Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 31
ar grónar olívutrjám niður að sjó. í fjarlægð sá hann geitahirð- ana og fólkið á ökrunum og í ólívulundum. Það virtist vera eins og venjulega, svartklæddar konur, en þegar þessar verur hreyfðu sig einstaka sinnum til að kasta steini í geit, eða til að tína nokkrar ólívur, sá hann að þetta voru karlmennirnir....... Svo þetta var þá satt. Hann hafði trúað því rétt mátulega þegar konan sagði honum þessa ótrú- legu sögu, hélt jafnvel að hún væri að narra sér út frídag. Fjar- vera hennar var svo sannarlega áþreifanleg, en það var fyrst nú að hann sá að þetta náði til allra eyjarskeggja. Róbert gekk áfram götuslóð- ann. Bak við kaktusþyrpingu var maður að reita arfa af maís- akri og rétt hjá var annar, sem var að reiða eldivið á ösnum, sem voru bundnir hver aftan í annan. Mennirnir veifuðu til hans og kölluðu kveðjuorð til hans yfir akurinn. Þetta höfðu þeir aldrei gert áður. Eyjarskeggjar brostu kurteis- lega og kvöddu með handabandi við sérstök tækifæri, en venju- lega voru þeir ekkert að hafa fyrir því að veifa eða skiptast á kveðjuorðum við náungann. Ró- bert hafði séð frændur sem hann. þekkti mætast á mjórri götunni og víkja úr vegi hvor fyrir öðr- um, án þess svo mikið sem að kinnka kolli, en konurnar heils- uðu venjulega með glaðlegu brosi. Þegar hann kom til þorpsins tók hann strax eftir því að allt var með öðrum svip. Það voru engar konur fyrir utan húsin, eins og venjulega, masandi við nágrannakonurnar, meðan þær hömuðust við handavinnu sína. Ekki voru heimasæturnar heldur sjáanlegar. Þær sem voru vanar að sýna fagrar línur kroppsins, þegar þær sóttu vatn og báru aðrar byrðar á höfðinu, þá vögg- uðu þær mjöðinunum. Hér og þar voru karlmenn í opnum dyr- um að sópa, aðrir voru með börn í fanginu. I einu húsinu sá hann heimiisföðurinn vera að dusta teppi út um glugga á annari hæð og annarsstaðar var piparsveinn sem hann þekkti að sligast und- an vatnsfötum sem hann bar á oki úr tré. Þegar hann kom auga á Róbert veifaði hann glaðlega. hendinni og brosti. —■ Hvert ertu að fara, vinur? spurði hann. Það var eins og erfiði þessa dags ýtti þeim fastar saman og gerði það að verkum að þeir voru vin- gjarnlegri hver við annan en þeir voru endranær. — Ekkert, sagði Róbert, — ég er bara að hreyfa mig .... — Farðu ekki inn á torgið, sagði ungi maðurinn, — gerðu það ekki í dag ...... — Hversvegna ekki? Frá torg- inu heyrðist hávaði og hlátur, HUS I SMMUM BYGGINGAR ERU DÝRAR- TRYGGINGAR ÓDÝRAR. Hverjum husbyggjanda or brýn nauðsyn að tryggja þau verðmæti er Hann skapar; ennfremur ábyrgðina, sem hann stofnar til, meðan húsiö er f byggingu. ALMENNAR TRYGGINGAR i? PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMi 17700 hróp og söngur .... — Hvers- vegna ekki? spurði hann aftur. Maðurinn yppti öxlum, en gretti sig svo af sársauka. Hánn mundi ekki eftir vatnsfötunum og okinu á öxlum sér. Það var heilt ár frá því að hann hafði lyft nokkru, sem var þyngra en vínglas. — Farðu ekki þangað, sagði hann, — ekki í dag. Það er það eina, sem ég get sagt þér ... En Róbert hélt áfram. Það var forvitni, frekar