Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 18
1858 urðu Bárðdælingar á leið til Ak- ureyrar með sláturfé, að skera það allt í Fnjóskadal, því þeir komust hvorki fram né aftur fyrir ófærð. Sem dæmi upp á það, hve sviftinga- samt rokið var má nefna að á Barða- strönd tók ein sviptíngin miðbik úr vel frá gengnu heyi, en skildi báða enda eftir heila, og var því líkast að heyið hefði verið skorið. \ . ■ 11I m3£f* w. I: : f - X ' - . . ' ' ' : » , J ..... ~ , * *•* * * ' *\ .í •■•; M.fe: j IV :V •:’• : * / . ■ ./ 4 ’• /• ;ii. , •:’■ •-• •■'•••: <- wmmsm i »' f’: x.. f.v." mmm •,.yx>' <■ -v.'> * SSíffi • ■ /;■•■• ._:• • ... •. PpSSiipíiSl ; ■■■:■. ' > /'< ' 'V á* '■,'rf H ■' • •;.. wmsmmMÉm ■i.i: •■’ • - , . - ■■ffj ■ J v:,-x:>:ö::::>: :•;•..•:,; • '■■ • I Mw r:%v^í::>!‘ira*ííxKPÍíW| < ■'•. r- , > # : : .................................................................................................... : IÉIÉI1 J,.-. iilill /V'X? ',SV' \ 'V ::■■:■:■ VV ♦•• f V '<> >■; ' , , í>, •: > :: • • M ./•;>'• ^" iH 'V . V-"1'" ' >•<?," > J ?;■ - ;> >//'//''y'-'fíf </%+/', Wm •: í * fí-'sfs +tpfst4*: ' ,■'■>•> > /// ' •' • V- '*■ '-/■■•. Íiií >j*í'p’&v ■ < • ,,■■.■■ ...... ; : .'•■■■’• : : . ' ■ ” ' ' ' '< V v/'.'í t < ,'<•< A'% '>.v m ,\ s H's 'vSi K '+v-> tG* /vl::-;■>;: ■ ' '>«■ " Æ ' '. -MwXU' mm&mmsm pq&Sr'-'' ',1f*/oS' •'. * ■■'* ■' .:. :•■ Xv ‘‘S’ti < >.">'i\'/í> V'. <.>»..,, -,' í v-,' ^ '"x ' -■ 1W 's Í»J§1 Ví> - ÉlÉÉiMMÉÉÉÉM .■:■/.■:■;/.</■: mmmm Veggir, þll og harðir vellir þversprung rilr a! frostuml úti sunnanlands. 1772 brotnuðu 120 skip, hjallar og hús í ofsa- veðrum, en í nóvember stóð þriggja sólarhringa stórhríð ón uppihalds um land allt. Þó féll snjóskriða ó tvo baei ó Lótraströnd. Komust allir af á öðrum, en í hinum bænum, Miðhúsum, voru 9 manns sofandi, þegar flóðið skall ó. Fjórum dögum síðar kom fólk af næsta bæ, bara í venjulegu heimsóknarskyni, og þótti aðkoman heldur ill, enginn bær en allt ó kafi í snjóhroða. En er upp var grafið, kom ó daginn að 5 fullorðið hafði lótið lífið, en tvennt fullorðið og tvö börn, fjög- urra og fimm óra, lifðu af. Og allt ló þetta mannsbert í snjónum, því fólk klæddi sig ekki ofan í rúm- in á þeirri tíð. f Miðgerði í Laufós- sókn tók af einn bæ með fjórum íbúum. Birna ein heimsótti landið með húna sína 1773. Og hið síð- asta ór þessa hörkukafla, 1774, féllu 60 manns í Norður-Múlasýslu. AFTUR KOM hörkuhrota og nú löng, fró 1777 til aldamóta með undantekningu af 6 órum, sem öll komu samstæð — '86—'87, '93—'94, '96—'97 — og 1800 mó einnig telj- ast með skórri órunum. Harðindin lýstu sér eins og áður: Snjór, frost, illviðri, fóðurleysi, fjárfellir, matar- leysi, mannskæðar pestir, mann- dauði, uppflos, flakk, vergangur, betl, þjófnaður, rán — og svo fram- vegis. 