Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 40
HAGSÝNIR AKA í A Véladeild misst allt. Þeir eru of sterkir fyrir mig. ErufS þér með nöfnin, sem ég bað yður um? — Hér eru þau, sagði Desgrez og dró pergamentvafning upp úr vasa sinum. — Árangurinn af einkarannsóknum, sem enginn veit um nema ég: „Sáust hverfa inn í Krána Rauðu grímuna á þessu október- kvöldi, árið 1664: Monsieur d'Orléans, Monsieur Chevalier de Lorraine, hans hágöfgi hertoginn de Lauzun.... — Fyrir alla muni, hlífið mér við titlunum, andvarpaöi Angelique. — Ég get ekki á mér setið, sagði Desgrez hlæjandi. — Ég er, eins og þér vitið, sérstaklega mikið fyrir titla. Já, við vorum komin hingað: „de Brienne, de Vardes, Du Plessis-Belliére, de Louvignys, de Saint- Trierry, de Frontenac de Cavois, de Guiche, de Valliére, de Tormes markgreifi. — De Valliére? Bróðir ástkonu konungsins? — Einmitt sá sami. — Þetta er of dásamlegt, muldraði hún og augu hennar glömpuðu af hefnigirni. — En, bíðið við, þetta eru fjórtán. Ég taldi aðeins þrettán. — I upphafi voru þeir fjórtán, en de Tormes markgreifi var með þeim. Hann er maður á miðjum aldri, sem hefur gaman af að taka þátt í svalli hinna yngri. En þegar honum varð ljóst, hvað Monsieur ætlaðist fyrir með litla drenginn, hörfaði hann og sagði: — Góða nótt, herrar mínir, ég óska ekki eftir að fylgja ykkur á þessari þyrnibraut. Ég vil fremur fara hljóður mína leið og stíga rólegur í hvilu með de Raqueneau markgreifafrú. Eins og cdlir vita er sú þrýstna frú hjá- kona hans. —■ Ljómandi saga til að láta hann gjalda fyrir heigulsháttinn! Desgrez starði eitt andartak á hörkulegt andlit Angelique og brosti svo daufu brosi. — Reiði og hefnigirni fara yður vel. Þegar ég kynntist yður fyrst, voruð þér fremur veikluleg manngerð, sú gerð, sem safnar að sér hundum. — Og þegar ég kynntist yður fyrst, voruð þér hreinskilinn, kátur og elskulegur, en nú gæti ég stundum hatað yður. Hún leit á hann með sínum grænu augum, og hreytti út úr sér á milli samanbitinna tannanna: — Lögreglumaður djöfulsins! Lögreglumaðurinn hló glaðlega. — Madame, þegar maður hlustar á yður tala, gseti maður látið sér detta í hug, að þér hafið átt eitthvað saman við undirheimana að sælda. .Angeiique yppti öxlum, gekk yfir að eldstæðinu og tók upp logandi eldiviðarkubb með töngum. — Þér eruð hrædd, er Það ekki? hélt Desgrez áfram á máli lágstétt- anna í París. — Þér óttizt um litla rennusteinsskáldið yðar. Ég skal vara yður við: Að þessu sinni endar hann í gálganum. Unga konan forðaðist að svara, þó að hana langaði til að hrópa: — Hann endar aldrei í gálganum! Þér getið aldrei náð skáldinu í Pont Neuf. Hann flýgur burt eins og léttur fugl og tyllir sér á turna Notre Dame. Hún var svo spennt, að Það lá við að taugar hennar brystu. Hún skaraði í eldinn og hélt andlitinu yfir logunum. Hana sveið í brunablöðru á enninu, síðan logandi spýta féll á hana nóttina áður. Hvers vegna fór Desgrez ekki? Og samt var hún glöð yfir, að hann skyldi vera þarna. Ef til vill af gömlum vana. — Hvaða nafn sögðuð þér? hrópaði hún allt í einu. Du Plessis-Belli- ére, markgreifi? — Nú, svo þér viljið hafa titlana með! Já, ég sagði du Plessis-Belli- ére, markgreifi, marskálkur í her konungsins.... sigurvegari frá Norgen.... — Philippe, muldraði Angelique. Hvernig hafðj, hún komizt hjá að þekkja hann, þegar hann lyfti upp grimunni og leit á hana með þessum sömu köldu, bláu augum, sem hann hafði áður beint fyrirlitlega að hinni gráklæddu frænku sinni. Philippe du Plessis-Belliére! Chateau du Plessis reis fyrir augum henn- ar, fljótandi eins og hvít vatnalilja á tjörn.... —- Það var undarlegt, Desgrez. Þesi ungi maður er frændi minn, sem átti heima aðeins fáar mílur frá kastalanum okkar. — Og nú, þegar þessi litli frændi er farinn að leika sér í kránum, ætlið þér þá að hlífa honum? — Kannski. Þeir voru þrettán talsins. Þegar de Tormes markgreifi er talinn með, er talan fullskipuð. — Eruð þér ekki svolítið óvarkár, að segja lögreglumanni djöfuls- ins öll yðar leyndarmál? — Það sem ég segi yður, hjálpar yður ekki til að uppgötva prentara rennusteinsskáldsins, eða hvernig sneplarnir komast inn í Louvre. Og þér komið hvort sem er ekki upp um mig. — Nei, Madame, ég mun ekki koma upp um yður. En ég vil heldur ekki fara á bak við yður: Að þessu sinni ska) rennusteinsskáldið hanga. — Við skulum nú sjá. — Já, Madame, þvi miður, ég er hræddur um, að við munum gera það. Verið þér sælar, Madame. Þegar hann vetr farinn, tók hana nokkurn tíma að losna við áköf skjálftaköstin. Haustvindurinn þaut gegnum rue des Franc-Bourgeois. Og stormurinn hreif hjarta Angelique með sér. Sál hennar hafði aldrei komizt í slíkt uppnám. Skelfing, örvænting, sársauki, allt þetta var henni kunnugt. En að þessu sinni sökk hún niður í djúpa, kærulausa örvilnun, sem hvorki var hægt að róa né kjassa burtu. 72. KAFLI Valliére markgreifi var nú orðinn viss um, að brátt kæmi röðin að honum, og ákvað að játa fyrir systur sinni, sem bjó þar sem Lúðvík XIV hafði komið henni fyrir, í Hotel Brion. Þótt Louise de La Valliére VIKAN 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.