Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 25
Julie ríghélt sér í taltækið, eins og það væri það eina sem gæti haldið henni á fótunum. Svo gekk hún út úr herberginu og fram að símaafgreiðslunni og allur líkami hennar var eins og á glóðum. Það var.ekki fyrr en hún var komin hálfa leið í gegnum afgreiðslusalinn að henni varð Ijóst hvaða lag það var, sem hljómsveitin spilaði meðan hún var á leiðinni út. Það var lagið „Don't sit under the appletree with anyone else but me“. unum, virtist hann eins og hörfa undan, en samtímsi var hann allt- of lipur og snöggur í svörum. — Hvers vegna kemurðu með svona margar spurningar? f Luzern sagðistu ekkert vilja hafa með mig að gera framar. Hvernig heldurðu að mér hafi líkað það? Ég vildi ekki verða klafi um háls þinn og vera með nefið ofan í þínum málum, svo að ég flaug til Parísar. Þau voru komin að malborna stígnum og nærri því að jarð- göngunum. Hann neyddi hana til að stanza. Augu hans voru alvar- leg og áhyggjufull, og það var þoka í úfnu, ljósu hári hans. Röddin var lág og hlý og sann- færandi: — Ég komst að raun um, að ég gat ekki haldið mér frá þér. Ég hugsaði um þig hérna uppi á fjallinu. Ég hugsaði um hina erfiðu tengdamóður þína og hræðsluna í augunum og ég neyddist til að koma aftur. Hvort þú ert gift og hætt við mann þinn eða ástfangin af honum skiptir ekki máli fyrir mig. Eða ég hafi öðrum skyldum að gegna. Þú ert það eina, sem raunveru- lega skiptir máli fyrir mig. — Er það alveg satt, að það hafi verið þess vegna, sem þú komst til baka, Poul? — Já. Af hverju horfirðu svona á mig? Af hverju spyrðu um slíkt? Þú ert breytt, Julie. Öðruvísi en þú varst. — Það ert þú líka, Poul. Og hvað er þetta annað, sem þú hef- ur að gera? — Ó, það er leiðinlegt og heimskulegt mál. Hann yppti öxl- um. Þau voru nú komin í sjón- mál frá hótelinu. — Það er mál, sem snertir þig ekkert. Ég skal segja þér það einhvern tíma seinna. Augu hans minnkuðu og hann þagnaði. Leigubíll nam staðar uppi við hóteldyrnar. — Er þetta tengdamóðir þín? Er hún að fara? Julie starði undrandi heim að hótelinu. Þrjár konur voru á leið út úr því, allar klæddar á sama hAtt, í brúnar dragtir og í fylgd með þeim voru nokkrir burðar- menn, sem báru farangur þeirra. Þetta voru barónessurnar. Leigu- bílstjórinn hjálpaði þeim upp í bílinn og þær óku burt. — Hefurðu ekki frétt um tengdamóður mína, Poul? Hún er dáin. Hún dó í gærkvöldi. — Hvernig? Hvar? Hann var eins og hún hefði gefið honum löðrung og var mjög alvarlegur. — Farðu ekki strax upp, cherie, komdu og fáðu þér drykk með mér. Hann greip fremur þjösna- lega í handlegg hennar og ýtti henni inn um hóteldyrnar. Noessler var í afgreiðslusaln- um. — Gott kvöld, Madame. Hann hneigði sig með snöggu, fýlulegu augnatilliti til Pouls, svo sneri hann sér undan til að kveikja á nokkrum lömpum. — Gott kvöld, herra Noessler. Rétt í svip datt henni í hug, að Noesser væri afbrýðissamur út í Duquet. ;— Hefur nokkur spurt um mig, meðan ég var úti? Eða vitið þér ekki um það? — Ég veit það ekki, Madame. Ég er nýkominn á vakt. — Jæja, þakka yður kærlega fyrir. Hún sneri sér að lyftu- dreng og sagði: — Ef einhver skyldi hringja til mín, þá verð ég á barnum með þessum manni stundarkorn. Viltu vera svo vænn að segja frá því á afgreðislunni? Eða á ég að gera það sjálf? — Ég get skilað því, Madame. -— Þú-^'virðist mjög taugaó- styrk, Julie, sagði Poul. — Hvað er það? Ertu kannske leið yfir fráfalli tengdamóður þinnar? Það hlýtur að vera margt sem þarf að ganga frá. Ég skal hjálpa þér með það. Komdu. Við höfum margt að