Vikan

Tölublað

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 04.03.1965, Blaðsíða 45
komur sínar þangað að ráði. Olli þar mestu um, aS margir héldu aS eitt stórt og mikiS meg- inland væri til lengst suSur í Kyrrahafi, og voru þáverandi stórveldi öll jafn fús til aS slá cign sinni á þaS. Bretar, Frakkar og Spánverjar gerSu út hvern leiSangurinn á fætur öSrum í leit að þessu ímyndaSa megin- landi, sem þeir auðvitaS fundu ekki, en í staS þess óteljandi undurfagrar eyjar með álíka fallegum og gestrisnum ibúum. í slóS landkönnuSanna komu svo hvalveiSimenn og farand- kaupmenn; voru þeir síSar- nefndu sérstaklega á höttunum eftir sandelviði, sem nóg er af á eyjunum og okurverð fékkst fyrir í Kína. Sem nærri má geta, var þarna töluvert um misjafna sauði i mörgu fé, enda spilltust siSir hinna innfæddu undrafljótt við þessar gestakomur. Þegar pólý- nesískar konur uþpgötvuðu, að hvitir menn voru fúsir til að borga fyrir að sofa hjá þeim, voru þær ekki seinar á sér að hagnýta sér þá möguleika, oft- ast meS vitund og vilja eigin- manna sinna, þær er giftar voru. UrSu þá eyjar þær, sem mest voru heimsóttar af Evrópumönn- um, fljótlega að einmn allsherj- ar hóruhúsum og lastabælum. Þá fluttu gestirnir brennivín til eyjanna, en fyrir því voru Pólý- nesar mjög veikir, eins og títt cr um margar svokallaðar frum- stæðar þjóðir Þeir færðu eyja- búum einnig byssur, livað varð til að gera skærur þeirra og inn- byrðis styrjaldir hálfu blóSugri en áður. HroSalegastar verkanir horfðu þó kynsjúkdómarnir, sem fyrir daga Evrópumanna voru óþekktir á eyjunum, en breidd- ust nú út um þær eins og eldur i sinu. Jafnvel tiltölulega mein- lausar farsóttir sem gestirnir báru með sér, svo sem inflúensa, strádrápu þessi áður heilbrigðu náttúrubörn. MeS smáþjóðum þykir það jafnan fint að apa sem mest upp af siðum jieirra stærri, og hvað þaS snerti voru Pólýnesar engin undantekning. Hinum fornu siSareglum og tabúum var nú sem óðast kastaS fyrir borð, en eftir bestu getu reynt að semja sig að siSum og þó cinkum ósið- um útlendinganna. Einkum voru höfðingjarnir ötulir hvaS þetta snerti. RéSu þeir stundum til sin evrópska ævintýramenn, sem kenndu striSsmönnum þeirra nýtízku vopnaburð og herjuSu siðan á nágrannana og lögðu undir sig lönd þeirra. AfleiS- ingin af þessu varð ægilegur mannfellir, þannig að á liálfri öld fækkaði íbúum eyjanna um niu tíundu hluta. Versta útreið fengu Tahiti, Markgreifaeyjar og Havaí, enda vöndu Vesturlanda- menn mest komur sinar til þess- ara eyja. En þegar ringulreiðin og stjórnleysið var hvað verst, komu fyrstu kristniboðarnir til eyj- anna. Hátterni þeirra vakti mikla furðu meðal hinna innfæddu, sem af fyrri lcynnum sínum við Vesturlandamenn höfðu gert því skóna, að þeir væru allir fylli- raftar, nautnabelgir og glæpa- menn. Sérstaka undrun vakti það, hve frábitnir guSsmenn þessir voru öllum nánum sam- skiptum við konur. En þessutan voru þeir duglegir handverks- menn, tónmenntaSir vel og lag- hentir við lækningar. Auk þess voru þeir yfirleitt fórnfúsir menn, og réttsýnir og jók það mjög á vinsældir þeirra með Pólýnesum, sem vanari voru allt öSrum manngerSum vestan úr löndum. Þá höfðu trúboS- arnir vit á þvi að leggja álierzlu á að ná sem flestum liöfðingj- anna á sitt band þegar i upphafi. Þetta ásamt fleiru olli þvi, að þeim tókst á ótrúlega skömmum tíma að turna nær öllum Pólý- nesum, að undanskildum íbúun- um á Markgreifaeyjum og Páska- ey. En ekki leið á löngu áður en málin tóku á ný að snúast til verri vegar. Ekki er að efa að aumingja kristniboðarnir gengu að starfi