Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 31
Heimurinn og ég Framhald af bls. 21. mamma, ég sit þó bara hér á stóln- um í nótt. Hún var ströng á svip og Ragnar stóð upp, ég hélt aS hann ætlaði að taka byssuna, en hann tók mömmu í bóndabeygiu eins og hún væri fis og henti henni uppí stórt rúmið. Mamma settist upp og ég sá að það var glettni í augum hennar. Ragnar tók byssuna og hengdi hana fram í forstofuna; svo lokaði hann hurðinni milli herbergjanna og ég gat ekki lengur fylgzt með því, sem fram fór og nóttin kom. Dagnir liðu hver af öðrum, skemmtilegir fyrst meðan ég var að kanna umhverfið og skoða skepn- urnar, en svo fóru þeir að verða hver öðrum líkir, langir og gráir og ég sá, að mömmu leiddist líka. Hún stóð oft við gluggann og horfði út, einkum þegar Ragnar var ekki heima og hún eigraði eirðarlaus um húsið og reykti hverja sígarettuna af annarri og hafði ekki einu sinni sinnu á að vaska upp eftir máltíðir. Það hafði aldrei komið fyrir heima; þar hafði hún ekki einu sinni þolað óhreinan bolla á eldhúsborðinu. Litli bróðir var sá eini, sem undi sér vel og var ánægður með lífið. Hann og kisa voru orðin mestu mát- ar og hún virtist geta þolað honum ómjúk handtök endalaust. Mamma talaði um við Ragnar að skreppa í bæinn næst þegar hann kom inn að borða. Ég var hrædd um að hún færi án þess að taka mig með. Mér fannst ekkert hræðilegra geta hent mig en það, að hún færi og skildi okkur Bróa eftir ein þarna. Kannske kæmi hún þá ekki aftur. Kannske að hún væri að fara á bak við mig og ætlaði þrátt fyrir allt að koma okkur af sér, svo að hún gæti haldið áfram að lifa því lífi sem hún þráði. Ég vissi vel að hún elsk- aði falleg föt, skemmtanir og fal- lega hluti. Hér var ekkert slíkt. Hér var aðeins einn fallegur karlmaður, sem var hrifinn af henni og hann eyddi meiri tíma í kýrnar sínar og kindurnar en hana. Ég sá, að hún athugaði fötin sín oft og viðraði kjólana sína og káp- urnar. Var hún að hugsa um að fara? Otti minn óx dag frá degi, en rénaði samt öðru hvoru þegar hún tók kannske utan um mig og sagðist ekki geta lifað án okkar Bróa og næm skynjun mín sagði mér, að hún var ekki að gera sér þetta upp; hún sagði það af heilum hug. Það var einn daginn, að Ragnar kom inn eftir hádegið og sagðist þurfa að skreppa til þorps sem var skammt frá, hvort við vildum fara með. Mamma lifnaði við og fór að snyrta sig og klæddist sínum beztu fötum. — Ég ætla að sýna kerlingunum í nágrenninu að þú eigir fallega konu, elskan mín, sagði hún og setti svart hárið upp og batt hvítan borða um það. Þetta voru fáein hús við sóðalega götu þar. sem skítugir krakkar léku sér í .drullupollunum og mér fannst þessi eina búð sem var þarna leið- indahola, þar sem ekkert fékkst af því sem ég hafði áhuga fyrir. Mamma virtist lika verða fyrir vonbrigðum og við gengum í gegn- um þorpið meðan Ragnar fór inn á verkstæði, sem var þarna. Háu hæl- arnir á skónum hennar mömmu sukku í forina og hún var óánægð á svip. — Gefðu okkur gott, mamma, bað ég og við gengum inn í búðina. Nokkrir strákar héngu við búðar- borðið og sötruðu kók; þeir voru skítugir og virtust taka lífinu með ró. Þeir sneru sér við og góndu frekjulega á mömmu þegar við kom- um inn, mældu hana út frá hvirfli til ilja og gláptu til skiptis á fótleggi hennar og brjóst. Ég var búin að taka eftir þessu svo oft, að þeir skoðuðu hana allir eins, hvort sem þeir voru skítugir eða velklæddir, það var aðeins meira áberandi gón- ið í svona strákum en fullorðnum mönnum. Mamma virtist allt í einu vera komin í sólskinsskap og hún gaf okkur ávexti og súkkulaði. Brói sat uppi á búðarborðinu og sveiflaði fótunum. Hann missti app- elsínuna sína og hún valt fram gólf- ið og stoppaði loks við fæturna á manni, sem kom inn úr dyrunum í þessu. Hann leit á Bróa svo á mörrimu, tók upp appelsínuna og rétti Bróa hana. Hann horfði alveg eins á mömmu eins og strákarnir. Nú kom Ragnar og við fórum heim. Mamma var ánægðari í nokkra daga. Svo fór hún aftur að tala um að fara í bæinn. Hún spurði mig, hvort ég gæti ekki vel passað Bróa einn dag; hún kæmi aftur um kvöld- ið. Ég sagðist geta það, ég vissi vel að það þýddi ekkert að segja, að ég vildi fara með, eða þá að ég gæti ekki hugsað mér að hún færi. Hún myndi aðeins segja, að ég væri stór stúlka og ætti ekki að vera með vitleysu. Svo fór hún með áætlunarbílnum snemma um morguninn og ég skældi ofan í koddann minn. Mér hafði aldrei fyrr fundizt ég einmana. Ragnar tók okkur Bróa með sér út á túnið. Þar var stór, girtur blettur og hann sagði að það væri kartöflu- garður. Mér fannst skrýtið að sjá hann setja kartöflur ofan í holur í moldinni, en hann sagði mér til hvers það væri gert. — Þú mátt sjálf eiga blettinn þarna í horninu, sagði hann, og setja niður í hann. Svo máttu eiga kartöflurnar sem koma upp þar [ haust. — Meinarðu þetta, spurði ég hissa og tók þá eftir þv! að Brói, sem sat við hliðina á kassanum með útsæð- inu var að fá sér bita af stórri kartöflu. Honum þótti bragðið víst ekki gott, því að hann spýtti út úr sér og gretti sig og við Ragnar hlóg- um að honum. Ég fór að setja kart- öflurnar niður í holur eins og ég sá Ragnar gera og Brói hermdi eftir. Ragnar hafði gaman að öllu sem HENTA ALLTAF Heildsölubirgðir; r Jóhann Olafsson & Co. Hverfisgötu 18. — Reykjavík — Símar: 11630 og 11632. OSRAM VEGNA GÆÐANNA RÖR NOTAÐ ER - OSRAM STARTARAR ÞAÐ ER SAMA HVERT FLUORESCENT- Einkaumboð á íslandi fyrir Simms Mofor Units (International) Ltd., London Önnumst allar viSgcrSir og stillingar á SIMMS oliuverkum og cldsneytislokum fyrir dicsclvélar. BlðRN&HALlDÓR HF. SÍÐUMÚLA'9 SÍMAR 36030.36930 Höfum fyrirliggjandi varaliluti í oIiuYcrk og cldsncytisloko. Leggjum áherzlu á aS veita eigendum SIMMS oliuvcrka fljóta og góSa þjónustU. © VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.