Vikan

Tölublað

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 57

Vikan - 11.02.1965, Blaðsíða 57
RAÐSÓFI húsgagnaarkitekt SVEINN KJARVAL VANDINN LEYSTUR nu ervandalaust að raða i stofuna svo vel fari — þessi giæsilegu raðhúsgögn bjóða ótal möguleika; þér getið skipt með þeim stofunni.sett þau i horn eða raðað áhvem þann hátt sem bezt hentar fást aðeins hjá okkur HÚSGAGNAVERZLUN ÁRI\IA JONSSONAR 70 • REYKJAVÍK S í M loksins fundið þann mann, sem gat komið henni ofan af þeirri skoðun, að enginn annar væri karlmaður en Russel Thorpe. Hann þrýsti sér upp að henni og þau forðuðu sér lengra inn í skuggana, þegar löng röð af börnum, með luktir, sem lýstu eins og framandi andlit, komu trítlandi yfir brúna. Ljós borg- arinnar glitruðu í vatninu. ■—- Komdu með mér, cherie, sagði hann lágt. — Við skulum fara burt frá þessum stað, þarna uppi á fjallinu. Þar er eitthvað kalt og ógeðslegt. Skyndilegt andlát móð- ur minnar hvílir eins og sorg- arskuggi yfir staðnum. Ég skal sýna þér Evrópu. Staði, sem þú myndir annars aldrei sjá ... Aftur leyfði hún honum að kyssa sig, en skyndilega sá hún með lokuð augu, hvar Russ stóð og horfði á hana úr dyrum dans- staðar í Texas; Russ, sem leitaði að sígarettustubbum í rennustein- inum. •—■ Nei, Poul. Hún ýtti honum varlega frá sér. -—• Julie, við getum tekið leigu- bíl upp að hótelinu, tekið saman föggur okkar og við verðum kom- in hingað aftur eftir klukkutíma. Viltu það, Julie? — Ég get það ekki, Poul. -—■ Treystirðu mér ekki, Julie? Hann horfði rannsakandi á hana eitt andartak, síðan brosti hann. — Er það vegna mannsins þíns? Þú ert hér, maðurinn þinn er í Ameríku. Það hlýtur að vera ein- hver ástæða fyrir því, að þið hafið svo langt á milli ykkar. Hún svaraði ekki. Þau gengu hægt í áttina niður að vatninu. — Julie, ég geng að hverju sem er. Ævin- týri, sem stendur í eina viku, eða ævintýri, sem endist allt sum- arið. Eða hjónabandi. Já, hjóna- bandi! Það er alveg ný tilfinn- ing fyrir mig. Ég er brjálaður í þig. Segðu mér, er maðurinn þinn það eina, sém heldur í þig? — Já, sagði hún. — Það er það. Og svo líka það, að ég hef ekki þekkt þig nema í tólf tíma. Þau voru komin niður að vatn- inu. Hátt yfir því, hinum meg- in, var stórkostleg flugeldasýn- ing. Hann leiddi hana að af- skekktum bekk, langt inni undir trjánum, dró hana fast upp að sér og kyssti hana. — Elskarðu hann, Julie? — Það er löng saga, Poul. — Segðu mér hana. Henni fannst mjög freistandi, að kasta burtu allri varkárni, en Poul Duquet var ennþá gáta í hennar augum. Víst gat hann verið maður, sem bauð henni ást aðeins til að hafa upp úr henni upplýsingar. Hún horfði inn í blá, tær augun, og þau voru allt of uppáþrengjandi, allt of forvitin. — Ég vil ekki tala um það, Poul. — Hvers vegan ekki? — Vegna þess, að minnstu mistök frá minni hálfu gætu eyði- lagt manninn minn — og þá skuggatilveru, sem hann hefur dregizt inn í. Það var þetta, sem hana langaði til að segja, en hún brosti bara og sat þarna stíf og stjörf og fann þetta gamla, tær- andi vonleysi og sú tilfinning varð sterkari en nokkru sinni fyrr, að nú yrði hún að þvinga sannleikann út úr tengdamóður sinni — í kvöld eða á morgun. Svo heyrði hún að lokum þungt andvarp hans og hönd hans rann af nakinni öxl hennar. Hávaðinn af flugeldasýning- unni fyllti þögnina. Appelsínu- gulir logar leiftruðu út með ströndinni. Hvæs og blástur, svo upplýstist höfnin og sofandi fjöll- in af hvellum, regnbogaleiftrandi gosbrunnum og fallandi neista- flugi. Myrkur, skyndilegt ljós, risavaxnir blossar, sem lýstu upp dolfallin andlit. Hár hans glans- aði eins og gull. Hann var beisk- ur og sorgmæddur og svipinn. Hún þrýsti hönd hans. — Þakka þér fyrir dásamlegan dag, Poul. — Og þetta er sem sagt end- irinn? — Ég vildi óska að það væri ekki. Hún sneri andlitinu að birt- unni út með ströndinni. — En það er ranglátt gagnvart þér að treina það. Hann hló beisklega. — Þú tal- ar eins og raxmveruleg amerísk eiginkona. Með mjóum hlátri reis hún nauðug upp af bekknum. — Þú hefur verið stórkostlegur. Hönd hennar hélt ennþá fast um hans. — Nei, hann reis á fætut og horfði djúpt í augu hennar. — Ég skal fylgja þér heim, cherie, ef það er það, sem þú raunveru- lega vilt. — Fyrirgefið — tatið þér frönsku? VIKAN 6. tbi. gy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.