Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 36
E5 S5(S)E(£) SÓLGLERHUGU - Sumartizkan 1965 er komin EINKAUMBOÐ FYRIR SOCIÉTÉ DES LUNETIERS, PARIS. Gl6fdUgndV6TZlUfl IngÓlfS S. GÍSldSOndr SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5. af sér skikkiu hins fallega draumlynda hirðmanns og sýndi sinn raun- verulega persónuleika — persónuleika hins göfuga, nákvæma og grimm- lynda hermanns. Hann dró hana með sér niður stigana, yfir forsalinn og út í garðinn. Silfurmistur hékk yfir tjörninni. Við litla marmarabryggju lá bátur og Philippe ýtti Angelique i áttina að honum. — Farðu upp í bátinn! sagði hann stuttaralega. Svo settist hann á miðþóftuna og gekk vandlega frá skríninu á þóftunni fyrir framan sig. Angelique heyrði hann kasta kaðli upp á bryggjuna og svo rann bátur- inn hægt frá bakkanum. Philippe settist undir árar. Hann réri i áttina út á tjörnina. Tunglskinið glampaði á fellingum hvítu satinklæðanna hans og gullinni hárkollunni. Froskarnir voru þagnaðir. Einu hljóðin sem heyrðust, voru þegar síður bátsins strukust við lauf vatnaliljanna, og áraglamið. Þegar þau komu út á svart órofið vatnið á miðri tjörninni, leit hann athugull í kringum sig. Landið virtist fjarri og höllin hvíta var eins og opinberun milli tveggja svartra kletta í garðinum. Þegjandi lyfti du Plessis markgreifi öskjunni, sem hafði kostað svo miklar áhyggjur í fjölskyldu hans, og fleygði henni ákveðinn fyrir borð. Hluturinn sökk og hringirnir, sem merktu staðinn, stækkuðu og hurfu. Philippe leit á Angelique. Hún nötraði. Hann reis upp og settist á þóftuna við hlið hennar. Þessi hreyfing, sem á þessarri stundu og á þessum huldustað gæti hafa verið af ást, lamaði hana af skelfingu. Hægt, og með þeim virðulega þokka, sem einkenndi allar hans hreyf- ingar, lyfti hann báðum höndum og tók um háls ungu konunnar. — Og nú ætla ég að kyrkja yður, kona góð, sagði hann lágt. — Nú er bezt að þér farið og leggizt við hlið litlu öskjunnar á botni tjarnar- innar! Hún neyddi sig til að vera kyrr. Hann var drukkinn eða brjálaður. Hvort sem var, gat hann drepið hana. Var hún ekki algjörlega á hans vaidi? Hún gat ekki æpt né varið sig. Með ómerkjanlegri hreyfingu hallaði hún höfðinu að öxl Philippe. Við enni sitt fann hún kinn, sem ekki hafði verið rökuð síðan um morguninn, sterka, karlmannlega kinn. Allt varð svart fyrir augum hennar. . . . Tunglið óð í skýjum, askjan hvildi á botni vatnsins, akrarnir glömpuðu móti tunglinu og síðasti þáttur sorgarleiksins var að hefjast. Var það ekki réttmætt, að Ange- lique de Sancé dæi þannig fyrir hendi hins unga guðs, sem hét Philippe du Plessis? Allt í einu náði hún andanum aftur og takið um háls hennar slakn- aði. Hún sá Philippe, með samanbitnum tönnum og andlit hans var afskræmt af reiði. — Dauði og djöfull! formælti hann. — Getur ekkert raskað þessu andskotans jafnaðargeði yðar? Getur ekkert komið yður til að æpa og biðja?.... Bíðið bara, það rekur að því! Hann kastaði henni hranalega frá sér og tók við árar á ný. Um leið og Angelique steig fæti á fast land, varð hún að berjast við löngunina til að flýja eins hratt og hún gat. Hún vissi ekki lengur hvað hún átti að gera. Hugsanir hennar voru í móðu. Philippe virti hana fyrir sér með athygli. Þetta var engin venjuleg kona. Engin tár, engin hróp, hún titraði ekki einu sinni. Hún var enn að bjóða honum byrginn, þó var það hann, sem misboðið var. Hún sagði honum fyrir verkum, auðmýkti hann meir en nokkur maður getur umborið án þess að óska hinum dauða. Aðalsmanni er hægt að refsa fyrir slíkt með sverði, þorpara með staf, en konu?.... hvaða skaðabóta var hægt að krefjast af þessum hálu, aflvana, hræsnisfullu skepnum, sem snertu á sama hátt og eiturkvikindi og vöfðu menn svo kænlega í orðum sínum, að menn fundu sig svikna.... og með rang- indum þar að auki? Hann greip fantataki um handlegg hennar og leiddi hana aftur upp að höllinni. Um leið og þau lögðu af stað upp Breiðan stigann, sá hún hann teygja út hendina og taka niður löngu hundasvipuna, sem hékk á veggnum. —- Philippe, sagði hún. — Við skulum skilja hér. Þú ert ölvaður. Hversvegna ættum við að rífast meir? Á morgun... . — Ónei! sagði hann kaldhæðnislega. — Er ég ekki skyldugur að inna af hendi hjúskaparskyldu mína? Og þar að auki þarf ég að refsa yður lítið eitt og kenna yður að láta af öllum þvingunaraðferðum. Gleymið því ekki, Madame, að ég er eiginmaður yðar og ég hef allan rétt á yður. Hún ætlaði að flýja, en hann hélt aftur af henni og sló hana eins og hann hefði slegið óhlýðinn hund. Angelique æpti fremur af hneykslun en sársauka. — Philippe, þér eruð brjálaður! — Viljið þér biðja mig fyrirgefningar! sagði hann milli samanbitinna tannanna. — Þér verðið að biðja mig fyrirgefningar fyrir það, sem þér hafið gert! — Nei! Hann ýtti henni inn í herbergið, lokaði á eftir sér og tók að hýða hana með svipunni. Hann kunni að fara með hana. Starf hans sem veiði- stjóri konungsins hafði ekki verið til einskis. Angelique brá handleggjunum fyrir andlit sitt í vörn. Hún hallaði sér upp að veggnum og sneri sér ósjálfrátt við. Hún titraði undan hverju höggi og hún beit á vörina til að stynja ekki. En áður en langt um leið hrópaði hún: — Þetta er nóg Philippe, þetta er nóg.... Ég bið yður að fyrir- gefa mér. Þegar hann hætti, undrandi yfir þessum auðunna sigri endurtók hún: — Ég bið yður að fyrirgefa mér. . . . það er satt. Ég hef komið skammarlega fram við yður. Hann stóð hreyfingarlaus og á báðum áttum. Hún var ennþá að spotta hann, eyðileggja reiði hans með uppgerðar auðmýkt. Þær voru allar flaðrandi tíkur! Þær voru hrokafullar í sigrinum en skriðu und- an svipunni! E'n í rödd Angelique var einhver alvara, sem olli honum gg VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.