Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 4
Framhaldssagan 38. hluti eftir Serge og Anne Golon Ég hef haft hér gamlan mann, sem var í þjónaliði de Peyrac greifa. Hann segist hafa séð svip hans hér á vissum nóttum. Það er mögulegt. Stundum finn ég hér nærveru einhvers, sem mér er á móti skapi og hrekur mig burt. — Komið fljótt, kæru vinir, hrópaði markgreifinn og þreif undir hönd andstæðings síns. — Við verðum að forðast Bastilluna! Hjálpið mér, hefðarkonur! Vagninn lagði af stað með rykk i sömu andrá og Svissneska varð- liðið ruddist fram til hans. Vagninn þaut niður eftir rue Saint-Honoré. Angelique hafði einskis annars gætt en að hugsa um sár Péguilins, en komst nú að raun um, að hún var í furðulegum stellingum inni í vagn- inum, ásamt de Montespan markgreifa, Mademoiselle de Parajonc og jafnvel þjónsgreyinu, sem hafði orðið orsökin að öllu þessu, en honum hafði verið smeygt hálf meðvitundarlausum inn í vagninn. — Þú verður hengdur á hæsta gálga og sendur svo á galeiðurnar, sagði Péguilin og sparkaði í magann á honum með hælnum. — Og svo sannarlega skal ég ekki láta eina einustu livre í lausnargjald fyrir þig!.... Kæri Pardaillan, ég votta þér mínar innilegustu þakkir. Nú þarf rakarinn minn ekki að taka mér blóð í þessum ársfjórðungi. — En það verður að búa um sárið, sagði markgreifinn. •— Við skul- um koma heim. Ég held að konan min sé heima í dag með vinkonum sínum. Þegar heim kom sá Angelique að eiginkona de Montespan var engin önnur en hin fallega Athenais de Mortemart, fyrrverandi skólasystir Hortense. Mademoiselle de Mortemart hafði gifzt árið 1662. Og siðan hafði hún orðið ennþá fallegri. Hörund hennar var eins og rósablöð, augun blá og hárið gullið og þetta, ásamt hennar góða skapi og miklu kímnigáfu, gerði hana að einni athyglisverðustu konunni við hirðina. Því miður, þótt bæði hún og eiginmaður hennar og þeirra fjölskyldur væxu af gamalgrónum stofni voru þau bæði jafn fátæk. Vegna skulda sinna og skuldheimtumanna gat vesalings Athénais ekki sýnt fegurð sína í því umhverfi sem henni hentaði, og stundum varð hún að sitja heima, þegar hirðdansleikir voru haldnir, vegna þess að hún átti ekki fyrir nýjum fötum. Ibúðin, sem einvígismennirnir frá Tuileries ásamt Angelique og Made- moiselle de Parajonc náðu að lokum, bar merki næstum óhreinnar fá- tæktar, ásamt furðulegum kímni og glæsibrag. Glæsilegir sloppar þöktu rykug húsgögnin. Enginn eldur var kveikt- ur, þrátt fyrir að ennþá var svöl árstíð og Athenais var að berjast við aðstoðarmann gullsmiðsins, sem hafði komið til að sækja fyrirfram- borgun fyrir pöntun á gull- og silfur hálsmeni, sem unga konan ætlaði að bera í fyrsta sinni í Versölum í næstu viku. Monsieur de Montespan tók málið undir eins í sínar hendur og spark- aði honum riddaralega út úr húsinu. Athenais mótmælti. Hún vildi fá hálsmenið sitt. Þessu fylgdu deilur meðan blóð vesalings de Lauzuns sprændi niður á steingólfið. Að lokum tók Madame de Montespan eftir því og kallaði á vinkonu sina Franqoise d’Aubigné, sem hafði komið til að hjálpa henni að taka til í íbúðinni, því þjónustustúlkurnar höfðu gengið burt vegna kaupleysis daginn áður. Ekkja skáldsins Scarron kom í ljós, hin sama og alltaf, I heldur sóðalegum fötum með stór, svört augu og aðsjálnisdrætti í kringum munninn. Angelique hafði á tilfinningunni, að hún hefði, aðeins daginn áður, kvatt hana í muster- inu. Næst sé ég Hortense koma í ljós, hugsaði hún. Hún hjálpaði Frangoise til að bera de Lauzun hertoga, sem nú hafði liðið yfir, upp í sófa. — Eg skal ná í vatn fram í eldhús, sagði Madame Scarron. — Verið svo væn að halda umbúðunum fast við sárið, Madame. Þetta örlitla hik sýndi Angelique, að Madame Scarron þekkti hana. Það skipti ekki máli. Madame Scarron var ein af þessum mönnum, sem sjálf þurfti að hylja hluta af eigin tilveru. Og hvort sem var ætl- aði Angelique fyrr eða síðar að koma beint framan að andlitum liðins tíma. 1 næsta herbergi héldu Montespan hjónin áfram að rífast. — Hvernig gaztu komizt hjá því að þekkja hana....? Þetta er Madame Morens! Þú heyir einvígi fyrir súkkulaðiselju. —- Hún er aðdáanleg... . Og gleymdu þvi ekki að hún er álitin einhver ríkasta konan í París. E'f þetta er í raun og veru hún, harma ég ekki hvað ég gerði. — Þú ert agalegur! — Vina mín, langar þig í hálsmenið eða ekki? — Allt í lagi, sagði Angelique við sjálfa sig. — Ég sé, á hvern hátt ég verð að sýna aðalsfólki þakklæti mitt. Rikuleg gjöf, ef til vill þung pyngja, vel smurð með tillitssemi og kurtelsi. De Lauzun hertogi