Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 28
Framhaldssagan 4/. hluti eftir Serge og Anne Golon Angelique hafði engan tíma til að hrópa upp yfir sig. Eins og utan við sig greip hún þungan tréstól og sló með honum til' hundanna, sem skræktu og veinuðu af sársauka. Svo þrýsti hún Florimond og Cantor í örmum sér. Þeir héldu dauðahaldi í hana. Cantor þagnaði undir eins. — Eftir fáein andartök mun Monsieur du Plessis gefa sig fram á- samt presti sínum. Á meðan skulum við skýra málin. 1 fullri vissu þes að Madame Morens hefur með höndum leyndarmál sem hann hefur mikinn áhuga fyrir, samþykkir du Plessis markgreifi að giftast Madame Morens née Angelique de Sancé de Monteloup, gegn eftirfarandi skil- málum: Þegar i hjónaband er komið, það er að segja, þegar eftir hjóna- vígsluna, lofið þér að afhenda skrínið í nærveru tveggja vitna sem munu að líkindum vera presturinn sem blessar hjónabandið og ég, yðar auð- mjúkur þjónn. Þar að auki krefst hans hágöfgi þess að fá í hendur fullan ráðstöfunarrétt eigna yðar og auðæfa. — Hæ! Aðeins andartak! sagði Angelique snöggt. — Markgreifinn getur fengið til afnota alla þá fjármuni sem hann þarfnast og ég er reiðubúin að ganga írá þeirri upphæð sem ég skal borga honum ár- lega. En ég verð einkaeigandi og einkaráðandi eigna minna. Ég neita að veita honum nokkra hlutdeild i stjórn fyrirtækja minna og verzlunar- mála, þvi ég hef ekki i hyggju, eftir að hafa lagt svo mikið á mig að gera mig að fátækum betlara. Eg þekki eyðslusemi háaðalsins okkar! Molines strikaði yfir fáeinar línur og skrifaði eitthvað fyrir ofan þær. Svo bað hann Angelique að gefa sér eins sundurliðaða skýrslu og mögu- legt væri um mismunandi verzlunar og viðskiptamgl sem hún ætti Þátt í. Stolt í bragði gaf hún ráðsmanninum upplýsingar um eignir sínar og naut þess að geta haldið sínu gagnvart þessum gamla ref og nefnt nöfn mikilvægra manna sem gátu staðfest framburð hennar. Þessi varúðarráðstöfun kom ungu konunni ekki á óvart, því í baráttu hennar í fjármálum og verzlun hafði hún lært að orð eru því aðeins góð að þau séu studd áþreifanlegum staðreyndum. Hún sá aðdáunarglampa I augum ráðsmannsins þegar hún skýrði fyrir honum stöðu sina og hvern- ig hún hefði náð henni. — Þér verðið að viðurkenna að mér hefur ekki tekizt illa upp, Mon- sieur Molines, sagði hún að lokum. Hann kinkaði kolli. — Þetta er töluvert. Ég verð að viðurkenna, að mér sýnist þér ekki hafa farið klaufalega að. Að sjálfsögðu er þetta þó mest undir því kom- ið, hversu mikið þér höfðuð til ráðstöfunar í upphafi. Angelique rak upp stuttan, beizkan hlátur. í upphafi.... Ég hafði ekkert, Molines. Minna en ekkert. Fátækt okkar í Monteloup var ekkert, borið saman við fátæktina sem ég kynntist eftir andlát Monsieur de Peyrac. Þau voru bæði þögul langa stund eftir að hún nefndi þetta nafn. Eldurinn fölnaði í arninum og Angelique bætti á hann. — Ég verð að tala við yður um námuna yðar 5 Argentére sagði Molines að lokum, mseð sömu óbreytanlegu röddinni. — Hún hefur hjálpað mikið til að framfleyta fjölskyldu yðar þessi síðustu ár, en það er ekki réttmætt að héðan í frá getið Þér og börn