Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 47

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 47
Hjá ungum, vel vöxnum stúlkum hafa slík- ir samfestingar úr „stretdV'-efni orðið mjög vinsælir, og eru buxurnar auðvitað hnésíðar. Þessi er blár úr þykku, mjúku ullar-nælon efni. Venjulega eru notaðar svellþykkar peys- ur undir svona samfestinga, þótt stúlkan á myndinni sé í blússu. Sokkar og húfa er stór-þverröndótt í gulum og bláum lit, dúsk- urinn á húfunni gulur. Yfirleitt eru litir á skíðafötum mjög skærir og sterkir núna. Það mundi einhver reka upp stór augu, ef stúlka sæist á gangi í þessum göngufatnaði hér — sterk- ljósbleikum, allt í sama lit. Þessi gönguföt eru öll mjög nýtízkuleg. Fyrst er það hjálmhettan, sem allst staðar stingur upp kollinum. Hér er hún saumuð úr ullarefni, peys- an með háum rúllukraga, jakkinn tvíhnepptur og frekar síður, buxurnar þröngar og stangaðar að framan og takið eftir skarðinu upp í skálm- arnar beint framan á. Allt er þetta sem sagt sterkbleikt — nema skórnir, sem eru úr milli- brúnu rúskinni og reimaðir upp eins og fót- boltaskór. Hnésíðu buxurnar — nokkurs konar þröngar ,,pokabuxur“ eins og þessi sídd af buxum var kölluð hér einu sinni. Fremri stúlkan er í svörtu tvíhnepptu vesti við og þykkri peysu innan undir. Húfan og trefill eins og peysan, en á húfunni er svartur skinndúskur úr sama efni og vettlingarnir, en þeir eru úr loðnu, mjúku skinni og er það allra nýjasta tízka í skíðavettl- ingum og hlýtur að ná hér vinsældum eins og annars staðar. Buxurnar eru appelsínugular, og sokkarnir svartir, en aftari stúlkan er í svörtum buxum og sterkrauðum sokkum. Á skíöi, skauta og i göngufferðir Undírbúið páskaferðina Þegar dagurinn lengist langar marga að lirista af sér skammdegismyrkrið og njóta útiveru. Páskarnir eru eiginlega mikil úliliátíð á íslandi, því að þá mörgu frídaga nota flestir til ferðalaga og úti- veru. Skíðaíþróttin á einna mestum vin- sældum að fagna — þegar svo gefur, en það er ekki alltaf, a. m. k. ekki á Suður- landi. Til þess að njóta útiverunnar, þarf allur útbúnaður að vera í lagi — fötin falleg og lienlug og eins þarf að liugsa vel um húðina og snyrtingu. Myndir af fallegum sportfötum fylgja hér með og nokkrar leiðbeiningar verða gefnar um snyrtinguna hér á eftir. Sé mjög kalt, verður að fara varlega í að þvo andlitið úr vatni og sápu, sérstaklega að morgni. Sé húðin ekki mjög þurr má nota vatn að kvöldi og bera nóg af nærandi kremi á og láta liggja yfir nóttina. En sé húðin þegar orðin þurr og jafnvel sólbrennd, á að hreinsa hana með kremi eða andlitsmjólk og mildu andlitsvatni (alls ekki astringent). Eftir nóttina hefur húðin sogið í sig nóg krem, sem endist henni daginn út, ef aðeins er strokið yfir hana að morgni með mildu and- itsvatni eða jafnvel aðeins þerruð. Mörgum finnst að þær séu ekki vel vaknaðar fyrr en and- litið hefur verið þvegið, en reyna má að leggja kaldan vatnsbakstur á augun. Andlitsvatnið frískar húðina líka vel, en eftir það á að bera vökvakrem á húðina (moisturekrem). Næsta skref fer eftir því, hvort óskað er eftir að verða brúnn eða ekki. Flestar hér vilja verða sem brúnastar, en þó eru nokkur takmörk fyrir því, sérstaklega ef sólbruni fylgir með. Þær, sem vilja verða útiteknar, ættu að bera á sig gott sportkrem, sem varnar sólbruna, en eins og all- ir vita, er sólin hálfu sterkari í snjó vegna end- urkasts birtunnar. Það á ekki að bera meira á sig en húðin sýgur í sig. Hinar, sem orðnar eru nægilega brúnar, ættu að nota litað púður-und- irlag, sem um leið hlífir húðinni. Varizt rauð- leitt púður-undirlag, sem oft fegrar gráleita húð innanhúss, en á ekki við í kulda. Hafi nefið sólbrunnið meira en aðrir andlitshlutar, sem oft vill verða, má leyna því með því að bera fyrst mjög ljóst undirlag á það, næstum bein- hvítt, en bera svo annað yfir í sama lit og á aðra staði andlitsins. Sumir fá alltaf rautt nef í kulda, og er þetta auðvitað líka ágætt ráð við því. Púðrið svo með lausu púðri yfir allt sam- an, en notið ekki steinpúður úti í kulda. Framhald á bls. 50. VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.