Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 48
-----** gf- -f* *"* Innbyggðir ofnar með Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — með eða án grillteins. Verð frá kr. 6.400,00. _jF2LOL-jfejhL Borðhellur 3ja og 4ra hólfa. Verð frá kr. 4.500,00 n ~j} *-i Þvottapottar 50 og 100 lítra. Verð kr. 3.200,00 og 4.150,00. Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, með eða án klukku og hitahólfi. Verð frá kr. 6.400,00. — Mig svimar. — Má ég sjá á þér andlitið, Hal? Hann lyfti með hendinni undir höku sonarins og horfði á kinnina, sem var farin að blána. — Eg bið þig að fyrirgefa mér, Hal, sagði hann fljótmæltur. — Við tölum ekki meira um það, ég kallaði þig . . . — Já, þú kallaðir mig nafni, sem ég átti ekki skilið. En hvíldu þig nú. Ég skal höggva tréð. Hann felldi tréð í fjórum högg- um og lyfti því af stofninum. Hal tók í toppinn og þeir báru það heim að húsinu. Hann gekk inn á undan. Það var hlýtt í eldhúsinu og ilmaði af steikt- um kalkún. — Eruð þið komnir, drengir mín- ir! hrópaði Helen glaðlega. Hún var að snúa fuglinum í ofninum. Hún var rjóð í frmaan og silfur- grátt hárið var eins og geislabaug- ur. — Það jafnast enginn steikarofn á við þennan, ég skil ekki í að það skuli vera hætt að nota svona elda- vélar. — Bíddu bara þangað til þú færð atómofn, svaraði hann. — Þá er kalkúninn tilbúinn á nokkrum mín- útum. Við setjumst til borðs, og þú ýtir á hnapp. Enginn sagði neitt. Hann fór úr stígvélunum og tók ekki eftir þögn- inni. Anna stóð við eldhúsborðið og fægði gamla erfðasilfrið. — Hefir nokkur hringt? spurði Hal. — Enginn, svaraði Anna og leit upp, svo rak hún upp óp. — Hvað er að sjá á þér and- litið? — Ég sló hann, sagði Arnold hás- um rómi. Hann fékk sér vatn í glas og tæmdi það ( einum teig. — Ég sagði eitthvað heimskulegt við pabba, sagði Hal. Helen hné niður á stól. — Drott- inn minn. Hvað er að okkur öll- um? — Þvílík jólagjöf! sagði Anna, svo fór hún að hlæja æðislega og byrgði andlitið í höndum sér. — Anna! hrópaði hann. — Hættu þessu! Hættu að hlægja! Nú er nóg komið, segi ég . . . Hann greip um axlir hennar og hristi hana. — Ætlarðu að slá mig líka? spurði hún. — Er það svona maður sem þú ert orðinn? Hann hörfaði til baka. — Hvað meinarðu? spurði hann. — Hvað meinið þið raunar öll? Það var Anna sem svaraði: — Við þekkjum þig ekki. Þú ert okk- ur algerlega ókunnugur. Hann horfði á þessar þrjár ver- ur, sem honum þótti svo vænt um. Andartak fannst honum hann vera hjálparvana og langaði helzt til að flýja, — eitthvað út í buskann, burt frá þeim. Hvers vegna hafði hann líka yfirgefið rannsóknastof- una sína, þar var hann öruggur. En hann gat aldrei flúið frá þeim, hvert sem hann færi. Hann elskaði þau öll, á sinn hátt, heitt og inni- lega. Hvert sem han fór, voru þau alltaf nálæg, því að þau voru ást- vinir hans. Hann settist við eldhúsborðið og leit frá einu til annars. — Anna, sagði hann og sneri sér að henni. — Þú ert heiðarleg, eins og jólastjarnan, og það þykir mér vænt um. Þú segir að þið, fjölskyldan mín, þekkið mig ekki, en allan þennan tíma hefir mér fundizt þið vera ókunnug, þú og Hal, já, og jafnvel þú líka Helen. — Þú hefir alltaf verið svo önn- um kafinn, pabbi, — sagði Anna. — Já, ég hefi verið önnum kaf- inn, sagði hann. — Alltof oft fjar- verandi, önnum kafinn við það, sem ég áleit skyldu mína . . . lífs- starf mitt. En ég get ekki lifað án ykkar, þið eruð mér svo hjartfólg- in. Þið verðið alltaf hjá mér í huga mínum, hvert sem ég fer og hvað sem þið kallið mig. Hann þráði skilning þeirra, en þegar hann leit á þau, sá hann aðeins óvissu. Þau þekktu hann ekki eins og hann var nú, aðrar minningar fyllfu ef til vill huga þeirra. Hann gat ekki ímyndað sér, hvað þau voru að hugsa. Kannske að hann ætti að sýna betur ást sína, vinna traust þeirra aftur, sýna að hann væri ennþá glaði umhyggju- sami faðirinn, góði eiginmaðurinn, ástríðufullur elskhugi. . . Hann talaði aftur til Önnu: — Haltu áfram að vera ærleg. Hvers vegna finnst þér að ég sé ókunnug- ur? Litla fallega andlitið var eins og lokuð bók fyrir honum. — Fólk er að pískra með það, hvernig það sé að eiga föður sem hjálpaði til við að búa til atóm- sprengjuna. Það er að spyrja okkur, hvað þú sért að gera núna. Ég svara, að ég viti það ekki, það geri ég ekki heldur, þú segir okkur aldrei neitt. . . Hal tók fram í fyrir henni. — Þú skalt ekki ásaka pabba fyrir atómsprengjuna. Hvað sem hann hefir gert, var hann neyddur til þess. Annars er þetta nú allt liðið . . . í notalegu eldhúsinu blandaðist saman ilmurinn af grenigreinum og steiktum kalkún. Úti var farið að skyggja, og logndrífa féll aftur, hægt og mjúkt. Allt var þetta eins og á æskuárunum, en það var eins og eitthvað væri öðruvísi, eitthvað nýtt og framandi, sem aldrei hafði verið þar áður. Það var eins og ein- hver ótti hvíldi yfir þeim, mann- leg angist fyrir framtíðinni, vegna þess árangurs sem hann og starfs- bræður hans höfðu náð. NEI, EN GAMAN: SJÖN- VARPIÐ K0MIÐ 1 LAG.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.