Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 5
i.n eSa kaupa gólfteppi ef það væri einfaldlega eindreginn vilji fyrir því. Það vill svo til, að fólk get- ur yfirleitt það sem það vill. Og þú með þína vinafæð: Reyndu að vera svolítið skemmtileg og bjóða til þín fólki á ykkar aldri þarna úr sveitinni til dæmis. Þú segir að maðurinn þinn sé bóndi af guðs náð, af köllun. Nei, það væri sama og að slíta hann upp með rótum að ílytjast á mölina. Aðeins þarf einhver nýsköpun að koma til á bænum. Það vill svo til að mér af tilviljun er kunnugt um, að einmitt í nágrenni við þig, kemst fólk að því er virðist af með litla vinnu — og hefur það óvenju gott. En það er hverju orði sannara, að menn bera allt- of lítið úr býtum við sveitastörf. Þú segist vera fús til að halda þrjá blaðamenn í viku til að ganga úr skugga um, að hvert orð sem þú segir um afkomuna, sé rétt. Einn væri nóg. Hvenær má hann koma? EITTHVAÐ GENGUR NÚ Á. Mér barzt nýlega í hendur 4. tbl. Vikunar þ. á. Þar er að finna svar til Jóhannesar B. Kristjáns- sonar, varðandi spurningu hans um göngur og fjallferðir. Annað- hvort er að svarmaður Vikunnar talar af litlum kunnugleika, eða svar hans er ekki tæmandi og getur því misskilizt. Niðurstaða hans verður sem sagt þessi, eftir því sem næst verður komizt. Göngur og fjallferðir eru að vísu tvö orð yfir sama hugtakið og bæði rétt, en munurinn er aðeins sá, að fyrir kemur að sunnlenzk- ir fjallmenn lenda í göngum, en norðlenzkir aldrei (eða hvað?). Þar sem ég þekki bezt til norð- lenzkra gangna, á afrétti Fnjósk- dæla og Höfðhverfinga á Flat- eyjardalsheiði (Ég átti heima um níu ára skeið á Kambsmýrum á Flateyjardalsheiði.) var göngum þannig háttað, að daginn áður en ganga skyldi, fóru gangnamenn allir úr „dal“ og „hverfi“ út yf- ir heiði, til Flateyjardals (auð- vitað í'íðandi) og gistu þar á góð- búunum sem þá voru fipim tals- ins. Snemma morguns daginn eft- ir voru göngur hafnar, og gangna- foringjar röðuðu mönnum í fjöll- in beggja vegna heiðarinnar (gangnamenn voru um 30 í fyrstu göngum). Tveir menn voru með hestama, sinn hvorum megin Dalsár (hún rennur norð- ur heiðina til sjávar). Hinir gengu allir, þann dag til kvölds, þá var lokið við að smala um 2/3 leiðarinnar. Þá tóku rrienn hesta sína og riðu inn í dal til gist- ingar, en að morgni var aftur haldið á heiðina og göngum lok- ið. Réttað var þriðja daginn. Ég er aftur á móti ókunnugur til- högun í fjallferðum Sunnlend- inga, en þegar lögð eru saman persónuleg kynni mín af gangna- ferðum á Norðurlandi og um- sögn svaramanns Vikunnar á fjallferðum sunnanmanna, verð- ur útkoman þessi: Norðlending- ar ganga í öllum sínum göngum „Hinsvegar kemur fyrir, að Sunn- lendingar lenda í gönguin í fjall- ferðum, en þaS verður því að- eins, að þeir þurfi að yfirgefa hestana, til að gangá á fjöll (sic). Reykjavík, 18. febr. 1965. Vinsamlegast Höskuldur Egilsson. Við skulum ekki gera þetta að milliríkjamáli, Höskuldur, þótt þér sé mikið niðri fyrir. Okkur sunnanmönnum er nefni- lega bara vel til ykkar fyrir norð- an, óg viljum ekki særa ykkar þjóðerniskennd eða átthagaást fyrir nokkurn mun. Okkur hefur aldrei dottið sú firra í hug að norðanmenn kynnu ekki að ganga, og við vitum að ef þeir fara í göngur, -— þá ganga þeir. Enda staðfest af þér. Það veit ég líka (Ég átti heima um sex ára skeið á Brekkustígn- um), að Sunnlendingar þurfa að ganga ef þeir fara af baki í fjallferðum (auðvitað ríðandi), hvort sem það skeður fyrir aust- an eða vestan Elliðaárnar (þær renna norður lægðina til sjávar). Við erum því á sama máli, kæri Vinur. Svaramaður vikunnar (sic). (ERNITIH snyrtiiörur Það er iangt síðan að ýms- um vísindamönnum varð Ijóst, að mikilvæg og fjöl- þætt hollustuefni eru fólgin í frjódufti blóma. En það er fyrst eftir að hinum sænska snillingi, Gösta Carlson, tókst að finna aðferð til að safna frjódufti í stórum stíl, að skriður komst á vísindalegar rannsóknir, austan hafs og vestan. Flestir kannast orðið við POLLITABS-töflurnar, sem framleiddar eru úr lífefnum frjóduftsins. Og margir vita orðið einnig, að þessi lífefni, CERNITIN, eins og þau eru nefnd, hafa nú um árabil verið notuð í ýmsar snyrtivörur, eftir að í Ijós kom, að þau höfðu raunverulega nærandi og yngjandi áhrif á húðina. Svíar urðu einnig fyrstir til að nota CERNiTIN í andlitskrem. Og í fyrstu voru þau seld einungis í apotekum eftir lyfseðli, eins og lyf. En nú er sala þeirra frjáls. Vegna margra óska undanfarið, eru eftirtaldar teg. komnar hingað: CERNITIN-dagkrem, CERNITIN-næturkrem, CERNITIN-Alroundkrem, CERNITIN-hreinsikrem, CERNITIN-andlitsvatn. Fást nú f Laugarness apoteki og Keflavíkur apoteki. í næsta blaði verður sagt meira frá þessum snyrtivörum og getið fleiri sölustaða. Verða send gegn póstkröfu um land allt. FI l’Yl arO Sími 23444 - Pósthólf 885. Fer: II ingarúr Höfum ávallt fyrirliggjandi þessar vönduðu svissnezku úrategundir: Omega Alpina Certina Damas Terval Tissot Pierpont Roamer SENDUM í PÓSTKRÖFU. ÚRSMIÐIR BJÖRN & INGVAR Laugavegi 25 — Sími 14606. ATH. BREYTT HEIMILISFANG. VIKAN 12. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.