Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 31
I’ SIGRÍDUR GEIRSDÓTTIR 1959 ÓBUNDIN ENNÞÁ Á 10. hæð í nýbyggðu 18 hæða stórhýsi á horni 78 götu og annars breiðstrætis í New York, býr íslenzka fegurðardrottningin 1959, Sigríður Geirsdóttir, ásamt systur sinni, Birnu. Sigríður heitir að vísu ekki því nafni þar vestra, heldur nefnir hún sig Sirry Geirs, sem fellur betur í munni þarlendra. það er nauðsynlegt allra hluta vegna, að auðvelt sé að bera fram — og muna — nöfn Iistafólks, sem kemur fram í siónvarpi eða kvikmyndum, því eins og kunnugt er, þá felst sigur listamannsins eð miklu leyti í auglýsingum, hvað sem tautar og raular. Núna síðastliðin jól, var mannmargt á heimili Sirrýar, og kom sér vel að íbúðin er stór og rúmgóð. Þar voru, auk þeirra tveggia systranna, þriðja systirin, Anna, sem býr í Hollywood og vinn- ur þar í kvikmyndum, og foreldrar þeirra, Geir Stefánsson, forstjóri, og Birna Hjaltested. Af skiljanlegum ástæðum var ekki hægt um vik fyrir VIKUNA að hafa beint samband við Sirry, en foreldrar hennar gátu frætt okkur um hagi hennar og framtíðaráform. Sirry hefur lífið breytzt, nema hvað hún hefur þroskazt og orðið enn fegurri og kvenlegri en þegar hún var kjörin fegurst kvenna hér á landi. Eins og kunnugt er, hafði hún hlotið góða menntun, var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, hafði dvalizt langdvölum í Svíþjóð og víð- ar, numið frönsku i Paris, og eftir sigurinn hér heima, ferðaðist hún mjög víða um heim, sem sýn- ingarstúlka. Hún hefur þannig bæði menntun og reynslu til að koma sér vel áfram hvar sem er í heiminum. Þannig hefur reynslan líka orðið, því hún hefur af því góðar tekjur að auglýsa ýmsar vörur i sjónvarpi (Commercial T.V.). Jafnframt vinnunni stundar hún nám við leikskóla og í söng, sem hún hefur áhuga á, og unir vel hag sínum. Sirry hefur ekki neinum bundizt ytra, svo vitað sé. Myndin hér til vinstri er mjög nýleg, tekin í Bandaríkjunum. — Hér fyrir ofan er Sigríður að kveðja. Hjá henni standa Einar A. Jónsson og Magnús Guðmundsson, fiugstjóri. Keppnin 1959, en fyrir neðan andlitsmynd af Sirrý, tekin um líkt leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.