Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 40
I MÚLALUNDUR MÚLALUNDUR m Annáll 20. aldarinnar Framliald af bls. 10. snjall í meðferð tækja og talna. Hann átti stórmikinn þátt í tilorðn- ingu þess fyrirbrigðis, er við köll- um fjöldaframleiðslu, varð skapari bílaaldarinnar og skipti um svip á andliti bandarísku þjóðarinnar. Ford hefur á sinn hátt haft nærri eins byltingarkennd áhrif á ver- öldina og Lenín. Hann varð fyrstur bandarískra stórframleiðenda til að tileinka sér þá hugmynd, að með því að hafa vörurnar fremur ódýr- ar, þá seldi maður og græddi meira, en ekki minna. Einnig hækkaði hann laun verkamanna sinna á þeirri forsendu, að því meiri peninga sem neytendur hefðu milli handa, því meira myndu þeir kaupa. Sú kenning þótti kaupsýslumönnum þeirra tíma heldur álfaleg, en hún gerði Ford einn ríkasta mann í heimi. Aðeins þeir elztu í hópi okk- ar núlifandi manna muna það uppi- stand, sem varð 1914 er Ford lét það boð út ganga, að hann myndi greiða fimm dollara kaup fyrir átta stunda vinnudag í, staðinn fyrir tæplega hálfan þriðja dollar fyrir níu stundir, eins og þá var algengt. Hann hafði ekki háar hugmyndir um söguna, en átti þó ekki svo lít- inn þátt í að skapa hana. Hann dó 1947. i Porbandar í Indlandi fæddist 1869 maður að nafni Mohandas Karamchand Gandhi, líka þekktur undir virðingaheitinu Mahatma. A þessum stórbrotna manni voru margar hliðar; hann var óvenju- legur gáfnagarpur; dýrlingur en jafnframt í röð helztu frumkvöðla í stjórnmálum. Siðferðileg og and- leg orka hans og sú geislun góð- mennskunnar, sem lagði út frá visnum líkama hans, voru áhrifa- mikil vopn í höndum hans í bar- áttunni fyrir því höfuðmarkmiði, er hann hafði sett sér — frelsi hins fjölmenna og víðlenda Indlands — en hin óvenjulega kænska hans kom einnig að góðu gagn í þeim tilgangi. Indland varð frjálst þann fimmtánda ágúst 1947, og má skoða þann dag einn hinn stærsta á öldinni. Sjálfur var Mahatma myrtur 1948 af einum þeirra er hann hafði frelsað. I austurr.'ska þorpinu Braunau- am-lnn fceddist 1889 maður að nafni Adolf Hit’er. Þessi ómeðfæri- legi og afvegaleidid litli maður er ef til v i 11 afkastamesti morðingi sögunnar. Hann tendraði þann loga, er varð að alheimsbáli í annarri heimsstyrjöldinni, og er þar að auki ábyrgur fyrir morðum um það bil sex milljóna Gyðinga. Hitler var persónugervingur þeirra afla tveggja, sem sett hafa mestan svip á stjórnmál aldarínnar — þjóðernis- stefnu og sósíalisma. Sósíalisminn hans var að vísu bara plat — beita fyrir múginn. Veldi hans náði einu sinni frá norðurheimskautsbaugn- um í Noregi að borgarhliðum Stalín- grad, frá eggjum Pýreneaf jalla austur í Kákasus. Þegar ógnarveldi hans hafði verið malað mélinu smærra, framdi hann sjálfsmorð á heldur óvirðulegan máta. Það gerðist í Berlín 1945. I Blenheimhöll í Oxfordskíri í Englandi fæddist árið 1874 maður að nafni Winston Leonard Spencer Churchill, sem nú er nýlátinn. Um engan mann verður sagt með meiri sanni, að hann hafi bjargað heilli þjóð. Meira að segja má með réttu halda því fram, að Churchill hafi bjargað heilum heimi, heiminum okkar. Hann hratt nazistunum af höndum sér í orrustunni um Bret- land, þegar hann var forsætisráð- herra, mesti maður í þeirri stöðu á stríðstímum. Hann var ótrúlega fjölhæft ofurmenni; gat sér góðan orðstír sem hermaður, þingmaður, málflytjandi, listmálari, múrari, spámaður og sagnfræðingur. Sum- ar hugmynda hans voru — og eru — úreltar, en hinum hetjulega þætti hans í sögu okkar tíma verður aldr- ei gleymt. Árið 1882 fæddist í Hyde Park, New York-riki, maður að nafni Franklin Delano Roosevelt. Rétt fyrir fertugt varð hann máttlaus í báðum fótum, en varð engu að síður fjórum sinnum forseti Banda- UH AICUHEYHI A ÍSLANDI, LÁTTU LA EKKI BHEGÐAST AÐ HSIMBÍKJA uig: ríkjanna, vísaði þjóð sinni leið út úr hroðalegustu kreppu í sögu hennar og var leiðtogi hennar í annarri heimsstyrjöldinni. Hann dó 1945 og er enn mjög umdeildur. Ahrifamesta verk hans var auð- vitað stefna sú er nefnd hefur ver- ið New Deal og hafði í för með sér víðtækar félagslegar umbætur, sem ekki aðeins björguðu Banda- ríkjunum úr krumlum kreppunnar á fjórða tugi aldarinnar heldur breyttu hagkerfi þeirra verulega og leiddu til þess, að ríkisstjórnir um veröld víða tóku nú upp aukið eftirlit með efnahagsmálum landa sinna og gerðu velferðarríkið að markmiði. Alla þessa má telja meðal þeirra umbrotamanna, sem mestu hafa ráðið um myndun anda og ásýnd- ar okkar tíma. Þessi 65 ár, sem liðin eru af tuttugustu öldinni, hafa ekki síður verið auðug af viðburðum en at- kvæðamiklu fólki. Þar á meðal má nefna mikla leiðangra til land- könnunar (Robert Peary komst á nyrðri pólinn og Roald Amundsen VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.