Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 40
Bærinn, sem varð að borg Framhald af bls. 23. una. Þá má ekki gleyma því, að hitaveitan komst ekki í bæinn fyrr en saltvinnslan hófst — en afgangs- gufan frá verksmið|unni var notuð til hitaveitunnar. Arum saman deildu menn um, hvort heppilegra væri að reisa salt- vinnsluna rétt hjá borholunum og dæla þangað sjó nokkurra km leið. Síðan þurfti að flytja saltið á stór- um vöruflutningabifreiðum eða á annan hátt til bæjarins. Þá þurfti að sjálfsögðu að reisa íbúðarhús fyrir verkafólkið. Allt þetta hefði kostað stórfé og var því að lokum farið að ráðum annarra manna og skynsamleg og heppileg lausn fund- in, — en um leið var hægt að ráð- ast í stórmerka og nauðsynlega framkvæmd, þar sem hitaveitan er. Er mönnum nú með öllu óskilj- anlegt hversu lengi dróst að koma þessu mikla hagsmuna- og velferðarmáli í höfn — en menn hafa þá gleymt hvernig pólitíkin var í þá daga hér á landi. Bók- staflega ekkert mátti gera eða ger- ast nema með pólitískum stimpli. Hótelin í bænum eru nú þrjú og er eitt þeirra líklega eitthvert bezta og fullkomnasta hótel í landinu. Var það reist af erlendum hótel- hring, sem á hótel í flestum lönd- um álfunnar. Eru þarna 200 her- bergi með rúm fyrir 300 gesti — auk þess öll nauðsynleg salarkynni, enda var hótelið reist af færustu kunnáttumönnum, sem höfðu næg fjárráð. Menn vita allflestir, að flesta daga árs er hótelið nærri fullsetið, en hótelhringurinn sér um það í samráði við flugfélögin, að ferðamenn koma hingað í þúsunda- tali. Venjulega dvelur hver hópur ferðamanna hér í 6 daga og þar af 2 daga í bænum — komudag og brottfarardag. Eru af þessu öllu miklar tekjur fyrir bæjarbúa, sem og landsmenn alla. Sparisjóðurinn er nú orðinn meiri lyftistöng fyrir bæinn en nokkru sinni fyrr. Var það vel ráð- ið á sinum tíma, að fara ekki að ráði ýmissa byggðarlaga, sem af- hentu eða sameinuðu sparisjóði sína einhverjum bankanum — en þetta gerðist þegar öll bankaútibú- in voru sett upp víðs vegar um landið. Fólkið hélt tryggð við sína gömlu lánastofnun og með batn- andi árferði og vaxandi veigengni, þá efldist hún verulega. Sparisjóð- urinn var fyrsta lánastofnunin í landinu, sem gaf út skuldabréf tryggð á mannvirkjum, sem reist voru fyrir bæjarfélagið og með á- byrgð bæjarsjóðs. Skuldabréfin voru verðtryggð með byggingar- vísitölu, líkt og gert var hér á við- reisnarárunum. Kom fljótt í Ijós að bæjarbúar vildu hjálpa til með byggingu nauðsynlegra mannvirkja og fékkst þannig fé til mikilsverðra hluta, sem ella hefðu orðið ógerðir — enda þótt nauðsynlegir væru. Ein þessara framkvæmda er nýja bátahöfnin, sem er veruleg lyfti- stöng fyrir útgerð smærri báta. í bænum er og önnur merk lána- stofnun „Alþýðubankinn", sem allir landsmenn þekkja svo vel. Það var hér á árunum að verklýðshreyfing- in tók til sinna ráða til þess að hafa meiri áhrif á fjármál og við- skiptamál þjóðarinnar. Atvinnu- leysistryggingasjóðurinn nam hundruð milljónum og árlega bætt- ist mikið fé við. Sparisjóður verka- lýðsins var endurskipulagður og í hans stað kom Alþýðubankinn. Akveðið var í samningnum, að helmingur af atvinnuleysistrygg- ingasjóðurinn skyldi ávaxtaður í Al- þýðubankanum og varð það til þess, að bankinn gat strax látið til sín taka. Þá höfðu flest verk- lýðsfélögin sjóði sína þar og mun- aði um minna. Það var engin til- viljun að aðalstöðvar Alþýðubank- ans voru í þessum bæ. Þarna höfðu áratugum saman margir beztu for- ystumenn alþýðu landsins unnið að málefnum fólksins. Nú er Alþýðu- bankinn einn af öflugustu bönk- um landsins enda er rekstur hans og öll starfsemi á nokkuð annan hátt en áður gerðist. Er hér óþarft að skýra þetta nánar — það var gert rækilega í víðlesnu blaði ný- lega. Hjúkrunarheimili ríkisins hef- ur nú hafið starfrækslu. Er það mik- il bygging og hefur rúm fyrir 250 sjúklinga og lasburða fólk. Er þetta einhver nauðsynlegasta stofnun, sem komið hefur verið upp á síð- ari árum og hefur þegar orðið til þess að fjöldi manns, sem áður lá mánuði, jafnvel árum saman á sjúkrahúsum, hefur fengið ágætan samastað. Fjöldi sjúkrarúma í sjúkrahúsunum losnaði á þennan hátt, og er það ágætt út af fyrir sig. En bezt er þó, að nú höfum við loks fengið aðstöðu til þess að hjálpa mörgum, svo þeir geta aftur tekið virkan þátt í lífsbaráttunni. Forystumenn bæjarins buðu fram ágæta og hentuga lóð fyrir þessa stofnun og með fyrirhyggju og hag- sýni var um leið hægt að ráða til nokkurrar frambúðar úr öðrum að- kallandi félags- og heilbrigðismál- um. Er hér um að ræða nýja elli- heimilið og heilsuverndarstöðina. Nú eru allar þessar stofnanir snar þáttur í atvinnulífi bæjarins en starfsmenn þeirra eru nær 300 manns. Þjóðvegurinn lá utan við bæinn, en fara þurfti alltaf um stærri bæ- inn til þess, að komast út í aðal- sveitir landsins. Var þetta mjög bagalegt — miklu lengri leið en nú er farin síðan nýi vegurinn var lagður í þegnskaparvinnu fyrir nokkrum árum. Voru það æsku- menn bæjarins, sem höfðu hér for- göngu um, sem frægt er orðið. En þeir sáu hvað var að gerast í kring- um þá, og þá langaði til að sýna í BIFREIÐAEIGENDUR BIFREIÐA VERKSTÆÐI i ALLT I BENZIN- OG DIESELVELAR i HEBÍlÍTE STIMPLAR, SLIFAR OG HRINGIR AUTOLITE KERTI, KERTAÞRÆÐIR, O.FL. VANDERVELL Vélalegur HALLS^ (\afk'p VÉLAPAKKNINGAR -TRANC0 VENTLAR OG STÝRINGAR ENDURBYGGJUM BENZÍN- 0G DIESELVÉLAR RENNUM SVEIFARÁSA B0RUM VÉLABL0KKIR PLONMM HEDD- 0G VÉLABL0KKIR RENNUM VENTLA 0G VENTILSÆTI ÚRVAL AF BIFVÉLAVARAHLUTUM f VERZLUN V0RRI SENDUM I PÓSTKRÖFU Þ. JONSSON & CO BRAUTARHOLTI 6 - S'lMAR 15362 & 19215 - REYKJAVIK VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.