Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 12
DAGURINN Smásaga efftlr DARREL BATES teikninqb snorri sveinn Sumar dönsuöu, aðrar sungu, en eitt var sameiginlegt með þeim öllum, þær voru allar með annaðhvort flösku eða glas í hendinni. — Er nokkuð fleira sem þig vantar, áður en ég fer, — spurði konan. Sólin var að setjast bak við tindóttar hæðir eyjarinnar sem lá vestur af Mos. Djúp-fjólubláar hæðimar bar við gullin kvöld- skýin. Róbert Crewe sat við opinn guggann, en hann sá ekki undur- fagran kvöldhimininn, og ekki heyrði hann heldur til konunnar. Augu hans og eyru voru lokuð fyrir öllum utan að komandi áhrifum og hugur hans beindist allur að því að reyna að festa í minni löngu liðið atvik, — ilm, — hljóð ... Þegar þessi draummynd skýrð- ist, greip hann blýant og fór að skrifa á blað sem lá fyrir framan hann á borðinu, reyndi að festa hugsanir sínar á pappírinn. Orð- in rímuðu, en ekki alltaf, og þeg- ar þau gerðu það, var það á ótrú- legustu stöðum. Róbert Crewe var skáld. Konan stóð í dyragættinni og horfði á hann. Hún hafði loðnar augnabrúnir, og úr dökkum aug- unum skein eitthvað sem líktist reiði og hálfgerðri fyrirlitningu. — Ég er að fara núna, — sagði hún, — á ég að gera eitthvað meira? Maðurinn sneri sér við og horfði á hana. — Nei, — sagði hann, — ekk- ert ... Konan yppti öxlum og dró svart sjalið yfir höfuðið og upp fyrir munninn. Hún sneri skjótt við og gekk út. Gatan niður í þorpið lá fram hjá glugganum, sem Róbert sat við. Hún stanzaði við gluggann og horfði á hann, yfir sjalið. — Á morgun, sagði hún, er VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.