Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 15

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 15
komið niður i milljón eint., eða minna en það sem Daily Herald var prentað i, síðustu dagana fyrir andlátið. Daily Herald var einasta málgagn Labour- flokksins, en Sólin átti að taka við af því, var prentað i sömu prentsmiðju og með söniu starfs- kröftum. En Sólin þorði samt ekki að koma opinberlega fram sem málgagn Labour-flokksins, en var i þess stað kallað óháð blað. Blöð sósíaldemokrata hafa ávallt átt erfitt uppdráttar i Bretlandi. „The Sun“ flýtur samt ennþá, en það er einungis þvi að þakka, að Cecil King greiðir hallann með hagnaðinum af Daily Mirr- or, sem hann er lika eigandi að. En keppinautarnir í Fleet Street eru ekki lengur hræddir við Sólina. Útkoma hennar skaut á frest hækkun blaðanna í út- sölu, sem lengi hafði verið gert ráð fyrir. Menn þorðu ekki að hækka útsöluverðið af ótta við nýja keppinautinn. Nú liafa hin blöðin hækkað verðið úr 3 i 4 pence — nema The Sun. Þag- ar nýi 15% pappírstollurinn gengur i gildi, er álitið að papp- írinn verði svo dýr að blöðin verði að hækka útsöluverðið í 6 pence (3 kr.). FLUGVÉLABÍÓ Síðan 1961 liefur bandaríska flugfélagið Trans World Airlines sýnt kvikmyndir í flugvélum sínum á innanlandsleiðum. Til- raunin tókst svo vel og varð svo vinsæl, að öll önnur banda- risk flugfélög ætla nú að taka þetta upp hið fyrsta. .Bæði TWA og Pan American sýna nú kvik- myndir reglulega, einnig i milli- landavélum. Það er orðið venju- legt að segja: „Myndin, sem ég sá yfir Atlantshafinu." Á bak við þessa nýbreytni ligg- ur auðvitað samkeppni milli félaganna um farþegana. Með þvi að sýna kvikmyndir reyna þau að draga til sín nýja við- skiptavini. 85% af íbúum Banda- ríkjanna hafa aldrei flogið. Það er nú orðið algengt að þegar farþegar kaupa flugfar, spyrji þeir hvaða mynd verði sýnd á f’uginu. Það hefur lika kom- ið fyrir, að flugvélar hafi verið fljótari i ferðum en áætlað er vegna meðvinda, en farþegarn- ir hafa þá setið kyrrir i vélinni til að sjá alla kvikmyndina. Flugbíóin eru dýr í rekstri. American Airlines hafa lagt yfir 100 milljón krónur í að koma tækjunum fyrir i sínum 47 þotum. Reksturskostnaður er áætlaður um 50 millj. króna á ári. Vegna samkeppninnar við sjónvarpið, er aðeins hægt að sýna nýjar myndir, og sumar myndir eru alveg bannaðar, eins og t. d. myndir sem sýna flug- slys. Myndin er á mjófilmu og sýningartækin efst uppi undir loftinu i vélinni. Hljómurinn er fluttur til farþeganna með heyrn- artækjum. í Bandaríkjunum hafa tvö félög gengið feti lengra og sett litla sjónvarpsskerma í stól- bökin, svo að farþegarnir geti valið um stöð eftir eigin geð- þótta, séð kvikmynd eða hlustað á tónlist. Önnur flugfélög hafa það í athugun að láta listamenn skemmta farþegunum á flugi. Bingo og skutlukeppni hefur líka komið til mála að hafa. SAS álitur að kvikmyndirnar séu ekki æskilegar i vélar. Þar er sagt að vélarnar eigi ekki að vera leikstofur, þar sem farþegar hafi allskonar leiktæki handa sér. „Þeir eigi að éta og sofa“, segja forstöðumenn SAS þurr- lega. in um afnám dauðarefsingar kemur fljótlega til endanlegrar afgreiðslu i þinginu, og allt bend- ir á að fáir verði til mótmæla. Afnám dauðarefsingar þýðir, að nokkur hópur virðulegra borgara þarf að fara að líta í kring um sig eftir annarri auka- vinnu. Um það bil 60 manns sækja nefnilega um það á ári hverju að gerast böðlar í auka- vinnu. Greiðsla fyrir hverja