Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 24
í FRAMHALDSSAGAN ogertalinnof Hann hringdi ekki. Klukkan var oríSin þrjú, þegar hún upp- götvaði, að hún hafði gleymt að borða hádegismat og var orðin svöng. Hún tók tólið af og bað um herbergisþjónustuna. — Mér þykir það leitt, Ma- dame. Herbergisþjónustunni er lokið það sem eftir er tímabils- ins. Það sem eftir er tímabilsins? Julie lagði tólið á. Þetta gat að- eins þýtt að tímabilið var nú senn á enda. Það var aðeins þriðji ágúst. En þetta var svissneskt hótel og hvað vissi hún um erfið- leika þeirra? Kannske byriaði að snjóa í byrjun september. Eða þá að ágústrigningin var að byrja af fullum krafti. Seðlamir lágu ennbá hjá hvítu rósunum á borðinu. Án vafa væri snjallast að taka þá saman, fara niður til Luzern og senda þá beina leið aftur til Clarks mála- flutningsmanns með póstinum. Hins vegar, með tilliti til sfma- hringarinnar, væri kannske heimskulegt að vera lengi f burtu frá hótelinu. Að lokum lagði hún peningana aftur inn f töskuna og saumaði fóðrið vandlega yfir þá sem fvrr, betur og snyrtilegar en frú Thorpe hafði gert. Svo tók hún aftur upp sím- tójið. •— Ég ætla að fá mér göngu- ferð, sagði hún. — Ef ég fæ ein- hver símtöl í dag eða á morgun, og hvort sem ég verð við eða ekki, þætti mér gott ef hægt væri að hafa upp á því, hvaðan hringt verður. Er hægt að komast að því, hvaðan hringt er? — Já, Madame, ég skal reyna að gera það. Danke. Það var barið hæversklega dyra. Barónsessurnar þrjár stóðu sam- an í litlum hóp frammi í gang- inum. Með sorgmæddum augum og endalausum handtökum létu þær samúð sína í Ijós. Frú Thorpe hafði verið svo indæl manneskja og svo einstakur bridgespilari. Svo fóru þær aftur. Julie fór í regnkápuna og setti á sig trefil. Þegar hún yfirgaf herbergið, heyrði hún baróness- u VZKAN 9. tbl. urnar hlægja saman, einhvers staðar utan sjónmáls, bak við horn í ganginum. Dyrum var skellt og raddir þeirra hurfu. f mjólkurbúðinni niðri við bogagöngin fékk hún sér mjólk- urglas og át mjög gamla köku, það eina sem ætilegt var í þess- ari yfirgefnu verzlun. Klukkan í auðri stofunni sýndi kortér yfir fjögur. Veðrið var ennþá leiðin- legt, en svöl og dimm þokan hressti hana að nokkru leyti. Það var þægilegt að ganga í djúpri þögninni. Tvisvar sinnum gekk hún hring eftir malbornum stígum Alpenstadt, eins og þegar maður gengur um bátsþilfar, síðan lagði hún af stað í göngln vitandi vits að það var ekki löngunin til að fara, sem knúði hana áfram, heldur vonin um að fá ef til vill að siá Russ eða að hann sæi hana. Hún bauð sig fram til sýnis. Hún var undarlega óhrædd. Ef til vill var það að nokkru leyti vegna þess, að Noessler hafði sagt henni að maðurinn, sem veitti henni eftirför, hafði náðst. En það var einnig vegna símtals- ins. Frú Thorpe var dáin, Einn múranna milli hennar og sann- leikans hafði hrunið. Hún gekk rakleitt til þess stað- ar, sem helzt hafði boðið upp á fullvissu af öllum beim stöðum, sem hún hafði séð í bessu landi. f briðia skipti stóð hún upp á bállí klettabrúninní og horfði á kastalann vfir gljúfrið. Hún sá kastalarústirnar ekki greinileca. Eins og draugalegir fingur stóðu turnarnir upp úr bokunni og það var eins og þeir bentu á hana. Úði, hvítur eins og vofa, kom upp úr svelgnum_r sem brúin teygði sig yfir eins og köngulóarvefur. Þetta var draugalegur, staður, vondur staður, og að voga sér út á brúna á degi sem þessum var hrein sjáfsmorðstilraun. En ein- mitt sem hún stóð þama, eins og í öðmm heimi vegna hins yfir- náttúrulega andrúmslofts, sem alltaf virtist hvíla yfir þessum stað, heyrði hún rödd. Það var karlmannsrödd — og hrópaði nafn hennar. Var þetta raunveruleiki eða ímyndun? Hún var ekki viss. Þokan var svikul og taugar henn- ar vom spenntar. Hún sneri til höfðinu og litaðist rannsakandi um, en nú streymdi þokan að henni úr öllum áttum .