Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 36
fyrri stöðva. Nú held ég yður....! Hversu fersk þér eruð! Þér hafið heilbrigðan, uppörvandi líkama....! Ah! Mikið vildi ég gefa til að þér hlustuðuð á mig, ekki sem prins heldur eins og ég er, vesæll, fremur óhamingjusamur maður. Þér eruð svo öðruvísi en þessar hjartalausu daðurdrósir! Hann hallaði kinninni upp að hári Angelique. — I gullnu hári yðar er einn grár hárlokkur, sem hrærir hjarta- strengi mína. Hann sýnir, að þrátt fyrir æsku yðar, fegurð og gleði, hafið þér orðið fyrir reynzlu, sem aðeins vinnst vegna mikillar sorgar. Hef ég rangt fyrir mér? — Nei, Monseigneur, svaraði Angelique hlýðin. Hún var að hugsa með sjálfri sér, að ef einhver hefði sagt henni þennan morgun, að áður en kvöld væri komið, myndi hún verða í örm- um de Condé prins og hallaði höfði sínu í uppgjöf að þessari konung- legu öxl, myndi hún hafa neitað því að lífið gæti fært henni aðra eins fjarstæðu. En líf hennar hafði aldrei verið einfalt, og hún var að venjast Því að örlögin dreifðu hinu óvænta á götu hennar. — Síðan ég var unglingur, hélt hann áfram, — hef ég aðeins elskað eina konu. Ég var ekki alltaf trúr henni, en ég elskaði hana eina. Hún var falleg, blíð; hún var sálufélagi minn. Rógurinn og samsærið, sem stöðugt sleit okkur i sundur, vann að lokum bug á henni. Hvað varð eftir handa mér, þegar hún breiddi nunnublæju fyrir andlit sitt? Ég hef aðeins þekkt tvær ástir á ævi minni: Hana og stríðið. Ástin mín er farin í klaustur og þessi kardínálaþorpari undirritaði Pyreneasátt- málann. Ég er ekkert annað en háttsett tuskubrúða, sem hneigir sig fyrir unga konunginum í von um að fá — guð má vita hvenær — ein- hverskonar hernaðarlega yfirstjórn, og ef til vill hershöfðingjatitil, ef konunginum dytti einhvern tíma í hug að krefjast réttmæts heiman- mundar drottningarinnar af Flæmingjum. Það hefur komið til tals .... En við skulum ekki fara inn á það; ég vil ekki láta yður leiðast. Að hitta yður hefur kveikt i mér neista, sem ég hélt að væri löngu dauður. Dauði hjartans er versti dauðinn.... Ég myndi vilja hafa yður nálægt mér.... Angelique hafði losað sig blíðlega meðan hann talaði og hörfaði að- eins aftur á bak. — Monseigneur.... — Það er já, er það ekki já? spurði hann ákafur. — Ó! Ég bið yður .... Hvað heldur aftur af yður ? Hann beit á vörina. — Drottinn minn! Þér eruð forynja. En hvaða máli skiptir það! Ég þrái yður eins og þér eruð. Hann skildi ekki, hvað hann var að gera henni. Hverju myndi hún hafa svarað, ef hann hefði gert henni tilboð sitt á einhverjum öðrum stað? Hún vissi það ekki. En hér, í þessu húsi, þar sem hún var nú í fyrsta skipti, var hún um- kringd öndum. Við hlið de Condé prins stóð ljómandi, íturvaxinn líkami í ljósum satínklæðum, risinn upp frá hinu liðna, Philippe; og þar fyrir aftan, með grímu fyrir andlitinu, klæddur í svart flos og silfur með einfaldan, blóðrauðan rúbínhring á fingrinum, hinn bölvaði aðals- maður, sem hafði verið eiginmaður hennar og hennar eina ást. Meðal allra þeirra, sem lífið og dauðinn höfðu losað og gert frjálsa, var hún ein fangi hinnar gömlu sorgarsögu. — Hvað er að? spurði prinsinn. — Hversvegna eru tár í augum yðar? Hef ég sært yður á einhvern hátt. Verið kyrr. Gerið það, þar sem yður hugnast þessi staður. Leyfið mér að elska yður. Ég skal vera tillits- samur.... Hún hristi höfuðið hægt: — Nei, þaö er ómögulegt Monseigneur. 