Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 11
DÁNIR VAKTIR TIL LÍFSINS Hverjum er hægt að bjarga? Miklum hundraðshluta þeirra, sem deyja daglega. Þar með eru líka taldir þeir, sem deyja af slysförum sem orsaka mikinn blóðmissi, uppskurðum, barnsfæð- ingum, drukknun, köfnun, raflosti, og lungnabólgusjúklingar, asthmasjúklingar og aðrir, sem hafa verið hættulega veikir og virðast á batavegi, en deyja svo skyndilega. Klukkan 6.30 að kvöldi 9. nóvember 1961 var ljósmyndari að nafni Nickolas Muray staddur i New York Athletic Club, og hafSi rétt lokiS viS æfingu i skilmingum, þegar hann allt í einu datt niSur. Dr. Barry Pariser sem var þarna staddur viS leikfimiæfingar, hljóp strax til og beygSi sig yfir hinn fallna mann, en hjartaS var hætt að slá og andardrátturinn var enginn. DauSinn hafSi komiS til Nickolas Muray fyrirvara- laust. En i staSinn fyrir aS enda i likhúsinu, eins og alltof marg- ir sem verSa bráSkvaddir gera, var Muray kvaddur til lifsins á ný. Hjarta hans var látiS slá aftur og lungu hans drógu til sin súrefni, dauSanum var snú- ið til baka. Dr. Pariser vissi að hann hafði aðeins sekúndur til umráða, til aS bjarga hinum látna manni. Hann byrjaði strax á blásturs- aðferðinni og reyndi lika hjarta- hnoS utanfrá. Þegar hvorug þess- ara aðferða sýndu árangur fékk hann lánaðan vasahníf hjá ein- um áhorfenda; með honum risti hann djúpan skurð og opnaði brjósthol hins látna manns og byrjaði strax að hnoða lijarta lians með ákveSnum og reglu- legum tökum. Poul Jenkins, guð- fræðistúdent sem þarna var staddur, tók til við blástursæf- ingarnar til að sjá fyrir nægi- legu súrefni, svo að lífgunartil- raunin mætti heppnast. í fjörutíu og fimm mínútur horfðu meðlimir úr íþróttafélag- inu á að dr. Pariser hélt hend- inni inni í brjóstholi mannsins, bókstaflega hélt lífi hans i hendi sér. Lögreglan kom með súrefni og Muray byrjaði að anda af sjálfsdáðum. Þegar sjúkrabillinn kom var honum lyft varlega upp i hann, og dr. Pariser hélt áfram við að hnoSa hjarta hans meS jöfnum reglubundnum tökum, á leiðinni til sjúkrahússins, þar sem hópur hjartasérfræðinga beið tilbúinn. Þessi þjónusta, sem dr. Paris- er og Poul Jenkins veittu hinum látna manni, gaf honum frest sem nægði til að halda heila hans lifandi, meS blóS og súrefnis- tilfærslu, þangað til hann komst í hendur skurðlækna, sem með aðgerðum sinum fengu hjarta hans til að slá eðlilega. Muray er einn af mjög fáum fórnardýrum hjartaslags sem hefir verið bjargað á þennan hátt, utan sjúkrahúss. Til þess að gefa þeim sem deyja skyndi- lega, af hjartaslagi eða öðrum orsökum, kannske að ástæðu- lausu á heimilum, við vinnu sína eða á strætum úti, tækifæri til að halda lífinu, hafa margir læknar, læknasamtök og slysa- varnafélög nú stofnað til nám- skeiSa, til að kenna almenningi nýjustu aðferðir við björgun mannslífa; og hafið áróðurs- herferð til aS hvetja fólk til að sækja þessi námskeið. Með hinni nýju aðferð, sem kölluð er hjartahnoð utanfrá, er það nú mögulegt fyrir þjálfaða leikmenn að taka þátt í barátt- unni til björgunar þeim sem deyja skyndilega, vegna þess að hjartað hættir að slá. ASferSina sem notuS var við Muray, að hnoða hjartað innan