Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 46
Nýju hnésíðu buxurnar og 3/4 síður jakki, hvort tveggja úr Ijósbrúnu, þykku og mjúku velúr. Jakkanum lokað með þremur litlum böndum með korsum á, sem dregin eru í smáar spennur. Þetta er sérstaklega fallegur og hlýr búnaður. VIKAN 13. tbl. I A Falleg treyja úr brún- og hvítköflóttu efni með hvítum rúllu- kraga, en á honum eru þrír litlir brúnir hnapp- ar. Húfan er úr sama efni, þver fyrir að ofan með breiðu, hvítu kögri. Uppbrotið á húfunni hvítt. Anoralc úr mörgum fer- liyrndum stykkjum, sitt með liverjum lit, sterkrautt, ljós- grænt og dökkgrænt, brún- fjólublátt, hvítt, himinblátt, grænt og gult -— eða þeir lit- ir, sem hver kýs. Hér er svo buxnapils, mjög skemmti- legt í skautaferð. Efnið er stórköfl- ótt með rauðum grunni. <5 Á þessari mynd sjáið þið vel skinnvettlingana, en þeir eru úr refaskinni, oftast úr livítu eða rauðu skinni. Upp- skrift af þessum heklaða hjálmi (en svo eru þessar húfur kallaðar) verður í næsta blaði, en það tekur u. þ. b. ldukkustund að hekla hann, fyrir vana manneskju, svo að hann getur að minnsta kosti orðið til fyrir páska- ferðina. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.