Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 5
En þegar hún laumaðist nær sá hún, að maðurinn var ríkmannlega klæddur, þótt föt hans væru auri ötuð. Hann var á hnjánum og lá á öðrum olnboganum í undarlegri stellingu. Allt í einu leit hann tauga- óstyrkur við, og hún sá ekki betur en að hann sperrti eyrun. Hún þekkti að þetta var d’Enghien hertogi, sonur de Condé prins. Hún hafði séð hann, þegar hún gekk um Tuileries eða Cours-la-Reine. Þetta var fal- legur unglingur, en það var sagt að það væri ómögulegt að kenna honum neinar siðareglur og að hann væri talinn mjög óviðráðanlegur. Angelique sá að hann var náfölur með æðisgengið og hræðslulegt augnaráð. Hvað var hann að gera hér? Af hverju var hann að fela sig hér? Hvað óttaðist hann? velti hún fyrir sér og var ekki lengur sjálfsörugg. Eftir örlítið hik hvarf hún hávaðalaust á brott. Hún mætti dyraverð- inum, sem rak upp undrunaróp, þegar hann sá hana. — Ó, Madame! Hvað eruð þér að gera hér? Flýtið yður burt! —■ Hversvegna? Þér vitið mjög vel, að ég er á lista Mademoiselle de Montpensier. Þar að auki hleypti konan yðar mér inn. Dyravörðurinn litaðist flóttalega um. Angelique var alltaf mjög rausn- arleg við hann. —• Ég vona að Madame fyrirgefi mér, hvislaði hann og kom nær. — En konan min veit ekki um leyndarmálið sem ég skal nú trúa yður fyrir. Garðurinn er lokaður fyrir almenningi í dag, því við höfum verið að leita síðan snemma í morgun að hans hágöfgi d’Enghien hertoga, sem heldur að hann sé kanína. Þegar unga konan starði á hann, með stórum, kringlóttum augum, snerti hann enni sitt með einum fingri. — Já, vesalings drengurinn, þetta kemur yfir hann við oð við. Þetta virðist vera sjúkdómur. Þegar hann heldur að hann sé kanina eða akurhæna, óttast hann að verða drepinn og flýr í burt eða fer í felur. Við höfum verið að leita að honum svo klukkustundum skiptir. — Hann er í runnunum skammt frá litla hellinum, ég sá hann. — Drottinn minn! við verðum að segja hans hágöfgi prinsinum það. Ó, þarna er hann. Vagn var að nálgast. De Condé prins rak hausinn út um gluggann. —• Hvað eruð þér að gera hér, Madame? spurði hann reiðilega. Dyravörðurinn flýtti sér að grípa fram í: — Monsigneur, Madame sá hans hágöfgi rétt í þessu skammt frá hellinum. —• Aha! Gott. Opnið fyrir mér. Hjálpið mér. Hjálpið mér niður! Hafið ekki svona hátt, svo þér hræðið hann ekki. Þér þarna, farið og náið í yfirherbergisþjóninn hans, og þér, farið og safnið saman öllum mönn- um sem þér getið fundið og setjið þá við hliðin.... Nokkrum andartökum seinna heyrði Angelique skrjáf í runnunum og svo hratt hlaupandi fótatak. D’Enghien kom í ljós og þaut framhjá á fullri íerð. En tveimur þjónum í eftirför hans heppnaðist að ná hon- um og halda honum föstum. Hann var þegar í stað umkringdur og yfir- bugaður. Yfirherbergisþjónninn hans talaði bliðlega við hann: —■ Enginn mun gera yður mein, Monsigneur.. .. Enginn mun drepa yður, Monsigneur. . . . Enginn mun loka yður inni í klefa, Monsigneur .... Við munum sleppa yður rétt strax aftur og þér getið hlaupið yfir akrana á ný.... D’Enghien hertogi var öskugrár. Hann sagði ekkert, en úr augum hans skein ótti og spurn ofsóttrar skepnu. Faðir hans nálgaðist hann. Ungi maðurinn barðist ákaflega um, en sagði ennþá ekki neitt. —■ Farið með hann burt, sagði de Condé prins. — Sendið eftir lækn- inum hans. Látið taka honum blóð, en þó framar öllu gætið þess að hann sé bundinn. Mig langar ekki að endurtaka þennan leik aftur í kvöld. Ég skal lúberja hvern þann sem lætur hann sleppa á ný. Hópurinn hvarf burt. Prinsinn kom aftur til Angelique sem hafði orðið vitni að þessum dapurlega atburði. Það snerti hana inn að hjarta- rótum og hún var næstum eins föl og vesalings veiki maðurinn. De Condé tók sér stöðu fyrir framan hana og festi á hana hvasst augnaráðið. — Jæja, sagði hann. — Sáuð þér hann? Hann er stórkostlegur