Vikan

Tölublað

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 25.03.1965, Blaðsíða 49
þesar eilifu ferðir þinar inn á Eyrina til að láta rannsaka þig þar.“ „Já teldu bara eftir það sem með þarf til að konan þin verði heilbrigð,“ sagði frú Jónhild- ur snúðugt og sneri sér til veggjar. „Og það er svo sem ekki eins og ég hafi mikið að gera við þig vesæla góð mín en ég hefði nú gáð hvort ekki dyggði að fá sér sterkt grasate og rauðu úr gæs- areggi það þótti nú gott hér í eina tíð,‘ ‘sagði Guðmar á Bakka um leið og hann lagðist undir sængina. Einu sinni þegar komið var fram undir gaungur um haustið fór Guðmar ásamt tveimur vinnumönnum upp á fjallið að vita hvort það væri ekki eitthvað af heimafénu þar sem þeir gætu rekið í heimarétt og þeir bjugg- ust ekki við að koma aftur fyrr en um kvöldið því heimafjallið var víðlent og erfitt að smala það. En það æxlaðist svo til að Guðmar kom heim að áliðnum degi og skildi hestinn eftir við fjárhúsin en gekk heim i bæ. Hann var í þúngum þaunkum og sá því ekki skjótta hestinn sem stóð í túninu norðan undir bæn- um heldur skálmaði beint inn og ætlaði upp í Norðurhúsið að ná í tóbak á pontuna sína. En þegar hann kom að dyrunum heyrði hann mannamál inni og staldraði við það var rödd lækn- irsins. „Gerðu það nú góða mín skildu við hann og gifztu mér og ég segi þér satt elskan mín að það er algengt i útlöndum að fólk skilji og giftist aftur ef það elskar einhvern meira en manrn inn sinn. Og þú veizt það væna min að mér þykir skelfing vænt um þig og ég get gert þig miklu hamingjusamari en þessi heimski ruddi sem er maðurinn þinn.‘ Svo varð allt hljótt inni i Norðurhúsinu meðan Guðmar hugsaði sig um. Svo opnaði hann hurðina allt í einu og sá hvar læknirinn stóð með konuna hans i fanginu og kyssti hana remb- íngskoss beint á munninn. Guð- mar ræskti sig og sagði: ..Ég afsegi það alveg Jónhildur að þú farir fyrr en það er búið að gánga frá slátrinu.“ Frh. í nœsta blaffi. Kunnið þið að velja og fara með eldhúshnífa? Framhald af bls. 47. orðin úr ryðfríu stóli. Það þarf að brýna það oftar. Til þess skal nota stólbrýni. Þó er byrjað uppi við blað og endað við odd, dregið þrisvar til fjórum sinnum. Venjulegur búrhníf- ur ó að mynda ca 20 gróðu horn við brýnið, en tenntur brauðhnífur ó aftur að koma þvert ó brýnið. Það fer bezt með hnlfana að skera ó trébretti. Hrein frísk heilbrigö húö Það skiptlr ekki máli, hvernig húð þér hafiðj Það er engin liúð eins. En Nivea hæfir sérhverri húð. Þvl Nivea-creme eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt. Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og raka. Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og hiivea-snyrta húð. vnuur U.M.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.