sínu í bestu meiningu, en því miður voru þeir flestir þröngsýnir og menntunarsnauð- ir ofstækismenn og alls ófærir um aS líta á aðstæður samfélags, sem var svo gcrólikt þeirra eig- in, með jafnvel minnsta skiln- ingi. Til þess að þeir innfæddu ættu auðveldara með kirkjusókn, reyndu þeir að láta þá flytja saman i allstór þorp, sem oft voru allfjarri fiskimiðum og ræktarlöndum. UrSu foreldr- arnir því að vera fjarverandi langtimum saman við fæSuöfl- un en börnin voru skilin eftir í þorpinu og losnuðu þannig meir og meir úr tengslum við fjölskylduna. Þá var troðið upp á þá innfæddu evrópskum lögum og þeir jafnvel neyddir til að klæðast jakkafötum og síðpils- um eftir ensku púrítanamunstri. Blátt bann var lagt viS opin- berum ástaleikjum, danshátíð- um, kynmökum utan hjónabands og fjölkvæni. TrúboSarnir gengu meira að segja svo langt að banna kvenfólki að ganga með blóm í hárinu, og á svipaðan hátt ömuðust þeir við íþróttum eins og lianaati, sundi, köfun, stultugangi og mörgum öðrum, sem þeir innfæddu höfðu iðkað frá alda öðli. „Ég kenndi stúlk- unum að það væri syndsamlegt að sýna á sér brjóstin, og að sama máli gengdi ef karlmenn gengju buxnalausir,“ segir trú- boðinn i Rcgni Somersets Maug- liams, en í þeirri sögu bregður liinn frægi rithöfundur upp eft- irminnilegri mynd af þessum þéttheimsku og formyrkvuðu of- stækismönnum, sem þegar til lengdar lét urðu Pólýnesum litlu meiri heillasending en sprútt- salar þeir og sandelbraskarar, er ruddu þeim brautina. Nú til dags þykir fínt að tala illa um stjórn Evrópumanna á nýlendum þeim, er þeir lögðu undir sig meðan það var siður, en einni þjóð að minnsta kosti bjargaði kólonialisminn frá tor- timingu: Pólýnesum. í þann mund og þeir voru orðnir svo leiðir á trúboðunum, að þeir voru í þann veginn að hella sér aftur út i spillinguna, sem ríkt hafði fyrir komu Kristsmanna, tóku nýlenduveldin að kasta eign sinni á eyjarnar. ÞaS hófst 1842, er Frakkar hremmdu Tahiti, en lauk 1900, er ÞjóSverjar kræktu sér i Samoaeyjar. Önnur riki, sem hlut áttu að skiptingu Pólý- nesiu, voru Bretland, Bandarík- in og Chile. Aðeins eitt sjálf- stætt pólýnesískt riki var þá eftir: Tonga, sem að vísu stend- ur enn undir brezkri vernd. Með nýlendustjórninni lauk þvi tímabili óstjórnar og úrkynj- unar, sem ríkt liafði undanfarna áratugi. Verzlun blómgaðist og pólýnesískt kópra var goldið liáu verði á heimsmarkaSnum. Komið var á skólaskyldu og skólar byggðir, þar sem nemend- ur lærðu bæði munnleg fræði og verkleg. Sjúkrahús voru byggð, læknar sendir til eyjanna og sjúkdómum bægt frá. Fólkinu tók að fjölga á ný og nú er svo komið, að á einstaka eyjum er þéttbýlið aftur orðið vandamál. Það sem mestu máli skiptir er þó það, að svo er að sjá að Pólý- nesar séu nú búnir að ná menn- ingarlegri fótfestu á ný, með því að samlaga fornmenningu sina þe'irri evrópsku eftir þvi sem föng eru á. Trúboðar eru nú aftur farnir að leita til eyjanna og þar sem þeir eru stórum betur upplýstir en fyrirrennarar þeirra, hafa þeir náð töluverSum áhrifum. Þó mun allur þorri Pólýnesa vart kristinn mikið meira en aS nafni, en þó varla að mun ókristnari en flestir nútimamenn á Vest- urlöndum. Svo sem fyrr er sagt, liafa þessir léttlyndu Suðurhafseying- ar nú lagt niður mikið af sið- um feðra sinna, svo sem eigin- kvennalán, nektardans og opin- bera ástarleiki og afmeyjanir. En hinir fornu hættir eru þó livergi nærri alveg liórfnir, og ennþá stingur hin jákvæða af- staða Pójýnesanna til kynlífsins mjög í stúf við það, sem algeng- VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.