Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 23
I DEIGLUNNI. Rúrik Haraldsson og Þóra Friðriksdóttir. Fjórða leikrltlO eftir Arthur Millerp sem ÞjóOleík- húsið sýnír. <1 Marilyn Monroe. << EFTIR SYNDAFALLH). Quentin og konurnar í lífi hans. Leiksviðsmynd, tekin í Bandaríkjunum. Ilöfundurinn, Arthur Miller og eiginkona hans, Marilyn Monroe. : .’■• •' : málalegum skærum — því hann var eitt sinn kommúnisti. Fyrsta hjónaband hans fer út um þúfur, því kona hans segir að hann komi fram við hana eins og hún sé ekki til. Síðan kemur hið ör- lagaríka hjónaband hans og Maggíe, sem álit- ið er að eigi að sýna Marilyn Monroe. Maggíe er hrædd um að hin skyndilega frægð hennar kunni að hverfa jafnskjótt og hún öðlaðist hana, og hún verður skapstygg og ósanngjörn, leggst í drykkjuskap og eitur- lyfjanotkun reynir ítrekað að fremja sjálfs- morð, sem henni tekst að lokum. Quentin lýkur eintali sínu við sálina að lokum, og kemst að því hvað það sé í raun og veru, sem hann trúir á — og hvað hann sé. Þeir, sem til þekkja, standa á því fastar en fótunum, að leikritið sé sjálfsævisaga höfund- arins og jafnrfamt nokkurskonar sjálfs- afsökun. Það kemur fram í leiknum að hver svo sem hefur borið „ábyrgð“ á dauða Mari- lyn Monroe, þá hefur það hreint ekki verið Arthur Miller. Hann kennir Hollywood held- ur ekki um þann sorgarleik, heldur sjálfri konunni, sem aldrei fann þá ótakmörkuðu ást, sem henni fannst hún þurfa til að geta lifað. Skoðun Millers virðist vera sú, að jafn- vel þótt hver maður eigi að gæta bróður síns, þá sé óframkvæmanlegt að gefa ótakmarkaða ást, jafnvel þótt um yndislegustu stúlku jarð- an sé að ræða, og þurftarfrekustu. Og kann- ske Arthur Miller allra manna sízt, sem sjálf- ur hefur sinn skerf af áhyggjum og ástar- flækjum. Sannleikurinn er sá, að báðir foreldrar Marilyn voru á geðveikrahæli og móður- bróðir hennar framdi sjálfsmorð. Móðir henn- ar var langdvölum á geðveikrahæli. Hún hafðj Framhald á bls. 41. VIKAN 12. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.