1779 gekk sjór svo á land við Eyrarbakka, að bátar voru ekki óhultir á túnunum þar fyrir ofan, og þegar slotaði, fannst væn keila, sem hafði í útfallinu rekið sig á kálgarðsvegg innanverðan og orðið þar strandaglópur. Annars var fiskileysi þetta árið. 1781 féllu í Snæfellsnessýslu, sem þó var alla jafnan gripafá, vegna þess að þar var mest stundaður sjávarútvegur, 260 kýr, 5355 fjár og 334 hestar, en 43 skip og bátar skemmdust eða eyðilögðust. Ve'urinn 1780— 1781 dóu 926 fleiri í Skálholts- stifti en fæddust. 1783 leit út fyrir, að hver einasta skepna landsmanna yrði hungurmorða, en þá létti í marz svo náði til jarðar, og skrimti svo peningur að því sinni, en bein- magur og nytjalaus. Þetta sumar hófust Skaftáreldar og Móðuharð- indi, sem nú eru yfirleitt kölluð Móðurharðindi. 1784 kom auk þess veiki í búpeninginn og jók það enn á hallærið, og lögðust í Hóla- biskupsdæmi 315 jarðir í eyði, 2145 dóu úr kröm og hungri, en alls fækkaði íbúum biskupsdæmisins um 3327. Meira að segja sá á prest- um og beztu bændum. Allt var étið: Horn, bein, hurðir; jafnvel hundar og úldin hræ, en sums staðar dó allt fullorðið frá börnunum, eða allir íbúar bæjanna sáluðust og fundust ekki fyrr en seinna. 1785 var kallaður Stúfur á Suðurlandi,- enda var hann verstur þar og stýfði margt. í sóknum, þar sem venju- lega dóu 20 á ári, hrundu nú 200. Þetta ár dóu [ Skálholtsbiskups- dæmi 3770 fleiri en fæddust, en 1277 í Hólabiskupsdæmi, og þar af var talið að 832 hefðu beinlínis orðið hungurmorða. 1783—84 var talið, að fallið hefði 53% af öll- um nautgripum landsmanna, en 82% sauðfjár — 94% sauðfjár í Skaftafells- og Múlasýslum. 1788 lá við að Vopnafjörður færi í eyði. Vopnfirðingur einn, sem um haust- ið átti 17 hesta, hélt einum horuð- um um vorið, en presturinn á Sval- barði lifði tvær vikur á skelfiski einum matar. 1791 er svo sagt frá furðulega líku atviki og árið 1336, sem sagt var frá í fyrstu grein- inni um fimbulvetur og fellisár, að Skarðskirkju á Landi fennti svo á kaf, að þrjár mannhæðir voru ofan gegnum snjóinn niður á kirkjuna og sliguðust í henni þrjár sperrur. Hún var talin vænt hús og galla- laust, en þó segja heimildir, að hún hefði brotnað í spón, hefði ekki verið safnað liði og mokað frá henni í flýti. Það myndi svo sem ekki vekja tiltakanlega furðu, þótt tilviljun hagaði sér þannig með kirkjugreyið tvisvar á sama hátt með hálfrar fimmtu aldar millibili, ef þess væri ekki getið í sama orð- inu, að rammbyggður bær á Stað- arfelli í Dölum hafi allur brotnað af snjóþyngslum í sama sinn, en það fylgdi einmitt kaffæringu Skarðs 1336. Mér þykir skrýtið, ef ekki hafa einhverjir fræðimenn kynnt sér þetta mál rækilega og komið fram með óhrekjandi kenn- ingu, sem er hin eina rétta, eins og hver viti borin manneskja getur berlega séð — en mér er ekki kunn- ugt um það. 1792 var bjarndýr skotið á Látraströnd án þess að hafa nokkuð af sér gert, og annað að verðleikum í Fljótum; það hafði laumazt í fjárhús og stolið sauð- kind. Gengið var á ísi milli allra eyja fyrir Seltjarnarnesi, og frá Við- ey beina sjólínu á Hof á Kjalar- nesi og hvar sem var yfir Hval- fjörð. Feita hesta og sauðfé kól á fótum, en veggir, þil og harðir vellir þversprungu af frostum. 