yðar hlotið arð af þessari eign. — Var þessi náma ekki gerð upptæk og afhent öðrum, eins og allar aðrar eignir de Peyrac greifa? — Hún slapp undan græðgi hinna konunglegu eftirlitsmanna. Á sin- um tíma var þessi náma heimanmundur yðar. Það var nokkuð á huldu, hver var hinn löglegi eigandi hennar.... — Þetta var eins og flest annað sem þér snertið á, Maitre Molines, sagði Angelique og hló. — Þér hafið sérstaka snilligáfu til að þjóna mörgum herrum. — Alls ekki! mótmælti ráðsmaðurinn. — Ég hef ekki marga herra, Madame. Ég hef aðeins margvísleg viðskipti. — Ég skil mismuninn, Maitre Molines, sVo við skulum tala um við- skipti du Plessis-Belliére yngra. Ég samþykki það sem krafizt er varð- andi öskjuna. Ég er reiðubúin til að leggja fram nægilega upphæð, svo hans hágöfgi þurfi ekki að telja hvern skilding. Að launum fyrir þessi hlunnindi krefst ég hjónabands og að vera viðurkennd sem Marquise og ráðandi þeim eignum og undir þeim titlum, sem tilheyra eiginmanni minum. Ég krefst þess einnig, að verða kynnt ættingjum og vinum ;sem lögmæt eiginkona hans. Þar að auki krefst ég þess, að synir mínir tveir frá fyrra hjónabandi séu velkomnir og hljóti skjól í húsi stjúpföður þeirra. Og Þar að auki óska ég að fá upplýsingar um virði eigna hans. —• Hm!.... Ég óttast að þér munið ekki verða mjög ánægð með það, Madame. Ég vil ekki dylja fyrir yður þá staðreynd, að minn ungi herra er mjög skuldum vafinn. Fyrir utan þetta hús hér i borginni á hann tvo kastala, annan í Tourainé, sem hann hefur erft eftir móður sína, hinn í Poitou. E’n þær eignir eru báðar hátt veðsettar. •—- Er mögulegt, að yður hafi mistekizt með viðskipti húsbónda yðar, Monsieur Molines? — Því miður, Madame! Monsieur Colbert sjálfur, sem vinnur tólf klukkustundir á dag, ræður ekki við eyðslusemi konungsins, sem gerir útkomu allra reikninga fjármálaráðherrans að engu. Á sama hátt sóar markgreifinn öllum eignum sínum. Glæsilegt líferni föður hans, orr- usturnar og lauslætið við hirðina hefur mjög spillt honum. Konung- urinn hefur hvað eftir annað rétt honum hjálparhönd með gjöfum, sem gætu hafa fært ágóða. En hann hefur óðar seit þær aftur til að borga spilaskuld eða kaupa nýjan vagn. Nei, Madame, viðskipti du Plessis-Belliére vekja ekki áhuga minn. Ég fylgist með þeim.... af tilfinningalegum ástæðum. Leyfið mér nú að skrifa upp skilmála yðar, Madame. Nokkur andartök heyrðist ekkert annað í herberginu en krafsið í pennanum hans. Þegar ég er gift, hugsaði Angelique, verður Molines framkvæmdastjóri minn. Hve furðulegt! Það hefði mér aldrei dottið í hug. Hann reynir áreiðanlega að reka vísifingurinn í mín mál. Ég verð að vera vel á verði. En á sinn hátt er þetta mjög gott, ég hef í honum góðan ráðgjafa. — Má ég gerast svo djarfur að bæta við einni klausu? spurði Molines og lyfti höfðinu. — 1 mína þágu eða húsbónda yðar? — I yðar þágu. — Ég hélt, að þér kæmuð fram fyrir hönd Monsieur du Plessis? Gamli maðurinn brosti án þess að svara, og tók af sér gleraugun. svo hallaði hann sér aftur á bak i stólnum og festi á Angelique þetta líflega, gegnumþrengjandi augnaráð, sem hann hafði fest á henni fyrir tíu árum þegar hann sagði: — „Ég þekki yður, Angelique, og því skal ég tala opinskátt við yður....