Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 24
LÆRÐI HJÁ DEAN RUSK Heiðurinn af því að vera fyrsta fegurðardrottning íslands ó frú Kolbrún Jónsdoítir, eiginkona Gísia Halldórssonar, verkfræðings, og dóttir Jóns Þorleifssonar, listmálora. VIKAN heimsótti þau hjónin um s.l. jól og rabbað var um liðna tíð yfir glasi af Dry Sack sherrv og kökubita. Kolbrún var búin að vera í 4 ár í Bandaríkjunum, við nám í skúlptúr við AAil.s College í Oakland. Hún hefur erft listfengi föður síns í ríkum mæli. enda gekk henni mjög vel í skólanum og hlaut þar jafnan stvrk til námsins. Að sjálfsögðu var þar fleira kennt en aðeins að móta myndir í leir, og má nefna að ekki minni maður en Dean Rusk, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kenndi henni þar sögu. En þessari skólaveru var lokið. þegar fegurðarsamkeppnin fór fram í Tívolí, undir berum himni og auðvitað í kalsaveðri, og verðlaunin voru svo sem ekkert til að státa af: Alklæðnaður — eins og það var kallað. Ekki mun hún þá hafa áformað að gera sér meiri mat úr keppninni en þann, að njóta spenningsins í sambandi við hana og kannske heiðursins af að vera feguist kvenna á landi hér. Því var þá heldur ekki til að dreifa, þvi þetta var fyrsta keppn- in og engin sambönd þá við svipuð samtök erlendis. Þau Gísli eiga saman dreng og telpu, og búa í þægilegu einbýlishúsi við Skóla- braut á Seltjarnarnesi. Margt hefur að sjálfsögðu drifið á dagana hjá þeim báðum, og ekki sízt vegna starfs hans. sem hefur krafizt ferðalaga og vinnu víða um heim, og í Bandaríkjunum hefur Gísli m.a. starfað um skeið á vegum flotans, fundið upp ýmsar tæknilegar nýjungar og staðið fyrir smíði geysistórra tækja. O Ko'brún Jónsdéttir. Myndin er tskin um svipað leyti og kcppnin var. Ko’brún og Gisii Haiidórsson, ásamt börnum þeirra. O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.