frá, geta aðeins læknar og þá helzt skurðlæknar framkvæmt, en hjartahnoð utanfrá, geta leik- menn jafnt sem læknar fram- kvæmt, og það sem þægilegast er að til þess þarf engin áhöld eða útbúnað. Aðferðin við aS þrýsta reglulega með handar- rótinni neðst á bringubeinið, er mjög auðlærð. Þegar blástursað- ferSin og hjartahnoð utanfrá er notað saman, viðheldur það súrefnisþörf blóðsins um leið og hringrásinni. En þessar að- ferðir og kunnáttu til að fram- kvæma þær, þarf að læra hjá þjálfuðu björgunarstarfsfólki. HjartalinoS sem gert er af handa- hófi getur orsakað brotin rif, og jafnvel sprungin lungu og hjarta. Þessar björgunaraðferðir geta ekki læknaS sjúkt hjarta eða æðakerfi, en þær geta gefið sjúku fólki ný tækifæri til að lifa, þær fá einfaldlega hjarta, sem er hætt að slá, til að slá að nýju og geta þessvegna lækkað dánartölurnar, það er að segja ef hjálpin berst nógu fljótt. Heilavefirnir deyja fjórum mín- útum eftir að hjartað hættir að slá, svo að hjálpin verður að berast á þessum mínútum, ann- ars er það að eilífu of seint. Einn af aðal baráttumönnum fyrir þesum lifgunartilraunum er dr. Claude S. Beck, prófessor í hjarta og æSaskurðlækningum við Western Reserve Univers- ity, i Cleveland, Ohio. Dr. Beck heldur því fram að þúsundir manna, sem verða bráðkvaddir, hafi alltof heilbrigð lijörtu til að deyja óafturkallanlegum dauða. Eins og hann bendir á, hafa hugmyndir manna um dauðann breytzt mjög mikið á seinni árum. Klíniskur dauði eða dauðadá er í raun og veru millibilsástand. Á því stigi eru líffæri lifandi, sem eru undir- staða þess aS hægt er að vekja manninn til lífsins á ný, ef nógu skjótt er brugðið við. Líffræði- legur dauði kemur eftir nokkrar mínútur, þá deyja öll líffæri, og þar meS er öllu lokið. Ef hjálpin kemur á þesum fjórum til fimm mínútum hefir sjúkling- urinn mjög mikla möguleika til að halda lífinu, börn geta jafn- vel beðið lengur, það hefir oft tekizt að bjarga börnum, þótt aðeins lengri tími sé umliðinn. Hverjum er hægt að bjarga? Miklum hundraðshluta þeirra er deyja daglega. Þar með eru líka taldir þeir sem deyja af slys- förum sem orsaka mikinn blóð- missi, uppskurðum, barnsfæS- ingum, drukknun, köfnun, raf- losti, og lungnabólgusjúklingar, asthmasjúklingar og aðrir sem hafa verið hættulega veikir og virðast á batavegi, en deyja svo skyndilega. Dr. Lester Adelson, yfirlíkskoð- unarstjóri i Cuyahoga County, Ohio, hefir gefið skýrslur yfir 500 tilfelli sem hann rannsak- aði við krufningu. Hann komst aS þeirri niðurstöðu að fjöldi af þesu fólki hefði haldið lífi, ef það hefði fengið hjálp nógu snemma. Rannsóknirnar leiddu í ljós að ekki var svo mikið um skemmdir i hjartavöðvum eða sýnilegur vottur um ólækn- andi hjartabilun. Þeir se deyja skyndilega hafa meiri möguleika til að lifa og ná heilsu, ef þeir fá hjálp nógu snemma. Liffæri þeirra sem lengi hafa verið veikir gefast fyrr upp en þeirra sem verða fyrir skyndilegu áfalli, eins og hjartaslagi, drukknun eða slys- förum. Af þeim þúsundum manna, sem hafa verið kallaðir til lifs- ins aftur, geta flestir þakkaS sín viðbótarár þessum björgun- Framhald á bls. 51. VIKAN 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.