Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 24

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 24
... og er talinn af Framhald af bls. 7. hún allt í einu tunglið renna sér framundan tveimur skýjum og hverfa. — Og allt saman aðeins fyrir peninga ,hrópaði hún beisklega. Ég get ekki trúað, að maður sem lítur eins vel út og þér og er eins gáfaður og þér herra Noessler neyðist til að afla sér lífsviður- væris á þennan hátt. Þér ættuð að geta notað hæfileika yðar bet- ur. — Þér gerið grín að mér, Mad- ame, sagði hann kuldalega. — Hér er viðvörunarskiltið, haldið áfram ... Nei, sagði hann svo. Henni hafði heppnazt að særa hann. — Nei, við gerum þetta allt til að gera fólk hamingju- samt. Við gerum marga mjög hamingjusama. Julie hló — beiskum hlátri. — En það er satt. Hann kippti ruddalega í reipið og hana sár- verkjaði í hálsinn. Móður og más- andi klöngraðist hann hraðar upp brekkuna. Þau komu út undir op- inn himin, við gilbarminn . . . . og þar stóð hann, dökk stytta sem skar sig úr móti himninum og rödd hans hljómaði af þráu stolti: -—Þau urðu öll hamingju- söm og hefðu aldrei orðið það, ef það hefði ekki verið okkur að þakka! Lífið sjálft nærist á lyg- um, er það ekki? Lygamar örva blóðið, skapa ljóma í augnaráði. sem sagt, það er betra að deyja hamingjusamur og hafa vonina, nicht wahr? Hann kippti í reip- ið. — Og að láta frá sér svo- lítið af peningum. . . . Hvað hafa peningar að þýða fyrir þann sem ekki á neina von? Oft vann ég mikið starf fyrir allt þetta fólk fyrir litla fjárhagslega viður- kenningu. Við uppfylltum stærstu vonir lífs þess. Engin gleði var sem slík. Við vorum erkienglarnir, sem svöruðu öll- um þeirra bænum. Já, það vor- um við! Þér verðið að trúa því. Sársaukinn tók á ný um kverk- ar hennar. — Var það ekki satt, hvað yður snerti, Madame? Funduð þér ekki til dýpstu ham- ingju, þegar þér fenguð sannan- ir fyrir því að. . . . — En það var ekki þess virði. Hún gat varla talað. — Kannske ekki fyrir yður, vegna þess að þér eruð ung. En fyrir gamla fólkið var það það. Þau mættu dauða sínum full yndislegra vona. Hann stappaði niður fætinum. — Og þau voru orðin nógu gömul til að deyja. Skiljið þér það ekki? Við þurft- um ekki að deyða þau. Náttúran deyddi þau sjálf. Af miskunn- semi gengum við lítið eitt í lið með náttúrunni. Við gerðum þetta allt saman af miskunn- semi. . . . — Þér neyddust þó til að drepa 24 vikan u. tbl, frú Montgomery. Ég heyrði hana æpa. Noessler sló hana í andlitið. — Þegið! Hann sló hana aftur og hún riðaði á hálum klettin- um. Reipið herptist um háls hennar. — Áfram með yður! Hann ýtti henni í áttina að brúnni. Langt burt, í skóginum heyrð- ist skothvellur. — Þama fékk hann franski vinur yðar reisupassann sinn, sagði Noessler. Hann stjakaði henni harð- hentur yfir plankana og herti á henni yfir hyldýpið, sem gapti undir þeim og það virtist ekki skipta neinu máli lengur. Dauð- inn hafði ekki lengur neinn til- gang. Sársauki var eitthvað hlut- bundið og dauðinn var aðeins mikill sársauki. Russ hafði verið vakinn til lífsins og dáið aftur á einum hálftíma. Poul, sem hún hafði elskað og logið svo bjána- lega að, var dáinn. Allur heim- urinn var brjálaður. Hún þjáðist. Dauðinn var svartur, en kyrr, raunverulegur og hreinn. Hún fann gras og steina undir fótunum. Meðan Noessler kippti henni með sér lét hann ljósið leika yfir steinbáknið. — Hvaða stein, Madame? Undir hvaða steini eru þeir? Hann snéri við stein- um. Hann sparkaði þeim til hlið- ar og muldraði illilega við sjálf an sig á þýzku. Hann rykkti og togaði í reipið. Hann dró hana að sér eins og maður, sem dreg- ur inn fisknet, hönd fyrir hönd. Hann lagði hendurnar varlega um háls hennar og þrýsti þumal- fingrunum inn í hálsgrópina á henni. Hún stóð við brjóstvöm kast- alans og snéri að brúnni. Noessl- er snéri baki að brúnni, hann