1795 sáluðust 15 eða 16 þúsund ung- lamba fyrir norðan og austan land af vorkuldum, og sama ár eyði- lögðu skriðuföll Lönguhlíð í Hörgár- dal og drápu 2 menn, 9 nautgripi og 20 kindur. 1798 var mikill felli- vetur, kannski í og með vegna þess, að veturinn áður var svo bliður, að gemlingar lærðu ekki átið, og kunnu nú ekki að gera sér mat úr því, sem borið var á garðann. j ofanverðum janúar kom ofsaveður, sem skemmdi víða með grjótfoki, en snjórinn var svo mikill, að enn einu sinni fór Skarðskirkja á Landi á bólakaf, og gæti manni nú dottið í hug, að hún stæði ofan í einhverri gjótu. Jafnvel Skarðinu sjálfu, sem staðurinn er heitinn eft- ir. Það mundi þó ekki vera, heldur stendur hún lágt og sunnan undir drjúgum hól. Bærinn stendur litlu ofar, en að þessu sinni fór hann á kaf með kirkjunni og það svo, að 30 fullröskir karlmenn áttu fullt í fangi með að grafa sig frá bæn- um út í Vatnsskurð, sem þar var ekki langt frá. Snjógröftur þessi var síðan mældur eftir tveggja daga hláku, og reyndist 8 álna djúpur, eða 4,8 metrar. Eitthvað hefur kirkjan verið styrkt síðan 1791, þv( varla hefur verið eytt kröftum í að moka frá henni, þeg- ar gröfturinn út í vatnsskurðinn tók svona á kraftana, en samt er þess ekki getið, að hún hafi sligazt að þessu sinni. 1799 VAR í sjálfu sér ekki aftaka harður vetur, en svo rosasamur, að hann verður að teljast vondur. Þá komu oft ofsastormar, þó einkum nóttina milli 8.-9. janúar, þegar staðurinn Bátsendar (Bátssandar, Básendar) eyddist með öllu. Eyrar- bakki lagðist næstum í rúst, en malarkamburinn þar lækkaði svo, að hann varð jafn fjörunni. Á Stokkseyri brotnuðu 26 stærri og minni skip og bátar, 63 hross fór- ust, 58 kindur og 9 nautgripir, auk skemmda á mat og öðrum andvana hlutum á þessum stöðum. í Þorláks- höfn, Grindavík og svo áfram út um öll Suðurnes urðu miklar skemmdir og þungar búsifjar; hvergi þó eins og á Bátssöndum, sem var verzlunarstaður á Rosmhvalanesi. Þar hreinsaðist hvert eiriasta hús burtu með öllu lauslegu, en fólk komst undan, nema ein manneskja. Þar stóð ekki eftii ein spýta til minja um mannabyggð, og hefur síðan aldrei verið byggt þar að nýju. Seltjarnarnes vaið að eyju um hríð, því sjórinn lagðist yfir það á 300 metra breiðu svæði fyr- ir innan Lambastaði og vestanvert Eiði. Flóðið náði einnig inn um allan Faxaflóabotn og Breiðafjörð, með gífurlegri eyðileggingu. í LOK útmánaða 1810 herti að á nýjan leik eftir einn vetur góðan, og hafís lagðist að austur og norð- austur landi. Fé og fólk varð úti og skip fórust á sjó. ( Dölum lögð- ust hagamýs svo hart á fé, að víða varð að skera kindur þeirra vegna, á einum bæ 12 í allt. 1802 var svo aftur versti vetur, sem hér hafði lengi