Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 39
aðan hattinn og Ijósfölt hárið. Hún kallaði á hann. En hann var að fölna og hverfa. Henni heyrðist hún heyra Sorbonne gelta og fótatak Desgrez nálgast í fjarska.... Desgrez og rennusteinsskáldið — hún blandaði þeim alltaf saman í huga sér, veiðimanninum og hinum elta; báðir voru synir Parísar- borgar; báðir voru æringjar og háðfuglar, og krydduðu mál sitt með latínuslettum, en hversu mjög sem hún þráði og þarfnaðist nærveru þeirra, fölnuðu þeir og misstu allan raunveruleik. Þeir voru ekki lengur hluti af hennar ævi. Blaði hafði verið flett. Hún var skilin frá þeim að eilífu. Angelique kipptist við og vaknaði. Hún hlustaði. Þögnin í skógum Nieul umkringdi hvítu höllina. 1 einveru herbergjanna hlaut hinn fallegi hrotti að liggja hrjótandi, þrunginn af víni. Ugla vældi og dauft kall hennar túlkaði ljóð nætúrinnar og skóganna. Unga konan fann til mikillar rósemi. Hún sneri höfðinu til á koddan- um og reyndi ákveðin að sofna. Hún hafði tapað fyrstu lotu, en hún var samt Marquise du Plessis Belliére. Um morguninn varð Angelique samt fyrir nýjum vonbrigðum. Þegar hún kom niður eftir að hafa snyrt sig eftir föngum til að forðast forvitni Javotte, og smurt andlit sitt með blýhvitu og púðri til þess að hylja þau meiðsli, sem mest voru áberandi, komst hún að raun um að eiginmaður hennar hafði snúið aftur til Parísar í dögun. Eða þó öllu fremur til Versala, þar sem hirðin hafði safnazt saman til að halda síðustu hátíðirnar, áður en sumarherferðirnar byrjuðu. Angelique hitnaði svo i hamsþ að blóð hennar var við suðumark. Imyndaði Philippe sér, að kona hans léti sér nægja að vera grafin í lítilli sveitahöll, meðan veizlurnar gengu af fullum krafti i Versölum? Fjórum klukkustundum síðar þeyttist vagn, dreginn af sex val- hoppandi hestum, eftir ósléttum vegum Poitou. Angelique, stjörf og þjáð, en altekin af viljaþreki, var á leið aftur til Parísar. Hún hafði ekki þorað að standa augliti til auglits við hinn skarpskyggna Molines, en skildi eftir miða, þar sem hún fól drengina í hans vörzlu. Hjá afa sínum og í umsjá Barbe, barnfóstrunnar og ráðs- mannsins, myndu Florimond og Cantor hafa allt, sem hugurinn girnt- ist. Hún gat lagt af stað, áhyggjulaus um þá. Þegar til Parísar kom, leitaði hún skjóls hjá Ninon de Lenclos. Síð- ustu þrjá mánuði hafði Ninon verið trygg í þeirri ást, sem hún bar til de Gassempierre greifa. Hertoginn hafði farið til hirðarinnar um viku- tíma og í húsi vinkonu sinnar fann Angelique þá hvíld og ró, sem hún þurfti. Hún lá fjörutíu og átta klukkustundir í rúmi Ninon með smyrsla- bakstur á andlitinu og Ninon lét þjónustustúlkur sínar nudda líkama hennar með olíum og ýmsum smyrslum. Hún gaf þá skýringu á skurðum og marblettum, sem skreyttu andlit hennar og axlir, að vagninn hennar hefði orðið fyrir áfalli á leiðinni. Ninon var svo kurteis og kunni sig svo vel, að Angelique vissi aldrei hvort hún trúði henni eða ekki. Ninon talaði mjög eðlilega um Philippe, sem hún hafði séð í svip, þegar hann sneri til Versala. Mörg skemmtiatriði áttu að fara fram við hirðina: Kappreiðar, ballettsýningar, leiksýningar, flugeldasýningar og fleira. Staðurinn ómaði af hlátri þeirra, sem hafði verið boðið, og tanna- gnístri þeirra, sem orðið höfðu út undan. ÖTL réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framhald í næsta blaöi. Þannig eru iífskjörin mín Framliald af bls. 11. í tekjurnar, þó að ég hafi ekki reykt nema hálft árið og fyrst þar á eftir % pakka, af því ódýr- asta er fæst, þá myndi ykkur líka blöskra sem mér. Og svo drekk ég kaffi, fer með 1—2 pakka á viku, en maðurinn drekkur bara kalt vatn eða mjólk. Svo kaupi ég Vikuna, en hann nokkur mánað- arrit, en engin dagblöð. Allt upp- talið. Má ég spyrja ykkur, elsku neyt_ endur: Á ég að hplda, svona áfram, eða á ég að hlýða þeim sem segja að bændur séu óþarfir, og flýja héðan? Maðurinn minn hefur hér sínar rætur, á ég að slíta þær upp, og gera hann enn óánægðari en hann er? Á ég að vera hér kyrr; aldrei að eignast það sem ykkur finnst lífsnauð- synlegt, svo sem ísskáp, ryksugu, svefnherbergis- og borðstofuhús- gögn úr tekki, hárþurrku, sjón- varp, (ég hef aldrei litið í sjón- varp), segulband, ferðaútvarp, kvikmyndavél, skuggamyndavél, uppþvottavél og hvað þetta allt heitir, sem við sjáum í Vikunni og allir verða að eiga? (Axminst- er gólfteppi, það hlýtur að vera draumur að eiga). Það hefur aldrei verið keypt nema eitt borð, hitt er allt heimasmíðað. En í sumar keyptum við þó af tilvilj- un talsvert. Hvað finnst ykkur: Er hægt að láta reka sig héðan, svo mikið sem það hefur kostað að koma þessu í það horf sem það er í? En hvenær byrjar búið að skila þeim arði að við getum far- ið að lifa sönnu fjölskyldulífi? Og hvenær er búið að rækta nóg og ganga svo frá öllu að við get- um hætt að leggja allan arðinn í bújörðina? Þegar fólkið vill ekki þiggja tilveru okkar og afurðir? Ég þekki sjómenn (tvær af systr- um mínum eru giftar sjómönn- um) og ég óska þeim alls þess bezta og veit að þeir búa við erfið kjör og strita mikið. Svo mikið, að þeir geta tæplega stundað það starf sitt eftir fimmtugt, og ættu þá að vera búnir að ná sér í elli- stoðina, sparifé. En þeir fá þó að hvíla sig annað slagið í nokkra daga í faðmi heimilisins. En minn maður verður að vinna nálægt því jafnt alla daga ársins, og má ekki einu sinni vera veikur því þá geta orðið stórskaðar á bú- inu. Svo er verið að ota sjómönn- um og bændum saman. Það er of- nmmmmmal ^ EL $—Jh-£X----------- InnbyggSir ofnar með Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — með eða ón grillteins. Verð fró kr. 6.400,00. Borðhellur 3ja og 4ra hólfa. Verð fró kr. 4.500,00 Þvottapottar 50 og 100 lítra. Verð kr. 3.200,00 og 4.150,00. -----CT f-Jhtr, Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, með eða ón klukku og hitahólfi. Verð fró kr. 6.400,00. ÁBYRGÐ OG VARAHLUTAÞJÓNUSTA KYNNIÐ YÐUR HINA HAGKVÆMU GREIÐSLUSKILMÁLA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.