Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 55

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 55
og iðjusemi og fræðaiðkunum hrakaði. Þó er svo að sjá, að sá reið- innar guð, sem mönnum var svo ofarlega í huga i þá daga, hafi talið Svarta dauða ganga of linlega fram gegn íslendingum hið fyrsta sinn, því níu áratug- um siðar — 1493 — gaus pest- in upp aftur, og er talið að hún hafi þá borist með enskum far- andkaupmönnum, er lágu við i Hafnarfirði. Óð plágan nú um gervallt landið nema Vestfirði, og þökkuðu sumir kunnáttu Vest- firðinga í fornum fræðum. Mann- fall varð hvergi nærri eins mik- ið af völdum plágunnar nú og í fyrra sinnið, en þó ærið; þann- ig eyddi hún lieila hreppa norð- anlands. Varð það til þess, að þegar pestinni létti, flutti margt fátækra manna af Vestfjörðum og tók sér bólfestu i hinum eyddu héruðum. Sunnanlands varð mannfall einnig gifurlegt; á sumum bæjum hrundi allt fólk niður utan ungbörn ein, er sugu brjóst látinna mæðra sinna, er að var komið. Upp úr 1495 létti plágunni og hefur hún ekki vitjað Islendinga siðan, svo vit- að sé með vissu. Sem nærri má geta um skáld- þjóð eins og íslendinga, verk- aði þessi afkastamikla drott- inssvipa ekki minna á imynd- unarafl þeirra en annarra þjóða; vitna um það ýmsar þjóðsögur. Er sagt, að Svarti dauði hafi smogið úr bláu klæði á skipi Einars Herjólfssonar og verið þá í fuglslíki, en síðan orðið reykur einn. 1 samræmi við þessa sögn er sú, að blá móða hafi legið yfir landinu, meðan pestin gekk. Þá virðist mönnum hafa verið tamt að imynda sér einhvers- lconar mannskepnur sem stjótn- endur plágunnar. Þannig segir i þjóðsögum Jóns Árnasonar, að pestin hafi lagzt yfir landið eins og gufa, sem náði up í miðjar hlíðar og út ú fiskimið, réðu fyrir gufunni karl er fór með hliðum og kerling er fór með löndum fram. Þessi þokkahjú voru ekki ómannlegri en svo að þau þurftu við hvildar og mat- ar sem venjulcgt fólk; tóku þau því gistingu hjá kotungi einum á Svalbarðsströnd þótti honum þau eitthvað tortryggileg og hafði andvara á sér, svo hann heyrði þau um nóttina leggja á ráðin um eyðingu byggðar- innar. Brá bóndi þá við og liitti landsdrottinn sinn, er var eng- inn annar en hin fræga Grundar- Helga, sú er aflífaði Smið Andrésson og hans gangstera. Flúði Helga þá með sitt fólk á fjöll upp, og dugði það til hjarg- ar. Sama þjóðsaga hermir að þeg- ar gufan og ráðendur hennar nálguðust Vestfirði, hafi tólf galdramenn þar í sveitum tek- ið sig saman og magnað send- ingu á móti þeim; var það grað- ungur mikill og dró húðina á eftir sér sem Þorgeirsboli; „hitti hann karl og kerlingu undir klettum í fjöru við Gils- fjörð þar sem leiðir þeirra urðu að liggja saman; sáu skyggnir menn aðgang þeirra og lauk svo að uxinn kom þeim inn undir húðina, lagði þau undir og kramdi þau sundur.“ Mun sögn þessi eiga rætur sínar að rekja til þess, að pestin komst ekki til Vestfjarða i siðari umferð sinni, þótt hún í fyrra sinnið herjaði þar jafn óvægilega sem annarsstaðar. Það lifðu eftir í einni sveit tvö ungmenni aðeins; Ögmundur töturkúfur og Ilelga beinrófa. Urðu þau siðan hjón og kvað margt manna frá þeim komið, og þá líklega helzt Vest- firðingar. En hversu miklum hrellingum sem hin svarta plága olli fs- lendingum, þá hefur hún liklega stafað hlutfallslega minni ógn i sál okkar þjóðar en margra ann- arra; verður þó ekki sagt með sanngirni að hún hafi leikið okk- ur vægar en aðra, en hitt kann að valda, að við fengum siðar á mörgum öðrum plágum að kenna álíka vondum og sumum verri: bólusótt, einokun, móðu- harðindum, svo eitthvað sé nefnt. Kannski hafa þessar písl- ir síðari alda fengið fslendinga til að líta Svarta dauða svo mildum augum, að þeir af gálgahúmor kalla einn sinn hjartfólgnasta drykk eftir hon- um. En þótt umrædd veig sé að visu með eindæmum bragð- slæm, er þó naumast sanngjarnt að kenna liana við þann mesta manndrápara, sem lieimurinn hefur komizt í kynni við, að minnsta kosti fram að dögum vetnissprengjunnar