en hugrekki sem rak hann áfram. Forvitni og kæruleysi. Og svo mundi hann eftir ástandinu sem húsið hans var í, það sem annars var svo hreint og hvítskúrað. Kaffihúsin á torginu voru full af kvenfólki. Horuðum, skorpn- um gömlum konum, feitum blómstrandi eiginkonum og mæðrum og grönnum dökkeyg- um ungum stúlkum. Þær voru í pilsum og blússum, — grænum, skarlatsrauðum og bláum, og á höfðinu höfðu þær skrautlega myndskreytta klúta. Þær hölluðu sér aftur í stólnum, teygðu úr fótunum, tylltu þeim jafnvel upp á borðin. Sumar dönsuðu, aðrar sungu, en eitt var sameiginlegt með þeim öllum, þær voru allar :með annaðhvort flösku eða glas í höndinni .... Því að þetta var „Dagurinn". Þennan dag gátu þær gert það sem þær lysti, án þess að fá skammir eða aðfinnsur. Allt ár- ið voru þær að hugsa um hvern- ig þær gætu gert sér sem mest úr þessum degi, hvað þær ætl- uðu að gera, en aðallega hvað þær ætluðu nkki að gera. Þegar þær þræluðu á ökrun- um eða í heimahúsum, álútar yf- ir pottum og pönnum og skríð- andi börnum, hugsuðu þær oft um þennan dag. Þá þurftu þær ekki að fara á fætur fyrir sólar- uppkomu, til að kveikja upp eld eða sópa, ekki til að elda ofan í karla og krakka, og ekki held- ur til að tína ólívur eða að passá geitur. Þá gátu þær legið í rúm- inu og látið sig dreyma um falleg föt og líf í munaði. Svo kom „Dagurinn“. Þær lágu í rúmunum eða vafðar í teppi á gólfum, þóttust ekki heyra jarm- ið í geitunum eða grát barnanna. En þær höfðu enga eirð í sér til að liggja lengi, heldur fóru á fæt- ur til að huga að fötunum sem þær ætluðu að vera í á þessum hátíðisdegi. Þetta var vandsamt verk og ekki mátti kasta höndun- um til þess. Þær sem voru orðnar miðaldra lögðu mest upp úr ytri búnaði. Það lá í augum uppi að öll þessi fyrirhöfn var vegna karl- mannanna, ekki svo mjög til að ganga í augun á þeim, heldur til að gera þá öfundsjúka. Þegar þær voru klæddar fóru þær að horfa á hvernig karl- mönnunum færu húsverkin úr hendi. En þær urðu fljótt leiðar á því. Þær voru vonsviknar yfir því að þeir tóku þessari áþján með góðlátlegri kímni, vissu sem var að blöðrurnar í lófum þeirra hefðu nægan tíma til að gróa á næsta ári. Hefðu þeir tekið þessu öðruvísi, þá hefði óneitanlega verið meiri ánægja af að sjá þá strita. Svo fóru þær að tínast að torg- inu, tvær og tvær eða fleiri í hóp, Masandi og hlægjandi komu þær sér fyrir við veitingahúsin á torg- inu. — Þeir eru ekki svona létt- lyndir, ef þeir þyrftu að þræla allt árið, sögðu sumar. — Allir geta eldað mat og passað börn einn dag á ári.........— Verið þið ekki að eyðileggja daginn fyrir okkur með því að vera að hugsa um karlana. Látum okk- ur heldur njóta hans og vera glaðar, sögðu aðrar. í fyrstu sátu þær við tréborð- in á torginu og nutu hvíldarinn- ar. Svo fóru þær að hella víni í glösin, lítið í fyrstu, en juku svo smátt og smátt skammtinn, þang- að til þær voru orðnar háværar og börðu í borðin. Þær heimtuðu hljóðfæraslátt og söng, dönsuðu INNOXA Heimur íegurð- ar í einu orði Mest selda steinpúðrið, sjö fallegir litir Vel snyrt kona notar ÍNNOXA VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.