Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 8

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 8
4 * ■ Þaö sem koma skal III Banki fyrir almenning Grefn efftir Gfsla Sigurbgöunssora fforstgóra Fjármálin voru löngum erfið. Þjóðin var nýlega komin úr örbirgð í nökkrar álnir og hélt sér alla vegi færa. Fyrirhyggja og sparsemi var henni ekki í blóð borin og allir vissu betur en hinn. Þetta gekk þó ailt vel alllangt tímabil. Erlenduir her var í landinu og alls konar starfsemi í sambandi við harm gaf miMa peninga —og nokkra vinnu í aðra hönd. Þá var það ekki ótítt, að allmiklar og rausnarlegar fjárhæðir bárust sem af himni ofan öðru hverju. Var þetta ýmist köluð aðstoð, óafturkræft framlag eða jólagjafir — til þessa eða hins. En allt kom þetta sér vel — og þó var afkoma þess opinbera ekki ailtaf góð — öllu var einhvern veginn eytt. Vinnufriður var nú svona og svona. Verkföll tíð og kröfur manna oft ósanngjarnar og öfgafullar að ýmsum fannst. Menn reyndu að afla þess, sem aflað varð á einhvern hátt. Tillitsemi & náungns var ekki of mikil, og ef einhver fór að tala um þjóð- arhag eða eitthvað þess háttar — þá skiidu flestir ekki við hvað var átt. Svona gekk þetta lengi — en náttúrlega eru öllu takmörk sett — einnig svona hátterni og skuldadagurinn kom — þjóðin vaknaði við illan draum. Það var þá, að farið var að taia um innan samtaka verka- iýðsins, að stofna sinn eigin sparisjóð. Það ráð hafði nefnilega alltaf verið haft árum saman, að ef fjármálin komust í alvar- lega þröng, þá var stofnaður banki eða útibú banka. Menn töldu þetta allra meina bót og bankainir voru orðnir margir og starfsmenn þeirra næstum eins margir og sjómennirnir, en náttúrlega höfðu bankamir ekkert meira fé en áðúr. En þó varð í þetta skiptl, um tímamót í f jármálum og banka- málum þjóðarinnar að ræða. Sparisjóði verkalýðsins var breytt í Alþýðubankann, sem nú er einhver voldugasta og traustasta fjármálastofnun landsins — og það er um stofnun Og starf þessarar stofnunar, að grein þessi ætlar að fræða les- endur nokkuð. Verkamenn og aðrir launamenn unnu á þeim árum lengri vinnutíma hér á landi en í nokfcru öðra landi álfunar — sumir segja beggja megin jámtjalds. Það getur nú verið eitthvað ýkt — en hitt er víst, að venjulegur vinnudagur entist fæstum. Eitthvað varð til bragðs að taka. Fleiri bankar — var það úrræðið, sem koma skyldi? Þótt merkilegt sé var það svo. Stofnfé var lítið í fyrstu, enda voru þeir engir auðmenn, verka- mennimir á íslandi í þá daga frekar en nú. En þeiir áttu dug- , lega og hagsýna forýstumenn og þeir áttu marga vini meðal ailra stétta þjóðarinnar. Þéir réðu ráðum sínum, fengu til lið- veizlu tvo af færustu bankamönnum landsins, sem látið höfðu af starfi — sumir segja vegna stjómmála — og svo voru einn eða tvéir aðrir, sem hjálpuðu til með ráð og dáð. Þessum mönnum var Ijóst, að nauðsynlegt var að gjörbreyta allri bankastarfsemi ef vel átti að fara. En fyrst var að fá fjár- magnið. Það fékkst að miklu leyti í samningum við vinnuveit- endur, vegna þess að krafa um að heltmihgur af fé Atvinnu-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.