Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 25
1951 •O- Elín ásamt elginmanni sínum, Guðmundi Árnasyni, tanniækni, og börnin, Sæbjörn, Árni og Hildur. Nítján ára stúlka í Menntaskólanum var haldin mikilli útþrá, en hafði lítil auraráð og vildi næstum allt til vinna að komast til Kaupmannahafnar, drauma- borgarinnar, sem svo miklar sögur fóru af. Svo mikil var löngunin, að hún ákvað að leggja það á sig, að koma fram á leiksviðinu í Tívolí, skelkuð, dauðfeimin og skjálfandi af kulda, í þeirri von, að vinna til hálfs mánaðar dvalar í borginni við sundið. Hún var svo feimin og hrædd við þetta uppátæki sitt, að hún þorði ekki einu sinni að segja frá því heima hjá sér, heldur sagði með uppgerðar kæru- leysi, þegar hún fór út um kvöldið, að hún ætlaði að skreppa út í Tívolí til að horfa á keppnina. Þetta sagði hún við systur sína, en móðir hennar var ekki í bænum þann dag. Svo varð hún fvrir valinu þá um kvöldið, og læddist heim til sín ánægð — en dálítið skömmustuleg vegna tiltækisins. Sagði samt engum frá! Strax morguninn eftir fóru að berast blóm til hennar og systir hennar skildi ekki neitt í neinu, þangað til hún hafði sannleikann út úr henni. ,,Hún ætlaði sko að springa," sagði Elín Sæbjörnsdóttir. Og svo kom mamma hennar heim, þegar allt var orðið fullt af blómum. Það fyrsta, sem henni datt í hug, var að Elin hefði nú allt í einu tekið upp á því að gifta sig. En þegar hún frétti sannleikann, sagði hún, að af tvennu illu, hefði þetta þó verið betra ... I Síðan fór Elín til Kaupmannahafnar og skemmti sér lítið, og lengi eftir að hún kom heim aftur, þorði hún varla út nema í mykri og læddist þá með veggjum. Hún tók svo stúdentspróf 1952, um leið og kærastinn hennar, Guðmundur Árnason, sem síðar varð tannlreknir og eiginmaður Elínar. Þau giftu sig 1953 og eiga nú þrjú börn, Hildi, 11 ára, Árna, 8 ára, og Sæbjörn, þriggja ára. Elín hefur unnið í Útvegsbankanum, þar til fyrir fjórum árum siðan, enda var Guðmundur við tannlæknanámið á meðan. „Þetta var eins og hvert annað happdrætti," segir Elín, ,,eða þannig tók ég það að minnsta kosti. Ég var heppin og vann, en varð fyrir vonbrigðum með vinninginn." <) Elín Sæbjörnsdóttir. Myndin er tekin 1951. STALST í KEPPNINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.