Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 49
Hann leit upp. — Lofið mér að reyna að skýra þetta fyrir ykkur. Ég held, að ég viti hvers vegna þið eruð hrædd við mig . . . Anna þoldi ekki að heyra þetta orð. — Við erum ekki beinlínis hrædd við þig, pabbi. En við höf- um ekkert öryggi lengur. Það er líklega þess vegna, sem við erum svona mikið úti að skemmta okkur, við losnum þó við að hugsa um alvöruna. — Ég finn þetta sjálfur, sagði hann, - ég finn sjálfur fyrir þess- ari sömu hræðslu og þið. Þau hlustuðu á orð hans eins og þau hefðu aldrei heyrt hann tala fyrr. Hann var að segja eitthvað, sem var alger nýjung fyrir þau. — Ertu hræddur við sjálfan þig? spurði Anna undrandi. _ Nei, sagði hann hátt. — Ég þekki sjálfan mig. Ég viðurkenni, að ég hefi breytzt, enginn getur komizt hjá því, eftir að hafa átt hlutdeild í að uppgötva þá stór- kostlegu hluti, sem ég hefi unnið við. En ég er auðmjúkur maður, auðmýkri en ég var áður, og ég trúi á guð . . . Það er ef til vill ekki sami guð sem forfeður mínir trúðu á, hélt hann áfram og reyndi að tala á auðskilinn hátt og án viðkvæmni. — En ég trúi á skapara himins og jarðar. Hvernig ætti ég að geta annað? Ég hefi verið vott- ur að sköpuninni í starfi mínu; — atómkjarninn, sem er ósýnilegur, en þrunginn af orku og krafti sem hlýtur að hafa einhvern tilgang . . . Ég trúi líka á það, sem ég get ekki séð . . . Það var svo hljótt í eldhúsinu, að andardráttur þeirra heyrðist, og það rann upp fyrir honum að hann hafði aldrei talað við þau um hugs- anir sínar. Þau hlustuðu öll á hann, Anna sat á gólfinu, með spenntar greip- ar um hnén, Hal hallaði sér upp að dyrastafnum, með hendur í vös- um og Helen sat andspænis hon- um og laut höfði. Hún hlustaði, — það vissi hann, en kannske var hún full af efasemdum? Ef til vill trúðu þau honum ekki? Honum fannst hann missa ör- yggiskenndina og hann reyndi að hlæja. — Já, þetta lítur stórkostlega út, finnst ykkur það ekki? Má vera að ég sé að blekkja sjálfan mig . . . — Ég verð að snúa kalkúnanum aftur, sagði Helen allt í einu. Þau biðu meðan að hann opn- aði ofnhurðina fyrir hana og horfði á hana ausa feitu soðinu yfir fugl- inn með skeið. Á þennan hátt bland- aðist það hversdagslega og örlaga- ríka í lífi þeirra saman . . . Jóla- stjarnan og atómsprengjan . . . Helen fékk sér vatn að drekka og settist svo aftur við borðið. — Haltu áfram, pabbi, sagði Anna biðjandi. Ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram, sagði hann. — Það er satt, ég hefi verið í órafjarlægð í mörg ár. Þótt ég hafi sofið og borðað heima hjá ykkur, hefi ég verið langt í burtu. Kannáke rata ég ekki aftur heim. Ef til vill eru engir möguleikar til þess að við getum aftur skilið hvert ann- að, — þið þrjú og ég. Það er einmanalegt að vera vís- indamaður. Við höfum aðeins sam- band við þá sem hrærast I okkar eigin heimi. Þið verðið að reyna að mæta mér á miðri leið! — En ef við getum það ekki, sagði Anna lágt. — Þá verð ég að halda áfram, minn einmanalega veg, sagði hann rólega. Helen gekk út að glugganum og horfði á logndrífnua. — Við lifum á atómöld, er það ekki rétt? Það er bara þetta, þú fékkst aðgöngu- miða á undan okkur. — Þú ert alltaf svo fljót að skilja, ástin mín, sagði hann þakklátum rómi. Síminn hringdi. Hal gekk fram og tók hann og þau hin hlustuðu á með spenningi. — Ég veit ekki hvort ég kem, heyrðu þau að hann hafði. — Ég veit það ekki fyrir víst . . . Alla vega verður það mjög seint. Hann kom inn aftur, lagðist á teppið fyrir framan arininn, spennti greipar undir hnakkanum og horfði upp í loftið. — Haltu áfram, pabbi, sagði hann. — Ég get það ekki, svaraði hann syni sínum. — Þið verðið að gera annað hvort, að trúa mér eða ekki. Það eina sem ég get sagt ykkur er, að ég hefi fengið vitrun, eins greinilega og vitringarnir forðum, sem fylgdu stjörnunni. Þeir trúðu á mannsins son, sem átti að skapa þeim nýja og betri veröld, og því trúi ég líka. — Það voru margir hræddir þá líka, sagði Helen. — Þú hefir á réttu að standa, og aftur kenndi þakklætis í röddinni. Hún hafði verið að horfa út um gluggann, en gekk svo að brauð- kassanum, tók brauðsneið og muldi hana ( höndunum. Svo opnaði hún gluggann og lét brauðmolana á gluggasylluna. — Það er spörfugl þarna úti, sem hefir orðið eftir, sagði hún. — Heródes reyndi að drepa barnið. Það var Anna sem ekki vildi sleppa umtalsefninu. Hann sneri sér að henni. — Heró- des vildi koma í veg fyrir að heim- urinn yrði nýr og betri. En enginn getur gert það, enginn og ekkert. Það er engin leið til baka. Heródes gat ekki drepið barnið, og við get- um ekki eyðilagt hinn skapandi kjarna í atóminu. Hann er ein- faldlega til, en við verðum að læra að nota hann, til hins góða, ein- göngu til þess sem er gott og rétt. Hann stóð á fætur og fór að ganga fram og aftur um gólfið. — Ég vildi óska að ég hefði feng- ið að byrja á friðartímum, en ekki í stríði. Mig langar til að lýsa upp í heiminum, gefa húsunum yl og birtu og vélunum orku, sem ekki PRJÓNASTOFA ÖNNU ÞÓRÐARDÓTTUR Ármúla 5 — Sími 38172. VIKAN 6. tbl. -nll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.