Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 12
flTTflBflRNI NGUR ÞRASI VAR AÐ SUNNAN, ÞREM ARUM YNGRI EN ÉG OG ÉG HAFÐI ORÐIÐ FYRIR MIKLUM VONBRIGÐUM MEÐ HANN. MÉR FANNST HANN ÓUMRÆÐILEGA HEIMSKUR. EFTIR SIGURÐ HALLDÓRS90N TEIKNING HALLDÓR PÉTURSSON Heiman frá bænum sýndist hann ósköp lítill svarðarstakkurinn, sem ég liafði hlað- ið um morguninn. Ég var þó ekki svo lítið montinn af honum, þegar við fórum heim i mat, ekki sízt vegna þess, að Jói frændi sagði um léið og hann kom upp úr svarð- argröfinni: — Þú stakkar bara laglega, strákur. Pabbi kom á efíir Jóa upp úr gröfinni, gekk að þúfunni, þar sem treyjan hans og hatturinn lágu. Hann fór i treyjuna, liorfði litla hríð á svarðarstakkinn á grafarbakk- anum, en sagði ekki neitt. Síðan lét hann á sig hattinn og við gengum af stað heim mýrina. Við fengum saltkjöt og baunir og þegar búið var að borða lögðu þeir pabbi og Jói sig útaf, en ég settist út i hlaðvarpa og tálgaði spýtu. Ég hafði fengið biöðrur í lófana af kvisl- arskaftinu. Mér fannst það dálítið karlmann- legt og vonaði, að þarna kæmi sigg, þegar frá liði. Þrasi flatmagaði á grasi vöxnu fjósþakinu í innilegu samfélagi við grábröndóttan fresskött. Þrasi var úr Reykjavik og hafði komið með Esjunni fyrir skemmstu. Hann átti að vera hjá okkur um sumarið. Hann var níu ára, eða þrem árum yngri en'ég, og ég hafði orðið fyrir stórum vonbrigðum með hann sém leikfélaga. Mér fannst hann óumræði- lega heimskur. Hann meig undir og gerði auk þess stundum i buxurnar og var ekki ætlað ann- að verk, en að reka kýrnar frain fyrir túnið og sækja þær á kvöldin, ef þær voru ekki langt undan. Fyrstu kvöldin varð ég að fara með hon- um, þvi liánn var. lafhræddur við kálfinn, sem hann uppástóð, að væri mannillur. Ég reyndi heldur ekkert að fá hann ofan af þeirri skoðun, þó að það kostaði mig auka- snúningana. Einhvcrn veginn rjátlaðist þetta þó af honum. En við köttinn hafði hann tekið ástfóstri frá þvi fyrsta. Á andlitinu á Þrasa var eitthvert stirðn- að þrjóskuglott, sem aldrei hvarf citt augna- blik, ekki einu sinni þcgar liann svaf, eins og það væri limt á smettið á honum. Af svip hans varð ekkert ráðið, hvað hon- um leið undir glottinu. Hann var mórauður, horaður og vamh- mikill, með þvalar sinaberar hendur eins og gömul kerling. Neglurnar nagaði hann upp í kviku. Mamma sagði, að hann hefði fitnað siðan liann kom. Hann hét raunar Þröstur og allir kölluðu hanri þvi nafni, nema ég. En þessi Þrasa- nafngift voru lika einu afskipti min af hon- um, sem mér fannst foreldrar minir ekki hafa auga með. Einu sinni, þegar enginu vissi, að ég væri á næstu grösum, en fullorðna fólkið fékk sér kaffisopa inni í eldhúsi, þvi einliver var kominn af næstu bæjum, lieyrði ég það segja, að mamma lians væri i ástandinu og pabbi hans á letigarðinum. Þegar ég kom inn þraut það umræðuefni og tal um tíðarfarið hófst eftir dálitla þögn. Þcgar pabbi og Jói komu út aftur, var pabbi með pottflösku í hendinni fulla af sýrudrukk. Hann var að glaðna til og það leit út fyrir, að heitt yrði, þegar liði á dag- inn. Þrasi pantaði strax að bera flöskuna, hann ætlaði fram í Svörð. Ég gekk á milli fullorðnu mannanna fram mýrina og spýtti niður i elftinguna eins og Jói, Þrasi vafraði á eftir og ég sá, að hann var að laumast til að bragða á inni- haldi flöskunnar. — Ef þessar svarðargrafir væru allar orðnar að skurðum hér i mýrinni, væri hún skráþurr fyrir löngu, sagði pabbi þegar við komum fram eftir. —• Já, það er nú áreiðanlégt, sagði Jói og fékk sér i nefið, léÞglasið siðan í vasa sinn, þvi pabbi kunni ekki að brúka tóbak. Þarna hafði lengi verið tekinn upp svörð- ur. Grafirnar voru samfelldar og eins og skeifuinynduð lægð i landið, orðnar grunn- ar og löngu upp grónar í elzta hlutanum með signum bökkum. í yngri hlutanum voru bakkarnir brattir og ósignir og rastahaug- arnir ofan af ógrónir. Fyrir neðan grafirnar hallaði landinu niður að sjónum. Þar var svörðurinn þurrkaður, því þar var allt skrá- þurrt. Þar voru svarðarhlaðátættur á víð og dreif, enda var þarna tekinn upp svörð- ur frá mörguin bæjum. Þetta var lika ein 12 VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.