er það ekki? Afkomandi de Condé, afkomandi Montmorenays. Langafi hans var brjálæðingur og amma hans var vitskert. Ég varð að giftast dótturinni. Þegar við giftumst, var hún þegar byrjuð að reyta af sér hárið, eitt og eitt, með háratöng. Ég vissi, að það myndi koma niður á niðjum mínum, en ég varð að giftast henni fyrir því. Það var skip- un Lúðvíks konungs XIII. Og þar sáuð Þér son minn! Stundum heldur hann að hann sé hundur, og á fullt í fangi með að gelta ekki framan í kónginn. Bða hann heldur að hann sé leðurblaka og óttast að reka sig í þiljur herbergisins. Hér um daginn fann hann að hann var að breytast i plöntu, og þjónar hans urðu að vökva hann. Finnst yður þetta ekki sniðugt? Af hverju hlægið þér ekki? — Monsigneur.... Hvernig getur yður dottið í hug að mig langi til að hlægja?.... Ég veit að vísu, að þér þekkið mig ekki.... Hann greip fram í fyrir henni og skyndilegt bros færðist yfir þung- búið andlit hans: —• Víst! Víst geri ég það! Ég þekki yður vel, Madame Morens. Ég hef séð yður hjá Ninon og viðar. Þér eruð kát eins og ung stúlka, falleg eins og kurtisane, og þér hafið milt hjarta móðurinnar. Þar að auki gruna ég yður um að vera einhver snjallasta konan í konungdæm- inu. En þér látið það ekki uppi, þvi þér eruð of kæn og vitið að karl- menn eru hræddir við gáfaðar og menntaðar konur. Angelique brosti hissa á þessari óvæntu yfirlýsingu. —• Þér sláið mér gullhamra, Monsigneur.... Og mér þætti gaman að vita, hver hefur gefið yður þessar upplýsingar um mig. — Það þarf enginn að gefa mér upplýsingar, sagði hann á hinn snögga og ákveðna hátt sem einkennir hermenn: •—• Ég hef tekið eftir yður. Hafið Þér ekki veitt því athygli, hve oft ég hefi horft á yður? Ég held, að Þér séuð dálítið hrædd við mig. Og þó, þó eruð þér ekki feimin.... Angelique lyfti augum sinum gegn sigurvegaranum frá Lens og Rocroi. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem hún hafði litið þannig upp á hann. En prinsinn átti ekki minnstu minningu í sambandi við litlu, gráu hryggðarmyndina, sem hafði staðið fyrir framan hann og hann hafði sagt við: — Þegar þér eruð orðin fullorðin, stúlka mín, þori ég að veðja, að ýmsir vildu heldur hafa verið hengdir, en að hafa hitt yður! Hún hafði alltaf talið sér trú um, að hún hefði andstyggð á de Condé prinsi, og hún varð að berjast á móti samúðartilfinningunni og skiln- ingnum, sem reis á milli þeirra. Lét hann ekki njósna um hana árum saman, hana og eiginmann hennar? Var ekki brytinn Clément Tonnel á hans snærum? Hafði hann ekki erft eignir Joffrey de Peyrac? Ange- lique hafði lengi velt því fyrir sér, hvernig hún gæti komizt að því hvaða þátt de Condé prins ætti í raunarsögu hennar. örlögin voru henni undarlega hliðholl. —■ Þér hafið ekki svarað, sagði prinsinn. — Er það þá satt, að ég skelfi yður? — Nei! En ég finn mig alls óverðuga þess að ræða við yður, Mon- seigneur. Frægð yðar.... — Hah! Frægð mín •— þér eruð allt of ung til að vita nokkuð um hana. Vopn mín eru rykfallin, og ef hans hágöfgi ákveður ekki að gefa þessum hollenzku og ensku þorpurum ráðningu, á ég á hættu að deyja í rúminu mínu. Og hvað samræðulistina snertir, hefur Ninon de Lenclos sagt mér hundrað sinnum, að orð séu ekki kúlur til að skjóta í kvið andstæðingsins, og hún heldur því jafnfram til streitu, að það sé lexía, sem ég hef ekki ennþá lært. Ha, ha, hah! Hann rak upp háværan hlátur og tók kæruleysislega undir handlegg hennar. — Komið. Vagninn minn bíður fyrir utan, en þegar ég geng, neyðist ég til að halla mér að misk- unnsömum handlegg. Þetta hef ég upp úr frægðinni. Gigt, sem ég fékk af þvi að ösla yfir fen og flóa og kemur mér til að draga á eftir mér fæturna eins og gamall maður. Að visu er þetta ekki nema suma daga. Viljið þér halda mér félagsskap? Nærvera yðar sýnist mér það eina bærilega eftir þennan þjáningarfulla dag. Hafið þér komið til heimilis