Það var ekkert að sjá nema hvítar, fárán- legar verur, sem mynduðust og leystust upp á ný, uppmjó og augnlaus andlit, sem dönsuðu fram og aftur á móti henni. _ Julie ... ! Hún snerist hratt á hæli, þegar hún heyrði röddina grelnilegar nálægari. Að þessu sinnl var kallað í hana úr áttinnl frá skóg- inum. Og þá kom hún auga á hann og hún varð hrædd, þegar hún sá ljósa hárið, ísblá augun og siálfsbirgingslegt brosið ... Poul Duquet. Hann kom á móti henni, í gegn- um myrkrið, hröðum. ömggum skrefum með augnaráðið fest við hana og um leið mundi hún eftir óeðlilega snöggri ástarþörf hans, kvöldið í Luzem og hún minnt- ist þess, að hann hafði verið jafn ákafur og frú Thorpe í tilraun- um sínum til að koma henni frá Alpenstadt. o<? bótt fjósamaður- inn hefði verið tekinn höndum. skauzt skvndilega upp í minni hennar. að á lau^ardaf'skvöldið hafði Poul yfirgefið hótelið rétt á undan henni. þá er hún hélt á leið til samkomusalarins, og hann hafði án skýringa farið sína leið klukkan sjö morguninn eftir. Hvers vegna hafði hann komið aftur til baka og var nú á laumuskóm hér í kring? Og hvers vegna — já, hvers vegna hafði hann verið á sömu’ lest og hún, kvöldið sem hún fór frá París. Eina svarið sem hún fékk var hljóðið af hennar eigin neyðar- óoi þegar hann nálgaðist hana. Hún tapaði fótfestunni... og féll. En á sama andartaki greip hann föstu taki í hana og hélt henni fast upp að sér og rykkti henni með sér í áttina að háum, dimmum grenitrjánum meðan hann sagði: — Sacré! Svona, vina mín! Þetta er bara ég! Hvað er eiginlega að þér? Og undir drjúp- andi grenitrjánum kyssti hann hana og gældi við hana. — Cherie, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að hræða þig. Mais alors ... get- ur það verið að þú sért hrædd við mig? Hann hristi hana lítið eitt. — Af hverju ætti ég ekki að vera hrædd, Foul? — Vegna þess, að það væri kjánalegt af þér. Ég elska þig. Hann beygði sig niður og kyssti hana fast á titrandi varirnar. —- Ég sá þig ganga í áttina að skóg- inum, en þú gekkst svo hratt, að ég náði þér ekki. Hvem fjand- ann varstu að gera þama uppi við brúna? — Hvað varst þú að gera? — Ég var að elta þig, en það skýrir ekki... — Hvenær komstu aftur til Alpenstadt? — f gærkvöldi. Cherle, ég vona að þú hafir ekki látið þér detta í hug að hoppa niður I fossinn. Hún rak upp hlátur og hristi höfuðið. Hann leit í raun og veru úti fyrir að hafa óttazt um hana. Og hann leit út eins og maður- inn, sem hún hafði treyst, já, sem hún hafði heillazt af, daginn góða í Luzern. En hann var einnig á einhvern hátt breyttur, hafði fengið einhvern hörkulegri og alvarlegri svip. Þetta var breyt- ing til hins betra. Og þó ... — Þú fórst burt frá Alpen- stadt... — Já, ég flaug til Parísar. Það er ekki svo langt. Þrír timar fram og til baka. Hann tók um hönd hennar og þau gengu saman aft- ur niður eftir stígnum. — Hvers vegna gerðirðu það, Poul? — Hvers vegna? 6, cherle ... rödd hans varð undarlega hás. Meðan hann hjélpaðl henni upp brekkuna, f áttina að kromgðt-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.