, hvaðan komu þær þá, hvernig eru fallbrautir þeirra og hvert eru þær að fara? Hér er erfitt að komast hjá að hafa í huga Einsteins kenningarnar, um afstæði tíma óg rúms og um hina fjórvíðu veröld, þar sem við- burðir gerast ekki nauðsynlega á ákveðnum stað eða tíma, heldur á afstæðan hátt. Hvorki verður rúmið skoðað án tíma, né tíminn án rúms, og fast- ur viðmiðunarpunktur finnst hvergi. Samkvæmt þeim skilningi, sem á alþýðlegan hátt mætti e.t.v. leggja í þetta, myndar efnismagnið [ ver- öldinni kring um sig dældir og brautir í hinni fjórvíðu tímarúms- samfellu, þeim mun dýpri sem efnismagnið er meira og leitast efnið við að renna eftir þeim. Tímarúmssamfellan, sem er ver- öldin samkvæmt Einstein, er eins konar titrandi og bylgjandi hvelja, sem sífellt er að breytast. Og hug- myndir vorar um hana eru vægast sagt mjög ófullkomnar. Þó tjóir ekki annað en reyna, eins og blindu mennirnir, sem þukluðu á gíraffan- um, að lýsa honum, hver á sinn hátt. Þar sem efnismagnið, eftir Ein- steinskenningunni, og eins og sann- reynt hefur verið [ hinum stórkost- legu segulhringekjum fyrir rafeind- ir, vex gífurlega, þegar efnið tek- ur að nálgast Ijóshraðann, er ekki ótrúlegt að vetrarbrautir þær, sem fjærstar eru oss og virðast hafa náð hálfum Ijóshraða, og aðrar sem kynnu að vera miklu nær honum, þó oss séu ósýnilegar, hafi aukizt mjög að efnismagni og þar með myndað kringum sig geysilegt Ein- steinskt falldjúp, eða m.ö.o. New- tonskan þyngdarmiðpunkt, þar sem brautir þeirra renna saman í lok fallsins. Og þar mætti búast við, að Ijóshraða væri allt að því náð og efnismagn þeirra þar með orðið nær óendanlegt. Það mætti einnig hugsa sér fall vetrarbrautanna eins og menn hugsa sér fall plánetanna umhverfis sólina, í sviði sem táknaðist við djúpa skál með aflíðandi börmum, þar sem vetrarbrautirnar hringsól- uðu upp og niður um skálina. En það er þó fremur, að þetta eigi við um einstök sólkerfi og vetrar- brautahnappa, á leið sinni um geim- rúmið. Árekstrar þeir, sem milli þessara kerfa verða, benda til þess, að þau fari ekki beinar brautir, enda mikill snúningur sýnilegur á mörgum vetrarbrautahnöppum. Menn skyldu því ætla að þeir hefðu tilhneigingu til að breyta um stefnu, ef þeir væru að falla vegna gýroskópáhrifa. Ef svo skyldi reynast, að efnis- magn sólkerfa og vetrarbrauta væri sífellt að falla, ýmist umhverfis eða inn að þyngdarpunkti alverald- ar, þá mætti loks hugsa sér að þessi veröld væri ekki nauðsynlega takmörkuð af kúlulöguðu hvolfi, sem hverfðist æ lengra [ burtu þeim mun lengra sem þreyfað væri VIKAN 5. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.