Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 7
inni og myndunum, sem birtar voru henni til fulltingis. Þar með var ekki sagt að Vikan mundi eilíflega halda áfram að klifa á þessu máli, enda yrði það leiði- gjamt til lengdar. Sumt af þessu óhrjálega kofadóti hefur verið rifið síðan greinin birtist, en ekki eru öll kaun gróin enn. SLÆÐINGUR Á BÆNUM. Kæra Vika! Héðan er allt sæmilegt að frétta. Ég hef fengið Vikuna með skilum. Þó amar eitt að hér á bænum, sem ég vildi gjarna bera undir ykkur af því þessi fjári hefur verið að ágerast í seinni tíð. Það er einhver slæðingur í bænum, sérstaklega að nætur- lagi, svo fólkinu er ekki alltaf svefnsamt. Við höfum nú verið tiltölulega laus við draugatrú hér á þessum bæ og ekki myrkfælin meira en annað fólk. En nú ger- ist það hvað eftir annað að mað- ur hrekkur upp um miðjar næt- ur við það, að barið er óþyrmi- lega að dyrum eða líkt og dreg- ið eitthvað eftir þekjunni. Þá tók út yfir eina nóttina þegar kon- an fékk hreint ekki nokkurn svefnfrið. Það var sífellt svipt ofan af henni sænginni um leið og hún festi blundinn og sæng- in var látin fljúga hreint yfir þvera baðstofuna. Þá lá nú við að mér rynni í skap og ég fór framúr og hundskammaði þenn- an skolla, en það virtist ekki hrífa. Manni leiðist að þurfa að eiga í útistöðum við eitthvað sem ekki sést og svo þarf ekki að því að spyrja, að krakkarnir eru orðnir taugaveiklaðir og sí- hræddir. Segið mér, hvað gerir maður við soddan nokkuð? Jón Mikjálsson, Knarrarkoti. •— -----Að gefnu fordæmi teldi ég það helzt ráð, að leita til Sál- arrannsóknafélagsins og séra Sveins Víkings, Hér áður fyrr þótti líka vel hrífa að stökkva víguð vatni á alla hluti og hús- ið innan og utan, eða skvetta úr koppunum. Hið síðarnefnda var oft meira krassandi. Annars skaltu líka athuga vel, hvort nokkurs staðar getur hafa verið raskað við jarðneskum leifum einhvers, og sé svo, þá að fá prest til að syngja yfir þeim að nýju. Það getur stundum verið gagn að prestunum. KIRKJUFERÐIR TIL AFSLÖPPUNAR. Kæra Vika! Þakka þér fyrir allt gott, sér- staklega þáttinn „Síðan síðast“, sem er mjög góður og ber af öllum sambærilegum samtínings- þáttum í íslenzkum blöðum. Ann- ars var það ekki erindið. Ég hef orðið að þola sitt af hverju um dagana og taugarnar eru kannski ekki sem beztar. Stundum hef ég reynt að liggja í rúminu, stundum farið inn á öræfi og nú í seinni tíð jafnvel til útlanda og dvalizt þar á rólegum stöðum. En allt hefur komið fyrir ekki og ég hef ekki hvílzt að ráði við þessar aðgerðir né batnað á taug- um. Svo var það einhverntíma í vetur, að gömul kona ráðlagði mér að fara í kirkju. Ég var ekki vön því, en gerði það fyrir henn- ar orð. Síðan hef ég gert það á hverjum sunnudegi og jafnvel oft um hátíðarnar. Þar hef ég fundið þá fullkomnu afslöppun, sem ég hef alltaf verið að leita að og ekki fundið. Stundum er það ágætt, sem prestarnir segja og söngurinn verkar vel á mig. En fyrst og fremst er það stemn- ingin og friðurinn í kirkjunni, sem hefur þessi áhrif. Mér datt í hug, að koma þessu á fram- færi, vegna þess, að ég veit að margir eiga erfitt með að slappa af á þessum síðustu tímum. Gróa. BÚNAÐARBLAÐIÐ. Kæra Vika! Ég þakka þér kærlega fyrir allt þitt ágæta efni. Ég er ný- lega orðinn áskrifandi að þér og hef ekki hugsað mér að hætta að kaupa þig. Ég fæ Búnaðar- blaðið líka, en nú langar mig til að fá að vita, hvort ekki er hægt að fá fyrstu árgangana af Búnaðarblaðinu og hvað þeir muni kosta. Svo óska ég þér velfarnaðar á komandi tímum. Jón P. -----— Því miður þá er enginn árgangur til „komplett“ hjá af- greiðslunni, og vantar blöð inn í hingað og þangað. Mikið er samt til að árgöngunum 1962, 1963 og 1964. Árgangurinn kostar kr. 150,00 mínus 10 krónur fyrir hvert blað sem vantar. I LILfUU l I LILUU l ] LILUU 1 i LILUU 1 GERA ERFIÐA DAGA LÉTTA Fást f verzlunum um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.