Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 2
í FULLRI ALVÖRU FORD BYOUR 'AVALT ÞAO BEZTA Hvort sem þér eignist lítinn eða stóran bíl dýran eða ódýran FORD til Einkaafnota FORD til Leiguakstuis FORD til Sendiferða FORD til Þungaflutninga SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐSÐ LAUGAVEG105 - SÍMI22470 NESJAMENNSKAN ER ALLSRÁÐANDI Þrátt fyrir sífellt aukinn straum erlendra ferðamanna til íslands á ári hverju, eru utan Reykjavíkur samtals tvö sæmi- leg hótel og ef til vill önnur tvö þolanleg. ÞaS vildi svo til, að ég gisti eina nótt í öðru þessara hótela, sem talin eru sæmileg — eða jafnvel prýðileg á okkar Imælikvarða. Hótelherbergið var grófpússað og húsgögnin skáld- uð eftir illa meðferð. Kvöldverð- urinn var soðið kindakjöt, afar fátæklega framreitt og súpa. Ekkert annað innifalið. Hinsveg- ar var hægt að fá ábætisrétt og kaffi gegn svæsnu aukagjaldi. Morgunverðurinn var kaffi og tarauð, átakanlega fábrotið. Við vorum tvö fullorðin og tvö börn, sem reiknast jafnt og einn. Reikn- ingurinn fyrir þessar kræsingar og gistinguna hljóðaði uppá 1400 krónur. Þar kem ég aldrei inn fyrir dyr aftur. Við keyptum stundum kaffi á hitabrúsa í þessari ferð og það kostaði frá 5 krónum og uppí 20 krónur. Allur beini og aðbún- aður í sumarhótelinu á Eiðum og Varmalandi var góður eftir því sem verða má, þar sem hótel- starfsemin er bundin við þrjá eða fjóra mánuði á ári. Og í Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað var bezti viðurgjörningur, sem ég enn hef fengið á íslenzkum greiðasölustað. En annarsstaðar var ástandið frá því að vera þol- anlegt (miðað við vanþróað land) og niður í það ótrúlega. Á einu svokölluðu hóteli var kafhlaup utan dyra og forin óðst inn og var í samræmi við staðinn í hei'd og þrifnað framreiðslu- fólksins. Samt var verðið á veit- ingunum hliðstætt við Hótel Söeu eða Borgina. Algengast er að kaffi á greiða- sölustöðum úti á landsbyggðinni sé margseyddur óþverri og ekki einu sinni heitt. Maturinn er fá- brotinn og framreiddur af lítilli kunnáttusemi. Oftast er aðeins um að ræða soðinn lax eða ein- hverskonar tilreiðslu á kinda- kiöti. En sameiginlega eru þess- ir lé^egu greiðasölustaðir og hótel okurholur. Enn er þróunin svo skammt á veg komin, að það er skást að hafa með sér tjald og nesti, þegar ferðazt er um ísland. Það er sannarlega engum greiði gerður með því að plata útlenda ferðamenn til að verja fjármunum sínum til fslands- ferðar. meðan útnesjamennsksn og okrið er látið viðgangast. G S. 2 VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.