Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 44
hægð. Þess vegna þarf bandaríska þióðin á traustri forystu að halda, en ekki ofstækismönnum, sem studdir eru af vafasömum hreyf- ingum, eins og t.d. Ku Klux Klan. Mér virðist sú stiórn, sem nú er við völd vera á réttri leið. Allir menn eru ríkisborgarar á jörðinni, án tillits til trúarbragða eða litarháttar, og allir eiga þeir fullan rétt á lífi, frelsi og bættum kiörum. BS. Lífsgleði nióttu Framhald af bls. 21. fæða; hræðslan við barnsburð- inn strengir á taugum og vöðvum og gerir liinum nýja þjóðfélags- borgara útgönguna erfiða. En pólýnesískar konur eru að jafn- aði fullkomlega rólegar á taug- um. Fyrir þeim er fæðingin líka ofboð venjulegur viðburður, sem þær oftlega bafa verið vitni að frá blautu barnsbeini, og auk þess eru ættingjar og vinir allt- af nálægir til aðstoðar. Að öllu samanlögðu má full- yrða, að kona bins pólýnesiska- samfélags hafi þurft öllu minna fyrir lífinu að liafa en eigin- maður bennar. .Borgaraleg rétt- indi bennar voru að vísu mjög takmörkuð, en karlmaðurinn angraði hana að minnsta kosti ekki með þeirri fölsku riddara- inensku, sem bjá okkur er tízka, og kemur aðeins til af þeim út- breidda en vafasama skilningi okkar, að konan sé beimskur engill og varnarlaus eins og barn. Hvað þetta snertir, voru — og eru — Pólýnesar snöggt um raunsæjari og happasælli að því skapi. ÁREKSTUR ANDSTÆÐNANNA „Jafnvel þótt mögulegt væri fyrir Pólýnesa að stofna til náinna tengsla við Evrópu, er hæpið að það 'yrði siðum jieirra til nokkurra bóta.“ W. Mariner: An Ac- count of tbe Natives of the Tonga Islands. Svo sem marka má af undan- gengnum kapitulum, voru Pólý- nesar hvað snerti hugsunarhátt og siðafar ekki einungis ólikir okkur Vesturlandamönnum, heldur bein andstæð^a okkar. Það er fróðlegt að gefa nokkurn gaum að því sem skeði, er þess- ar tvær menningarheildir fengu aðstöðu til að kynnast hvor annarri. Evrópumenn höfðu litla eða enga hugmynd um tilveru Pólý- nesíu fyrr en árið 1595, er Mark- greifaeyjar fundust, og þótt þeir hefðu upp á nokkrum fleiri eyj- um þar um slóðir á næstu öld, var það ekki fyrr en á átjándu öld miðri, að þeir tóku að venja ££ VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.