komið; líktu menn honum við sögusagnir af Lurki og gáfu honum nafnið Klaki. (slög, hafísar og ófærð bönnuðu allar bjargir og aðdrsetti, fé féll og fjöldi fólks, einkum á Vestfjörðum, fór á húsgangsflakk. Fyrsta sunnudag ( sumri gerði þriggja sólarhringa ofsahríð með brunagaddi; þegar henni slotaði var slétt yfir allar lægðir milli ása og hæða, en bæir og hús víða sem næst eða alveg á kafi. Lambafellir var ofsalegur af kuldum um vor- ið. Sumarið var mjög illt, í Dala- sýslu var til dæmis oftast nætur- frost en stundum fjúk um daga. Um haustið, þegar slátrað var, neyddist einn bóndinn í Suður- Múlasýslu til að slátra 30 fullorðn- um kindum og 10 sauðum, en úr þessum hópi öllum fékk hann að- eins rúmt kvartil (um 15 kg.) af tólg. Fyrri hluta næsta vetrar lag- aðist veðrið, en þegar kom frdm á útmánuði 1803, sótti ( svipað horf. Þá um vorið og fyrri hluta sumars urðu margir að kaupa kjöt og tólg úr kaupstaðnum fyrir hærra verð, en þeir fengu fyrir það haust- ið áður — þeir sem þá töldu sig af- lögu færa — og urðu þar að auki að baslast með það heim ( snjó og ófærð. Þetta ár dóu á íslandi 814 fleiri en fæddust. NÚ VARÐ hlé fram til 1811, en þá komu tvö ár hörð í röð. Hið fyrra var þó að sumu leyti gjöfult, selatekja mikil og hvali rak víða á land, 1812 var svo snjóugur vet- ur, að fólk fremur skreið en gekk, þegar það fór ferða sinna, sem varla var nema milli bæjar og fjóss eða húsa. Ekki hef ég séð nein þau tíðindi af þessum vetri, að frábrugðin séu öðrum sllkum, en undarlegt má teljast, að hann skuli ekki hafa hlotið nafn, því hann var talinn Klaka langtum verri. Næsti vetur á eftir var góð- ur til veðráttu, en haliæri rtkjandi, eins og oftast eftir vond ár. AFTUR KOMA svo tvö vond ár saman, 1817 og 1818. Sfðara ár- ið var mikið um skriðuföll, ( marz tók snjóflóð tii dæmis af bæinn á Augnavöllum ( Skutulsfirði og drap sumt fólkið en meiddi sumt. 300 fjár fórst í Fnjóská, er hún rudd- ist yfir bakka sína. VETURINN 1822 var nefndur Rjúpnabani, og má af því ráða, að mikið hafi dáið af rjúpu þann vetur. Snjóskriður gerðu vlða skaða, og þetta ár fækkaði nautgripum frá Vaðlaheiði austur og suður um Þingeyjar- og Múlasýslur um 471 grip, hrossum um 849, en fé um 47.087. 1825—1827 VORU einnig vond ár. Hið óvenjulegasta á þeim árum var ísrek árið 1826, sem hrannað- ist upp og fyllti sundið milli Vest- mannaeyja og lands, en það mun ekki oft hafa gerzt. Þessi (s kom 6. maí og stóð til 9. júnf. SÍÐAN VAR hlé til 1835, en þá komu enn tvö ár slsem. Fyrri vet- urinn varð ekki komizt milli bæja fyrir fannfergi, og í fjórum kirkj- um norður ( Reykjadal varð messu- fall 9 sunnudaga ( röð, þvf eng- inn komst til kirkju. Undir Eyja- fjöllum fækkaði kúm um 200, en fé um 1000. Þerrisleysi var um sumarið, og fyrst á árinu 1836 harðnaði alvarlega á ný. Heyleysi var nú enn bagalegra en oft áður, og þóttist sá heppinn, sem komst yfir hestburð af heyi fyrir