lyfti augnalokunum. Augu hans horfðu beint á Angelique. — Mi.... mi.... mig er að dreyma, stamaði hann. — Getur þetta verið þér, gamla vinkona? — Það getur.... Það er, sagði hún og brosti. — Andskotakornið, ég bjóst aldrei við að sjá yður aftur, Angelique! Eg hef oft velt því fyrir mér, hvað gæti hafa orðið af yður. — Þér getið hafa velt því fyrir yður, en þér verðið að viðurkenna, að þér reynduð ekki að komast að því. — Satt er Það, vinkona. Ég er eins og hvar annar vesæll hirðmaður. Allir hirðmenn eru heiglar gagnvart þeim sem hafa fallið i ónáð. Hann horfði á föt og skartgripi ungu konunnar. —. Það er svo að sjá, sem allt hafi farið vel. — Það varð að gerast. Nú heiti ég Madame Morens. — Við heilagan Jahve! Ég hef heyrt um yður. Þér seljið súkkulaði, er það ekki? — Ég skemmti mér. Sumt fólk skemmtir sér við stjörnufræði eða heimspeki. Ég, fyrir mitt leyti sel súkkulaði. Og hvað um yður Pégu- ilin? Er ævi yðar alltaf eins? Nær vinátta konungsins ennþá út yfir yður? Andlit Péguilins dökknaði og hann virtist gleyma forvitni sinni. — Ó, kæra vinkona, staða mín er mjög óörugg. Konungurinn heldur, að ég hafi átt Þátt í Spánska bréfinu með de Vardes, þér vitið, bréfinu sem einhvernveginn komst. til drottningarinnar til að gera henni upp- skátt um vináttu eiginmanns hennar og La Valliére.... Ég get ekki eytt þessum grun og hans hágöfgi er afskaplega tillitslaus við mig á köflum!.... En sem betur fer, er Grande Mademoiselle ennþá ást- fangin af mér. — Mademoiselle de Montpensier.... ? —• Já, hvíslaði Pégulin og ranghvolfdi í sér augunum. — Ég held jafnvel að hún muni biðja mín einhvern daginn. — Ó, Péguilin! hrópaði Angelique og rak upp hlátur. — Þér eruð alltaf eins, þér hafið ekki breytzt minnstu vitund. — Þér hafið ekki heldur breytzt. Og þér eruð fögur eins og kona, sem er nývöknuð til lifsins á ný. — Hvað veizt þú um fegurð slíkra kvenna, Péguilin? — Bara það sem kirkjan segir okkur!.... Geislandi líkami!.... Komið hingað, vinkona, svo ég geti kysst yður. Hann tók andlit hennar í báðar hendur sinar og dró hana að sér. — Dauði og djöfull, hrópaði de Montespan frá dyrunum. — Er ekki n,óg að ég spretti upp á yður lærinu, svo að þér getið ekki hlaupið, heldur reynið þér að koma ár yðar fyrir borð í mínu eigin húsi, Pégu- ilin! Bölvaður bjáni var ég að láta yður ekki fara i Bastilluna! 76. KAFLI Eftir þennan fund hitti Angeliquu oft, de Lauzun hertoga og de Montespan markgreifa, i Tuileries og Cours-la-Reine. Þeir kynntu hana svo fyrir vinum sínum. Og smá saman risu gömul andlit upp á ný. Dag nokkurn, þegar hún ók um Cours með Péguilin mættu þau vagni Grande Mademoiselle og það var augljóst, að Grande Mademoiselle þekkti Angelique. Ekkert var sagt. Var það háttvisi eða kæruleysi? Eftir að hafa fyrst reynt að forðast hana, tók Athenais de Montespan allt í einu ástfóstri við hana og bauð henni oft heim. Henni varð ljóst, að súkkulaðiseljan var ekki kjaftamaskína, heldur smekkleg í sam- ræðum og kæn í svörum. Madame Scarron, sem Angelique hitti oft hjá Montespan hjónun- um, kynnti hana fyrir Ninon de Lenclos. Ekki leið á löngu, þar til Angelique var komin á listann yfir þá, sem Mademoiselle de Montpensier leyfði aðgang að Luxemborgargarð- inum. Dag nokkurn, þegar hún kom þangað, opnaði kona dyravarðarins hliðið fyrir henni, þar sem eiginmaður hennar var fjarverandi. Angelique reikaði um fagran garðinn. Fljótlega varð henni ljóst, að þessi staður, sem venjulega var fullur af gáska og gleði, var næstum auður þennan dag. Hún sá aðeins tvo einkennisklædda Þjóna, sem hlupu eins hratt og þeir gátu og skutust inn í runna. Það var allt og sumt. Hún velti Þessu fyrir sér, meðan hún hélt einmanalegri göngu sinni áfram. Þegar hún fór framhjá litlum klettahelli, fannst henni hún heyra eitthvert þrusk, og þegar hún sneri sér við sá hún mannlega veru, sem faldi sig i runna. Þetta hlýtur að vera einhver glæpamaður, hugsaði hún. Einhver af útsendurum Trjábotns, sem ætlar að fara að fremja eitthvert ódæði. Það væri gaman að grípa hann glóðvolgan og halda svolitinn lestur yfir honum á þjófamáli. Bara til að sjá, hvernig hann tæki því. Hún brosti við hugmyndinni. Það var svo sannarlega ekki á hverjum degi, sem pyngjuþjófur á veiðum átti þess kost að standa augliti til auglits við hefðarkonu, sem notaði hið auðþekkta tungumál Nesle turnsins og Faubourg Saint-Denis. Svo get ég gefið honum pyngju mina til að hjálpa honum að ná sér, strákgreyinu! hugsaði hún og hló með sjálfri sér. V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.