þrýsti fastar — Nei, hættið.... Hún fann að hún var að kafna, en það var ekki lengur eins vont, því hinum megin við brúna hafði hún séð glitra á stál í daufu tunglsljósinu og einhverja veru laumast að brúnni og út á hana. Hefði það verið Stigmann hefði hann ekki þurft að laumast svona. — Það hlaut sem sagt að vera Duquet. Hvort sem hann var illa meiddur eða ekki, gat það ekki verið neinn annar en hann. • Noessler losaði aðeins takið með öðru handarbakinu sló hann hana létt, næstum eins og í leik á munninn. Henni heppnaðist að ná með tönnunum utan um einn fingur hans og bíta fast. ■—- Meri! Djöfull! æpti Noessl- er og þrýsti vörunum að meidd- um fingrinum. — Julie! Niður! Hún lét fallast til jarðar og í sama bili kvað við skot. Noessler riðaði, greip höndun- um um kviðinn, beygði sig í keng og reikaði urrandi í áttina að brúnni eins og villidýr. Svo féll hann á grúfu og var kyrr. Julie reis riðandi á fætur og þaut í áttina að brúnni með reipin á eftir sér. Fyrst þá gat hún trúað því. Þegar hún lá á hnjánum við hlið- ina á Poul gat hún trúað því að það væri satt. Þegar hendur hans leystu fjötra hennar fann hún að lífið gat ennþá fært henni hamingju. — Poul, ég elska þig. — Julie, cherie — og svo leið yfir hann. Mörg ár eru liðin síðan þá, en ennþá hendir að hana dreymi um Alpenstadt og hún vaknar skelkuð. Þá tekur hann hana í arma sína og strýkur burt hræðslu hennar. — Julie, Jul- ie. . . . Og hún liggur við hlið hans og finnur varir hans við kinn sína. Um loft herbergisins leikur breytilegt mynztur, ljós hinnar ókyrru stórborgar þjóta framhjá. Það vælir í eimblístru dráttar- báts á ánni. Bam hreyfir sig í rúmi og klukka tifar. Hún er langt burt frá Alpenstadt, raka- drjúpandi skóginum og hrika- legum gljúfrunum, og brátt rís dögunin við hina fögru Signu. Á morgun fer hún með börn- in sín til Bois de Boulogne, skóg- arins með fallegu flötunum og götunum. Á morgun á hún að hlusta á manninn sinn halda ræðu í réttarsalnum. Á morgun á hún að svífa um gólfið í gull- gulum silkikjól á dansleik. Reyndu nú að sofna, cherie. Nú lesa nunnur bænirnar sín- ar á svölum Alpenstadt og söng- ur morgunmessunnar fyllir kristaltært Alpaloftið. Hið illa eru aðeins gulnaðar ásjónur gamalla blaða. í Brooklyn vex grænt og þétt gras á gröf Cecelie Thorpe. . . . en hið andstyggilega verður aldrei umflúið. — Hvað er það, Julie? •—• Ekkert Poul. Ekkert? Lygi, sem fléttost inn í aðra lygi. En lygarnar höfðu verið bornar á borð af slikri djöfullegri snilld, sumarið fjar- læga í Alpenstadt, að á dimm- um nóttum, þegar martröðin hef- ur hana enn í greipum sínum, getur hún legið vakandi og beð- ið eftir því að síminn muni hringja. Þá stendur hún við gluggann og horfir á snjóinn, sem þyrlast og sér fyrir sér niðurbrot- inn, örmagna mann í fangadeild á fjarlægu sjúkrahúsi. — Cherie: Þú mátt ekki pína sjálfa þig þannig. Þolinmóður kveikir Paul í sígarettu og reynir að vefja þjáningarfullan hjúp martraðarinnar utan af henni. — Þú mátt aðeins hugsa um það sem raunverulega gerðist. Vélin fannst aldrei og hann hefur aldr- ei sézt. Það eru nítján ár liðin núna. Hann er dáinn, Julie. Hann dó í stríðinu árið 1943. — Já, . . . sagði Julie. — Já, það er víst . . . Hann dó . . . Endir. OG SKÖLINN ES EKKI STEINSNAR HÉÐAl'í... UNGFRU YNDISFRIÐ býöur yður hið landsþekkta •konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? ÞíS er alltat »nl leikurlnn í hennl Yhð> Miffi okkar. Hún hefur faliS ðrklna hana Nóa einhvers staSar i blaSlnu og heltlr [Hun vertlannura handa þeim, sem cetur fundlí Srkina. TerSlaxmin eru stór kon- fektluistl, faUur af bezta konfcktl, og framleiSaadinn er auBvttaS SmlceetisgerS- In N61. Nafn HeimlU örkln er í bls. Siðast er dregiS var hlaut verSIaunln: Kristinn Kristjánsson, Miklubraut 88, Rvík. mn Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.