Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 2
í FIILLRI ALVÖRU Húð yðar þarfnast AVON-umhyggju. Húð yðar, — í raun og veru sérhverrar konu, tekur jafn fljótt og með þakklæti á móti óhrif- um hins rakamettaða RICH MOISTURE CREAM, eins og blóm síg- ur i sig döggina. Þér munuð gleðjast yfir þessu dósamlega fitu- lausa AVON-kremi og hvernig húð yðar blómstrar við notkun þess. Og eftir að hafa notað RICH MOISTURE CREAM mun það auka vellíðan yðar að nota ROSEMINT FACIAL MASK, — AVON CLEANESING CREAM, - VITA MOIST CREAM, og AVON SKIN LOTION. ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: Regnboginn, Bankastræti, Tíbró, Laugaveg 19, Gyðjan, Laugaveg 25, Orion Kjörgarði, Sópuhúsið, Lækjartorgi, Mirra, Austurstræti, Oculus, Austurstræti, Vesturvæjarapótek. ÚTI A LANDI: Drangey Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi, Verzl Jóns Gíslasonar Ólafsvík, Verzl Einars Guðfinnssonar Bolungarvík, Verzl. Ari Jónsson Patreksfirði, Verzl. Jón S. Bjarnason Bíldudal, Verzl. Straumur Isafirði, Húnakjör Blönduósi, Sauðórkróks Apótek, Verzl Túngata 1, Siglufirði, Verzl. Guðrúnar Rögnvalds Siglufirði, Siglufjarðar Apótek, Rakarastofa Jóns Eðvarðs Jónssonar Akureyri, Stjörnuapótek Akureyri, KEA Akureyri, Verzl Kristjáns Jónssonar Hólmavík, Kaupfélag Þingeyinga Húsavík, Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafirði, Apótek Austurlands Seyðisfirði, Kaupfélag Austur Skaftfellinga Höfn Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, Kaupfélag Arnesinga Selfossi, Verzl. Grein Hveragerði, Silfurbúðin Vest- mannaeyjum, Parísarbúðin Vestmannaeyjum, Verzl Edda Keflavík, Verzl. Halldórs Ingvarssonar Grinda- vík, Verzl Embla Hafnarfirði, Hafnarfjarðar Apótek. ÞURSAR VIÐ STÝRIÐ Einhver frægur sálfræðingur sagði um bílstjóra: Þeir aka eins og þeir lifa og lýsa sjálfum sér í akstrinum betur en í nokkru oðru. Sem sagt; lipurmenni eru aldrei tillitssamari en einmitt við stýrið, en stirðbusarnir verða hreinir tuddar, sem þjösnast á- fram án tillits til annarra vegfar- enda og jafnvel án tillits til laga og reglna. Ég hef mikla tilhneig- ingu til að halda að þessi kenn- ing hafi mikið til síns máls, en sé svo, þá kemur hún upp um held- ur dapurlegar staðreyndir í sam- bandi við skapferli íslendinga. Af þeim einföldu hlutum, sem menn þurfa að læra í daglegu lífi, er fátt auðlærðara en um- ferðarreglurnar í höfuðstaðnum. Enginn sem á annað borð getur tekið bílpróf, er svo þunnur að hann geti ekki í fljótheitum lært þær og skilið. Samt verður ótrú- legur misbrestur á því, að öku- menn fari eftir settum reglum. Og það sem er ótrúlegast af því öllu er, að það eru jafnvel ekki utanbæjarbílstjórarnir sem eru verstir. Það eru atvinnubílstjór- arnir; þeir er þekkja umferðar- reglurnar eins og hendurnar á sér. Það sýnir og sannar, að fá- kunnáttan er ekki orsökin, held- ur þjösnaskapurinn og tillits- leysið. í umferðinni í Reykjavík er ekkert algengara en að sjá leigu- bílstjóra aka á tveim akreinum í senn. Þá er að sjálfsögðu hvor- ugu megin hægt að komast fram- úr þeim. Þessu virðist lögreglan ekki gefa þann gaum sem skyldi og væri ekki vanþörf á, að hún gerði eina rispu á þeim vettvangi- Ég er í vafa um, að þessir stirðu ökumenn geri sér grein fyrir því, hvar þeir eru á götunni. Þeir eru einungis eins og þursar, sem hvorki hugsa um það né annað og hjá sumum þeirra hef ég jafn- vel orðið var við þá skoðun, að þeir megi leyfa sér meira vegna þess að aksturinn sé þeirra at- vinna. Hvað segir lögreglan um það? Hvað á maður að hugsa um at- vinnubílstjóra, sem ekur á vinstri » akrein og beygir svo allt í einu útaf til hægri, þvert yfir hægri akreinina. Stundum jafnvel án þess að gefa stefnuljós. Ég hef orðið vitni að þessu aftur og aft- ur. Eitt er víst: Það er ekki af því að menn viti ekki betur. Af þess- um ástæðum eru allir sífellt í yfirvofandi hættu í umferðinni. Maður veit aldrei, hvað þursarn- ir gera í hugsunarleysi sínu. GS. Einkaumboð: J. P. GUÐJÓNSSON H.F. Sími 1 1 740, Skúlagötu 26 Box 1189.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.