“ — Ég held, sagði hann, að hjónaband yðar og húsbónda míns sé mjög æskilegt. Ég bjóst ekki við að ég myndi sjá yður nokkurn tima aftur. En hér eruð þér, þrátt fyrir allar líkur, og Monsieur du Plessis finnur sig knúinn til að giftast yður. Sýnið mér það réttlæti að viðurkenna það, Madame, að ég á engan þátt í þeim kringumstæðum, sem hafa stofnað til þessa sambands. En nú er vandinn sá, að láta þessa sam- einingu blessast; og þetta er í þágu húsbónda mins, í yðar þágu og í raun og veru mína, því hamingja húsbændanna tryggir hamingju þjón- anna. — Ég er yður sammála, Molines. Og hver er þessi nýja grein? — Að þér tilgreinið nákvæmlega fullkomnun hjónabandsins. — Fullkomnun hjónabandsins? endurtók Angelique og glennti upp augun eins og skólastúlka nýkomin úr klaustrinu. — Hér, Madame.... Ég vonaði, að þér skiiduð hvað ég á við. — Já. . .. Ég skil það, stamaði Angelique og náði sér. En þér komuð mér á óvart. Það liggur i hlutarins eðli að með þvi að giftast Monsieur du Plessis.... — Það liggur alls ekkert í hlutarins eðli, Madame. Með því að giftast yður stofnar Monsieur du Plessis ekki til ástarsameiningar. Ég gæti jafnvel sagt að honum sé þröngvað út í þetta hjónaband. Kæmi yður mjög á óvart ef ég segði yður, að þær tilfinningar, sem þér vekið hjá Monsieur du Plessis, séu langt frá því að líkjast ást en séu miklu líkari reiði? — Ég gæti svo sem ímyndað mér það, muldraði Angelique og yppti öxlum og vonaðist til að sýnast kærulaus. En um leið var hún full þjáningar. Hún hrópaði með ofsa: — Og hvað með það?. . . . Hverju máli skiptir mig, hvort hann elskar mig eða ekki! Allt, sem ég fer fram á, er nafn hans, stétt hans. Mig varðar ekkert um annað. Hann getur fyrirlitið mig og skriðið upp i hjá sveitasteipunum ef hann vill. Ég skal ekki hlaupa á eftir honum! —• Þér hafið rangt fyrir yður, Madame. Ég efast um, að þér þekkið vel þann mann, sem þér ætlið nú að giftast. Sem stendur er aðstaða yðar mjög sterk og þessvegna álítið þér að hann sé veikur, en á eftir verðið þér að ráða yfir honum á einhvern hátt, annars. . . . — Annars.... ? — Annars verðið þér hrœöilega óhamingjusöm. Svipurinn á andliti ungu konunnar harðnaði og hún sagði milli sam- anbitinna tannanna: — Ég hef þegar verið hræðilega óhamingjusöm, Molines, ég hef ekki minnstu löngun til að byrja á þvi aftur. — Þessvegna sting ég upp á þessari aðferð til að verja yður. Hlust- ið á mig, Angelique. Ég er nógu gamall til að tala hreint út við yður. Eftir að þér hafið gengið í hjónaband hafið þér ekki meira vald yfir Philippe du Plessis, peningarnir, eituraskjan — allt þetta verður hans. Skírskotun til hjartans hefur engin áhrif á hann. Þessvegna verðið þér að ráða yfir honum með skilningarvitunum. — Það er hættulegt vald, Molines, og mjög lágkúrulegt. — Það er vald. Það er undir yður komið að gera það ekki lágkúrulegt. Angelique var í miklum vanda. Henni hafði ekki dottið í hug að fá þessa ráðleggingu af vörum hins siðvanda húgenotta. Allur persónuleiki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.