dþ. ... og er talinn af Framhald af bls. 19. — Hún er miklu verri en ég, sagði hann. — Hún er dreki. Töfrakona. Femme formidable. Hefði hún verið frönsk og í Frakklandi á byltingartímunum, hefði hún verið böðull. Móðga ég yður? Hún er vænti ég ekki móðir yðar? Julie svaraði: — Nei, hún er tengdamóðir mín. — Ó, ég skil... Þá er henni sjálfsagt ekki um það gefið að sjá yður í félagsskap karlmanna. Er það þess vegna, sem þér vild- uð ekki koma í sundlaugina með mér? — Nei, nei. Hún elskar að ég sé í fylgd með karlmönnum. Hann lyfti augnabrúnunum. Ég ætla ekki að vera uppáþrengj- andi, Mademoiselle ... Madame ... Þetta er dásamlegur dagur. Þér eruð allt of aðlaðandi til að eyða honum hér sitjandi og leið eins og þér lítið út fyrir. Þegar þér brosið ... Ég hef tekið eftir brosi yðar. — Hefur yður gefizt tími til þess? — Já, þér haldið... Hann yppti öxlum og hló sakleysislega. — Það var allt saman tóm vit- leysa. — Og þessi gamla, einkenni- lega kona? sagði Julie. Bros hans dó út. Augu hans dökknuðu og svo yppti hann öxl- um. — Og þetta hér? sagði Julie og brosti. -— Kannske líka tóm vitleysa. N‘est-ce pas? Þetta er fallegur morgunn, nýr morgunn. Sem sagt...? — Sem sagt... Julie hló og drap hægt og vandlega í sígar- ettunni í öskubakkanum. — Ætl- ið þér ekki einu sinni að spyrja, hvort maðurinn minn sé hér? — Ég veit, að svo er ekki. Ég er fullviss um, að hann er í Ameríku og hann á einmitt á þessarri stundu, ástarævintýri með einkaritaranum sínum. Hann leitaði eftir augnaráði hennar. — Mín tillaga er þessi: Við föurm niður til Luzern og leigjum okkur bíl. Síðan getum við ferðazt um þessi svissnesku fjöll og kannske farið með svif- brautinni upp á Pílatus ... Julie kvaddi dyra, enn einu sinni, og opnaði svo dyrnar að herbergi frú Thorpe. Frú Thorpe, sem var að reyra utan um sig lífstykkið æpti upp og andvarp- aði síðan: — Drottinn minn, Julie! Hún fálmaði eftir morgunslopp. — Ég færi þér gleðifréttir, sagði Julie. — Það gerir allt sam- an auðveldara fyrir þig. Ég verð burtu í dag. Ég ætla að fara út með playboynum okkar. Við ætl- um að leigja okkur bíl og fara upp á Pílatus. — Ó, en gaman, Julie! Það er einmitt það sem þú þarft. -— Mér datt í hug, að þér myndi finnast það. Svo í dag get- urðu dregið andann léttar. Og þú þarft ekki að finna upp á nein- um Purdue-heimsóknum eða fara til læknisins, og ef þú hittir Russ í dag ... þá bið ég að heilsa hon- um. Ef hann hefur eitthvað að segja mér, er bezt að hann segi mér það sjálfur. Og ef hann vill að ég fari frá þessum andstyggi- lega stað, þá skal ég gera það. En hann verður að segja mér það sjálfur. Ég get krafizt þess af hon- um með réttu og raunar ykkur báðum. Meðan nafn hennar hljóm- aði með kvalafullum rómi — JJJuuuulllliiieeeeee! skellti Julie hurðinni á eftir sér. Á vissan hátt var þetta skemmtilegasti dagur, sem hún hafði átt í átta ár. Luzern tók á móti henni með sterkum, djúp- um litum og opinskárri gleði. Staðurinn ólgaði af lífi. Ungar stúlkur trítluðu framhjá í sum- arklæðum. Svanirnir teygðu úr sér á votum fjörusteinum. Dýra- höfuð með gapandi kjöftum og snúnum hornum klúktu á litskær- um flöskum meðfram löngum gangstíg, milli vandlega klipptra trjáa. Hún andaði djúpt og horfði með glampandi augum og velti því fyrir sér, hvort Luzern væri svona dásamlegur staður, eða hvort það var Poul Duquet, sem kom henni til að finnast það. Þau tóku sér góðan tíma um hádegisbilið í skuggasælum úti- veitingastað. Einn svananna kjag- aði í áttina til þeirra og tók að kroppa í einn fótinn á stól Pouls UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»að cr alltaf saml lcikurinn I henni Ynd- isfríð okkar. llún hcfur falið örkina hans Nóa cinhvers staðar í blaðinu og heitir gððum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvltað Sælgætisgerð- in Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Raufarhöfn. Vinninganna má vitja I skrifstofu Vikunnar. 6. tbl. VIKAN 6. tbl. gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.