77 KAFLI Þetta var minnisverður dagur, því þennan dag fór fram hið fræga hoca spil milli Madame Morens og de Condé prins. Þetta var spilið, sem öll Parísarborg talaði um marga daga samfleytt. Spilakvöldin hófust venjulega á þeim tíma, þegar kertin voru borin inn. Eftir mismunandi heppni spilamannanna stóðu þau í þrjá eða fjóra klukkutíma. Á eftir var borin fram léttur kvöldverður svo fóru allir heim. Hótelspiliö gat hafizt með ótakmörkuðum fjölda spilamanna. Þetta kvöld byrjuðu eitthvað um fimmtán. Mikið var lagt undir, og fyrstu spilin réðu niðurlögum um helmings spilamannanna. Hraðinn minnkaði. Allt í einu tók Angelique, sem hafði verið annars hugar — að hugsa um Hortense — með undrun eftir þvi, að hún var komin í einvígi við hans hágöfgi, de Thianges markgreifa og Jomerson dómforseta. Það var hún, sem nú um stund hafði ,,leitt“ leikinn. Litli de Richemont hertogi hélt reikninginn fyrir hana, og þegar hún leit snöggt útundan sér sá hún, að hún hafði unnið nokkra fjárhæð. — Þér eruð heppin í kvöld, Madame, sagði de Thianges markgreifi og gretti sig lítið eitt. — Þér hafið haldið bankanum í næstum klukku- stund, og þér virðist ekki ennþá reiðubúin að láta hann af hendi. — Ég hef aldrei séð nokkurn halda bankanum svona lengi, hrópaði hertoginn spenntur. — Gleymið því ekki Madame, að ef þér tapið hon- um, Madame, verðið þér að borga hverjum þessarra herramanna sömu upphæð og þér hafið unnið. Það er ennþá hægt að hætta. Það er yðar réttur. Monsieur Jomerson tók að hrópa, að áhorfendur hefðu engan rétt til að gripa fram í, og ef þannig héldi áfram, myndi hann láta rýma herbergið. Menn flýttu sér að róa hann og bentu honum á, að hann væri ekki I réttarsalnum heldur á heimili Mademoiselle de Lenclos. Allir biðu eftir ákvörðun Angelique. — 'Ég held áfram, sagði hún. Hún gaf. Jomerson dómsforseti andvarpaði. Hann hafði tapað miklu og vonaði, að hamingján myndi í næstu andrá borga honum hundrað- falt fyrir kæruleysið. Enginn hafði nokkurn tíma séð spilamenn halda bankanum eins lengi og þessa konu. Ef Madame Morens héldi áfram, var hún dæmd til að tapa og það var ávinningur hinna. Var það ekki einmitt eftir konu að halda svona heimskulega áfram! Sem betur fór átti hún engan eiginmann, sem hún gat flúið til. Svo varð hann að sýna spilin sin, sem voru mjög aumkunnarverð, og þar með var leiknum lokið fyrir hann. Hann varð að yfirgefa borðið. Hópur myndaðist umhverfis Angelique og þeir sem höfðu verið i þann veginn að fara, gátu ekki slitið sig burt, heldur stóðu, tylltu sér á tá og teygðu úr hálsunum. Nokkrar umferðir voru spilamennirnir jafnir að stigum. Þegar þannig var, fékk Angelique það sem lagt var undir, en enginn spilamaður var útilokaður. Svo tapaði Monsieur de Thianges og yfirgaf borðið um leið og hann þurrkaði svitann af enni sér. Þetta hafði verið erfitt kvöld! Hvað myndi kona hans segja, þegar hún kæmizt að því, að hann skuld- aði Madame Morens tvö árslaun? Það er að segja ef hún ynni de Condé. Ef hún gerði það ekki, myndi hún tapa Því sem hún hefði unnið af þeim, og yrði þar að auki að borga de Condé prinsi tvöfalda þá fjárhæð, sem hún hafði unnið. Þetta var svimandi tilhugsun. Konan var brjáluð! Hún stefndi beint að eigin hruni. Eins og hún var nú stödd, myndi jafn- vel fífldjarfasti spilamaður ekki vera svo fávís að halda áfram. — Fyrir alla muni, hættið, kæra vinkona! andaði litli hertoginn í eyra Angelique. — Þér getið ómögulega unnið aftur. Angelique lagði höndina yfir spilastokkinn. Hann var sléttur, harður og brenndi sig inn i lófa hennar. Hún horfði beint á de Condé prins og skynjaði ekki annað i herberginu. Og þó var leikurinn ekki undir henni kominn, heldur einnig örlögunum. Örlögin stóðu fyrir framan hana. Þau höfðu tekið á sig andlit de Condé prins, herská augu hans, arnarnefið, hvitar, jafnar tennurnar, sem nú skein í milli vara hans. Og Það, sem hún hélt i höndum sínum, var ekki lengur spil heldur lítið skrín, sem i glitraði græn eiturflaska. Allt umhverfis hana var myrkur og þögn. Rödd Angelique braut þögnina eins og gler: — Ég held áfram. Enn einu sinni voru spilin „égalité". Villarceaux hallaði sér út um gluggann. Hann var að kalla á þá, sem framhjá fóru, að þeir yrðu að koma upp, Því annar eins leikur