tala saman. Það var dimmt á barnum. Veggirnir voru klæddir reyktri eik. Henni hafði aldrei fundizt það fallegt, og á þessu skugga- lega síðdegi var þetta eins og lík- hús, þar sém jasstríó hafði ruðzt inn til að raska helgi hinna fram- liðnu með því að spila dægur- lagið Night and Day. Það var ekki að sjá, að það væri neinn til að afgreiða í barn- um. Engir þjónar sjáanlegir. Auk þeirra sjálfra voru aðeins tveir gestir við aðskilin borð, menn með gróf sólbrennd andlit og illa klæddir. Báðir litu þeir fremur út fyrir að vera bændur en hótel- gestir. — Þessi staður er dauður, sagði Poul. Hann litaðist um í þeirri von að þjónn myndi skjóta upp kollinum. En enginn sást. — Sem sagt, cherie, vertu nú svo vænt að segja mér allt um þetta dauðsfall í gærkvöldi. Ég hef mjög mikinn áhuga fyrir því. Hvemig dó hún? Julie sagði honum það — sömu útgáfuna, sem hún hafði gefið svissnesku lögreglunni, herra Noesssler og stúlkunni hjá flug- félaginu. — Hm. Hann hallaði sér áfram. — Julie, viltu segja mér einn hlut? Hvers vegna kom tengda- móðir þín til Alpenstadt? Og hvers vegna komst þú hingað? Hann horfði hvasst á hana með bláu augunum sínum. Alltof hvasst. — Það er ekkert furðulegt við það. Hún litaðist brosandi um í herberginu til að vinna tíma. — Heldurðu, að þeir ætli að af- greiða nokkra drykki í dag? Allt í einu skaut þjónn upp kollinum. Óþolinmóður í bragði pantaði Poul tvo þurra martini og síðan spurði hann: — Viltu segja mér það, Julie? — Já, já. Það er ekkert að segja. Hvorug okkar hafði nokk- urn tíma komið til Sviss og góð- ur vinur, sem var hér í fyrra sumar mælti mjög eindregið með Alpenstadt við frú Thorpe, laug Julie bláköld. — Svo við komum hingað. Það er allt og sumt. Fékkstu nokkuð upplýst, hver keypti Modigliani málverkið, sem móðir þín átti? — Já. Hann hleypti í brýrnar. — Við þurfum ekki að hafa úhyggjur af henni eins og stend- ur. Var það bara tilviljun að þú og tengdamóðir þín komu til Alpenstadt? — Hún hélt að það myndi hafa góð áhrif á heilsu hennar, að komast í fjallaloftslag, laug hún áfram. Þegar hún horfði á and- lit hans, andlitið með þessum skærbláu augum, undraðist hún, að hún skyldi halda áfram að ljúga að honum. Hvað var það, sem kom henni til að vera svona tortryggin? Það var tilfinning, sem hafði vaknað og dafnað fyrir áhrif Ceceliu Thorpe. Hún átti rætur sínar í lygum og mótlygum. En Poul Duquet var einnig dular- fullur, kamelljón, sem hafði hamskipti. Hann hafði nú kast- að af sér kæruleysisgrímunni og síðan daginn góða í Luzern hag- aði hann sér eins og strangur og harðskeyttur leynilögreglumaður. Hvor var hinn rétti Poul? — Og voruð þið á leiðinni heim, þegar hún dó, spurði Poul? — Já, á leið heim. Hún kink- aði kolli. — Um París. — Var hún ekkja? — Já. Julie dreypti á drykkn- um sínum. — Og maður hennar? Þekktir þú mann hennar, cherie? — Doktor Thorpe? Já, svo sannarlega gerði ég það. Hann dó úr lungnabólgu fyrir nokkrum árum. En skelfing tölum við um lítið skemmtileg efni. Segðu mér nú hina raunverulegu ástæðu til þess að þú flaugst til Parísar og ákvaðst síðan að koma aftur til Alpenstadt. Hún hallaði undir flatt og brosti við honum. — Þú hefur einnig breytzt mikið eftir ferðina, Poul. — Já, það hef ég. Hann brosti ekki. — Við getum talað um mig seirma. — Nú ... Nú langar mig að vita um fyrirætlanir þínar, cherie. — Ég flýg heim um leið og ég fæ sæti í vélinni. — Og maðurinn þinn? Kemur hann hingað til að ... Hann gerði handsveiflu. Hann hafði hrukk- Framiudd á bls. 47. YIXAV *. «U.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.