af- töku er um 2000 isl. kr. en við- skiptavinirnir eru ekki það margir, að enginn böðull hefur haft það að aðalstarfi á vorum tímum. Jobbið er algjört frí- stundadútl. Innanríkisráðuneytið gefur engar upplýsingar um nöfn böðl- anna, heimilisfang, né birtir af þeim myndir. En það er opin- bert leyndarmál að yfirböðull- inn heitir Henry Allen og er kráreigandi í Veiðimanninum í Middleton i Manchester. Allen, sem er 53 ára gamall, hefur svo aðstoðað við ráðningu aðstoðar- manna sinna eftir þörfum. Vafa- laust gæti Ailen sagt kráargest- um ýmsar sögur úr starfinu, en gerir það ekki. Hann er bundinn þagnarskyldu. Sennilegt er að Henry Allen verði síðasti böðull Englands, og að hann þurfi að fara að líta i kring um sig eftir annarri tóm- stundavinnu. Síðasta aftakan, sem hann framkvæmdi, var þann 13. ágúst s. 1. þegar liann tók nafna sinn Peter Allen af lífi i Waltonfangelsinu i Liverpool, fyrir ránmorð vörubílstjóra. Sama dag var „samverkamaður“ hans, Gwynne Evans hengdur í ríkisfangelsinu í Manchester, en þeirri athöfn stjórnaði undir- maður Harry Allens. lífi, eins og Hindúar temja sér. Sjálfsafneitun hans og ein- faldir lifnaðarhættir eru ótrú- legir. Hann er feiminn, hrein- skilinn, hæverskur. Hann ber gandhi-liettuna sína hæversklega og án nokkurs skrauts. Hann er grænmetisæta, drekkur ekki, reykir ekki. í hádegisverð borð- ar hann appelsínusafa og hand- fylli af möndlum. Hann er horf- inn i skugganum af Nehru. En í kjarnorkumálinu fékk þessi „Litli smali“, eins og hann er oft nefndur, tækifæri til að sýna að hann stendur við það sem hann segir. „Hvað eigum við að gera við kjarnasprengjur? Við eigum ekki einu sinni lang- fleygar flugvélar, sem geta flutt þær á staðinn.“ Indland hefur aðra höfuðverki en kjarna- sprengjur. Þrjú hundruð millj- ónir lifa þar í dag við sultar- kjör. Á hverju ári fæðast 9 millj- ónir barna. En Lal Bahadur Shastri er varla maðurinn til að rétta landið úr kútnum. Ursula Andress og Ian Fleming. NÆTURKLÚBBUR í PARÍS HEITIR: „AGENT 007“ Jafnvel eftir dauða höfundar- ins, verður ekkert lát á pening- unum, sem streyma inn til stofn- unarinnar, sem ber heiti hans: Ian Fleming. Hetjurnar i bók- um lians, ataðar blóði og brenni- víni, eru ennþá fyrirtaks verzl- unarvara, ekki síður en sköp- unarverk Walt Disney. Nafn James Bond er aðalhlutinn í auglýsingum, sem kosta millj- arða króna um allan lieim, þar á meðal snyrtivörur, fatnaður, skór, golfkúlur, klukkur, vin- tegundir og barnabyssur. Samn- ingar hafa þegar verið undir- ritaðir, sem á fyrsta ári eiga að gefa fyrirtækinu yfir 650 milljónir króna í tekjur, þar á meðal eru kvikmyndaréttur á þeim sögum, sem ekki hafa enn- þá verið kvikmyndaðar. Allir samningar, sem gerðir eru undir þessu nafni, eru gerð- ir af „Merwin Brodie and Asso- ciates“ Hyde Park Place 1, Lon- don. Síðustu samningar fyrirtæk- isins eru um næturklúbb nálægt sigurboganum í Paris, sem á að heita „Agent 007“. Staðurinn verður opnaður núna i febrúar, og verður einkennileg samblanda af brezkri krá og Parísarnætur- klúbbi. Meðal annarra tækja á staðnum verða fjarstýrðar ljós- mynda- og kvikmyndavélar, lasergeislar, segulbandstæki, tal- símar og sjónvarpsmóttökutæki. í herbergi við hliðina á klúbbn- um verður stöðug sýning á ýms- um hlutum, sem við koma James Bond, eins og James Bond föt, hálsbindi, náttföt og nærföt — og auðvitað allt á mjög vægu verði, fullyrða eigendurnir. VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.