míns, Hötel de Beautreillis. Hjartað barðist i brjósti Angelique þegar hún svaraði: — Nei, Monseigneur. — Það er sagt að það sé fallegasta byggingin, sem gamli Mansard skildi eftir sig. Persónulega er ég lítið hrifin af að búa þar, en ég veit að allar konur falla í stafi yfir fegurð hússins. Komið og lítið á það. Þótt Angelique væri það þvert um geð, naut hún Þess að sitja í vagni prinsins, vagninum sem allir vegfarendur dáðust að á götunni. Henni kom á óvart sú athygli sem félagi hennar sýndi henni. Al- mannarómur sagði, að síðan vinkona de Condé prins, Marthe du Vigean gekk í Karmelita regluna í Faubourg Saint-Jacques, sýndi hann konum ekki þá tillitssemi sem aðalsmenn Frakklands yfirleitt gerðu. Allt sem hann fór fram á, var eingöngu líkamleg ánægja, og nú um nokkurt árabil hafði hann aðeins staðið í mjög skammvinnum samböndum við konur af mjög lágum stigum. Að þessu sinni virtist de Condé prins hinsvegar leggja að sér að falla félaga sínum í geð. Vagninn beygði inn í húsagarðinn við Hótel de Beutreillis. Angelique gekk upp á marmarasvalirnar. Hvert smáatriði í þessu bjarta og samræmisfulla húsi minnti hana á Joffrey de Peyrac. Hann hafði óskað þess, að allar linurnar væru eins mjúkar og viðkvæmar og ungur vinviður. Hann hafði sagt fyrir um myndirnar í smíðajárns- svölunum, og hann hafði sagt fyrir um hvernig ætti að skera út ramm- ana, sem voru umhverfis háu gluggana, marmarafletina og speglana. Hann hafði sagt fyrir um stytturnar og lágmyndirnar, steindýrin og fuglana, sjálfsagða eins og góða anda hamingjusams heimilis. — Þér segið ekkert, sagði de Condé prins undrandi eftir að þau höfðu farið í gegnum móttökuherbergin. — Venjulega reka gestir mínir upp hljóð eins og páfagaukar. Geðjast yður ekki að húsinu? Þér eruð sögð vita heilmikið um híbýlaprýði. Þau voru i lítilli setustofu með bláum satínveggtjöldum, bróderuðum með gulli. Smíðajárnsskermur með fögru mynztri aðskildi þau frá löngum svölum sem sneru út að garðinum. Fjarst i herberginu var arinn, sem tvö útskorin ljón héldu utan um, og yfir eldstæðinu var nýtt brotsár. Angelique lyfti handleggnum og lagði höndina yfir það. — Hversvegna hefur þessi skreyting verið brotin? spurði hún. — Þetta er ekki það fyrsta, sem ég sé að hefur verið brotið. Jafnvel af gluggum þessarar setustofu hefur sama mynztur verið eyðilagt. Það færðist ský yfir andlit. hans hágöfgi. — Þetta var skjaldarmerki fyrrverandi eiganda hússins. Ég lét brjóta það af. Einhverntíman læt ég gera við þau. Þó andskotinn megi vita hvenær!.... Ég vil heldur eyða peningunum mínum í að ganga frá sveitahúsinu mínu í Chantilly. Angelique hélt stöðugt um skaddað skjaldarmerkið. —• Af hverju létuð þér þau ekki eiga sig eins og þau voru? — Skjaldarmerki þessa manns voru mér á móti skapi. Þetta var bölvaður maður! — Bölvaður maður? bergmálaði hún. — Já. Aðalsmaður sem framleiddi gull eftir leyndum aðferðum, sem djöfullinn hafði kennt honum. Hann var brenndur á báli og konung- urinn gaf mér eignir hans. Ég er ekki viss um að hans hágöfgi hafi verið að reyna að færa mér óheill með þessari gjöf. Angelique gekk yfir að glugganum og horfði út. — Þekktuð þér hann, Monseigneur? — Hvern? Aðalsmanninn?... . Nei, og guði sé lof. — Ég held að ég muni eftir þessu máli, sagði hún, skelfd við eigin dirfsku. Var hann ekki frá Toulouse, — Monsieur de Peyrac? -— Jú, einmitt, samþykkti hann kæruleysislega. Hún renndi tungunni yfir þurrar varirnar. — Var ekki sagt, að hann hafi fyrst og fremst verið dæmdur vegna þess að hann hafi vitað eitthvert hættulegt leyndarmál um Monsieur Fouquet, sem var mjög valdamikill maður á þeim tíma? — Það er mögulegt. Monsieur Fouquet áleit sjálfan sig langa lengi konung Frakklands. Hann var nógu ríkur til þess. Hann lét margt fólk gera allskonar bjánalega hluti. Mig til dæmis. Ha! Ha! Ha!.... Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.