eina spesíu, en kýrverð, sem um vorið komst upp ( 12 eða 16 spesíur, féll nú niður í 3—4 spestur. Sumir gáfu meira að segja fé með kúm sínum, til að ekki þyrfti að skera þær. Þá var kúm beitt út á sinuna um leið og leysti jörð. Þeir sem byrjuðu snemma að slá, náðu nokkr- um heyjum, en svo gekk ( rosa og síðast ( ágúst fór að hríða á ný. 24. nóvember gerði sltkt stór- viðri á Rangárvölium og Landi, að tún, hagar og skógar á 32 býlum eyðilögðust af sandfoki, en sandur- inn lamdist svo ( gærur fjárins, að það gat varla skjögrað um, fyrr en sandurinn hafði verið barinn úr ullinni. Malarsteinar hnöttóttir, sem rokið bar með sér, vógu 120 grömm og sumir meira. Sama veður vann vond spell á Norður- og Vestur- landi, og um miðjan desember tók snjóflóð bœinn Norðureyri ( Súg- andafirði, og fórust 6, en fjórum varð bjargað. NÆSTI VONDI kafli var árin 1854 til 1860, að undanteknu ár- inu 1856, sem var svo blíður vet- ur, að „menn vissu vart, að vetur væri." Á einum sólarhring 1854, 14,—15. marz, var talið að týnzt hefðl 1100 fjár ( Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Næsti vetur var svo frostharður sunnanlands, að hestís var á Þjórsá og Hvttá ( Ölfusi fram undir sumarmál, og Breiðafjörður var allur meira og minna lagður. 21. janúar gerði mannskaðabyl á Vesturlandi og urðu margir úti. 1858 urðu Bárð- dælingar, sem voru á leið til Akur- eyrar með sláturfé, að skera það allt ( Fnjóskadal, þv( þeir komust hvorki fram né aftur fyrir ófærð. 1859 var oft nefndur Álftabani. Þá var svo mikið frost, að Breiðasund milli Hrappseyjar og Yxneyjar leysti ekki fyrr en 8. maí. Þá skömmu síðar var mæld þykkt eins jakans, og reyndist hann 40 álnir, að þv( er sagt er, eða 24 metrar. Þetta var lagnaðarís og höfðu straumar oft gengið yfir hann og síðan snjóað (, en svo kökkfraus allt saman. Á útmánuðunum var farið með æki á (sum frá Fáskrúðsfirði fyrir Vattarnestanga inn á Eskifjörð, en ísinn á Fáskrúðsfirði var svo sléttur, að hann var án hindrunar hiaupinn fram og aftur á skautum og leggjum. 1860 var svo snjóugt ( Njarðvík við Borgarfjörð eystra, að eikkert lifði þar af hörkuna kvikt nema menn og hundar. ENN VARÐ harka 1865—1869. Aðfaranótt 5. marz 1866 buldi ofsa- legt norðanveður yfir Suðurland, en þegar slotaði, 7. marz — sama ár, þó — gaf að líta óvanalega sjón frá Reykjavík: Allt var !si hul- ið langt út fyrir eyjar og upp á Kjalarnes, yfir Skerjafjörð, Hafnar- fjörð og lengst út á Flóa, suður og vestur fyrir Keilisnes. Hvalfjörður var allur lagður, og var gengið frá Hvammsvík til Reykjavtkur og milli allra eyja, en bátar voru dregnir á ísi frá Þyrli til Hvammsvíkur ( Kjós. í Gaulverjabæ urðu 3 menn úti ( þessu veðri, 1 ( Krýsuvík, og ýmsir skaðar urðu á kvikum og dauðum verðmætum á svæðinu öllu frá Þjórsá suður, vestur og norð- Framhald á bls. 39. vikan 9, tbl. VIKAN 9. tbl. JQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.