hefði aldrei verið spilaður siðan lang- afi hans hefði lagt eiginkonu sína og herdeild undir í spilum við Hinrik konung IV í Louvre. Herbergið var þétt skipað fólki. Þjónarnir höfðu meira að segja klifrað upp á stóla til að fylgjast með baráttunni úr fjarska. Kertin ósuðu. Enginn gerði sér það ómak að klippa af þeim skarið. Hitinn var kæfandi. — Ég held áfram, sagði Angelique. „Égalité". — Þrir punktar enn og þá verður það „val um veðfé“ —• Það mesta sem hægt er að leggja undir í hoca.... Lögn, sem ekki verður séð nema einu sinni á hverjum tíu árum! — Ekki nema einu sinni á hverjum tuttugu, kæri vinur. — Einu sinni á mannsaldri. — Munið þið eftir því, þegar verzlunarmaðurinn Tortemer krafðist skjaldarmerkis Montmorency? — Sem á hinn bóginn krafðist alls flota Tortemers.... — Og Tortemer tapaði.... — Haldið þér áfram, Madame? — Ég held áfram. Æsingurinn í fólkinu hafði næstum hent borðinu um koll og spila- mennirnir tveir tróðust næstum því undir með spilin sín. — Dauði og djöfull! formælti prinsinn og þreif eftir stafnum sínum. Ég skal lúberja ykkur alla, ef þið leyfið okkur ekki að anda. Hver andskotinn er þetta! Getið þið ekki hypjað ykkur aðeins til hliðar? Svitinn rann af enni Angelique. Það var eingöngu af hita. Hún var ekki spennt. Hún var ekki að hugsa um syni sína eða allt Það, sem hún hafði áunnið, og var í þann veginn að eyðileggja. I rauninni fannst henni þetta allt saman eins rökrétt og hugsazt gat. 1 of mörg ár hafði hún barizt á móti örlögunum á sama hátt og mölurinn, sem er í felum og enginn veit um. Nú hafði hún loksins komizt svo hátt að hún stóð augliti til auglits við örlögin á sama grundvelli og þau á þeirra eigin heimavelli. Hún ætlaði að grípa um háls þeirra og bregða hnífi. Hún var einnig brjáluð, hættuleg og meðvitundarlaus eins og örlögin sjálf. Þau voru á sama grundvelli! — ,J2galité“. Það fór ys um mannskapinn og siðan var öskrað: — Val um veðfé! Val um veðfé! Angelique beið eftir því að ysinn þagnaði áður en hún spurði með rödd óframfærinnar skólastúlku, á hvern hátt þessi síðasta undirlögn væri gerð. Um leið byrjuðu allir að tala í einu. Svo settist Chevalier de Mére niður við hlið spilamannanna og útskýrði málin fyrir þeim með titrandi röddu. 1 þessu síðasta spili byrjuðu spilamennirnir frá grunni. Allar fyrir- farandi skuldir og vinningar þurrkuðust út. Hvor spilamaður um sig valdi veðfé; það er að segja ekki framboð, heldur krafðist hvor um sig einhvers af hinum. Og það varð að vera eitthvað gífurlegt. Dæmi voru nefnd: Verzlunarmaðurinn Tortemer hafði á fyrri öld krafizt allra aðalstitla Montmorencys, og afi Villarceaux hafði samþykkt, ef hann tapaði, að afhenda andstæðingi sinum eiginkonu sina og herdeildina. — Má ég enn draga mig í hlé? spurði Angelique. — Það er skilyrðislaus réttur yðar, Madame. Hún sat grafkyrr og augnaráð hennar var dreymið. Saumnál hefði heyrzt detta. I nokkrar klukkustundir hafði Angelique haldið bankanum. Myndi heppnin snúa við henni bakinu í síðasta spilinu? Það var sem augu hennar vöknuðu og skytu gneistum af herskáum ákafa. Samt brosti hún. -—- Ég held áfram. Chevalier de Mére kingdi munnvatni sínu og sagði: — Hafið yfir eftirfarandi formúlu: „Veðmál samþykkt. Ef ég vinn, krefst ég....! Angelique kinkaði hlýðin kolli, brosti og endurtók: — Veðmál samþykkt, Monseigneur. Ef ég vinn, krefst ég þess að fá Hótel de Beautreillis. Madame Lamoignan rak upp hróp sem eiginmaður hennar kæfði þegar í stað, með því að gripa fyrir vit hennar. öll augu beindust að prinsinum, sem gneistaði af reiði. En hann var ákveðinn, æðrulaus spilamaður. Hann brosti og lyfti augnabrúnunum: — Veðmál samþykkt, Madame. Ef ég vinn, verðið þér ástkona mín. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framháld í næsta blaöi. 20 VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.