Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 9
ítalski bílateiknarinn Pininfarina hefur teiknað og látið smíða sér- stakan „öryggisbíl", þar sem reynt er á allan hugsanlegan hátt að vernda líf og limi ökumanns og farþega, ef slys ber að höndum. Þar er að sjálfsögðu öryggisbelti, sérstaklega bólstrað mælaborð, skál- arstýri og rafknúnar rennihurðir, sem ekki opnast út eins og venju- lega, heldur er þeim skotið aftur með hlið bílsins. Þær eiga að hindra að farþegar kastist út í árekstri eins og oft mun koma fyrir og veldur þá miklum meiðslum. Mercury Park Lane Mercury er að vísu ekki flaggskip Ford-flotans, en mikið herskip engu að siður og annar í röðinni að virðingu og verði. í fyrra kom Mercury í 35 ára afmælisútgáfu með einskonar Thunderbird-lagi, sem liklega hefur ekki þótt sem bezt, því nú kemur hann gerbreyttur; senni- lega mest breyttur af öllum Ford-bílum. Hann er afar kantaður, hliðarn- ar næstum alveg sléttar, bakrúðan afturhöll og lengdin er hvorki meira né minna en 5,55 m. Mercury er einn allra stærsti fólksbíllinn. Hann er búinn öllum hugsanlegum lúxus og standardorka vélarinnar er 300 hestöfl. Verksmiðjan gefur ekki upp viðbragðsflýti eða hámarks- hraða. Umboð; Sveinn Egilsson h.f. og Kr. Kristjánsson. Verð: 480 þús. Fiat 2300 - sérúfgáfa ítalir eru frægir fyrir formskyn og eiga nokkra snjöllustu bílateikn- ara heimsins. Pininfarina er liklega frægastur þeirra, en hann á mik- inn þátt í því að hreinsa allt krumsprang og pírumpár. Þessi sérút- gáfa af Fiat 2300, sem hann hefur teiknað, er mjög einkennandi fyrir stíl hans: Bæði aftur og framendarnir ná nokkuð langt út fyrir hjólin, hliðarnar alveg sléttar og vel skorið út fyrir hjólunum. í stað þess að hafa blíinn alveg opinn, hefur Pininfarina afturrúðu og líkt og part af þakinu. Framrúðan kemur í veg fyrir að vindur standi í þetta, en áhrifin að aka í honum eiga að vera þau sömu og hann væri alveg opinn. Svo er með lítilli fyrirhöfn hægt að smella á hann þaki. BAD - parl að vera meira en að þvo líkamann Næsta bað þarf að vera BADEDAS - vltamlnbaO NOTIÐ BADEDAS ævinlega án sápu. BADEDAS vítamínbaðefni er þekktasta baöefni Evrópu í dag. BADEDAS verksmiöjurnar selja þetta undrabaöefni til 59 landa og alltaf fjölgar aðdáendum þess. REYNIÐ BADEDAS vítamin- iö og áhrif þess á líkam- ann — EFTIR aö hafa einu sinni reynt þaö munið þér ávallt óska aö hafa BADEDAS við hendina. badedas HEILDSÖLUBIRGÐIR: H. A. T U L I N I U S VIKAN 9. tbl. Q HeilMgði Hreinlæti Vellíðan

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.