Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 48
Sttnjífish APPELSÍN SÍTRÖN LI M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili Hvinur í stráum Framhald af bls. 45. legg en hún situr við sinn keip og segist ætla að fara hvað sem það kostar og í vist ef ekki vill betur til og nú ætlaði ég eigin- lega að fara þess á fjörur við ykkur að þið lánuðuð mér ef þið gætuð til að koma telpukvöl- inni suður ég á von á það iagist hjá mér bara strax næsta sumar en náttúrlega er frekja að fara framá svona.“ „Þetta ber nú illa uppá Þor- mar minn,“ sagði frú Jónhildur „því hún Sveinbjörg okkar á að fara suður í haust og það er ekki víst hvað verður afgangs þegar það hefur verið afgreitt. Annars veit hann Guðmar minn þetta allt miklu betur.“ „Já ég veit að það eiga allir nóg með sig en ég lofaði henni Björgu litlu kvölinni að minn- ast á þetta“ sagði Þormar og gekk allur saman í herðunum. „Þetta getur nú verið undir ýmsu komið mágur,“ sagði Guð- mar og tók duglega i nefið og ýtti svo pontunni yfir til Þor- mars og sagði: „Biturinn og pest in geta komið í veg fyrir allt og meira að segja að hún Sveinba litla okkar hérna stráið fari nokkuð og við skulum nú fyrst sjá hvað hleypur ofan af fjallinu áður en við förum að leggja það inn og fáðu þér nú í nefið mágur. Það tekur ekki of- an af stúlkubarninu eða neðan þó hún haldi sér í skefjum til haustsíns skarnið.“ 11. KAFLI Guðmar á Bakka sér til unga fólksins Nokkru síðar skrapp Guðmar á Bakka i kaupstaðinn og var góðglaður þegar hann lagði af stað heim aftur og var seint fyrir. Hann var einn á ferð og þegar hann var á milli Skála og Skarðs sá hann einhverju hvítu bregða fyrir í einstiginu ofan við hvamminn neðan við fossinn og datt í hug það gæti verið kind i sjálfheldu eða að lömbin henn- ar væru í vandræðum svo hann tyllti StóraBlakk við hríslu og gek niður að hvamminum beint á móti einstiginu þaðan sem hann gat séð yfir allan hvamm- inn og einstigið. Þegar hann kom fram á hvammbarminn sá hann að þetta var ekki rolla þetta hvíta heldur hún Sveinbjörg litla Guðmarsdóttir á Bakka og sá sem hún lagði hendurnar um hálsinn á og kyssti svona ofur- blítt var enginn annar en hann Gunnar litli Gúðmúndsen stjúp- sonur læknisins á Skálum. Guðmar laumaðist ofurhægt upp á veginn aftur þangað sem ekki sást til hans í sumarrökkr- Norska Dala-prnið Heilo-Fasan '4 ■»*' **■»- - ** í- RM <- \>. ->■ w **, 2.4 y. ** ***&;! m jt-V 1 Fjölbreytt val mynstra. Dala-garniö er norsk úrvalsvara. Dala-garnið fæst um allt land. - ■■■;.* umboðið inu öeðan úr hvamminum fyrir neðan fossinn þangað sem Stóri- Blakkur stóð og leysti tauminn á honum og stóð um stund með hann i hendinni og sagði svo stundarhátt við sjálfan sig: „Upp koma svik um siðir/ Svo tók hann pyttlu úr hnakktöskunni og saup á vænan sopa og stökk svo á bak StóraBlakk og þeysti í einum spretti heim í hlað á Bakka og spretti af hestinum og tók út úr honum fyrir neðan túngarðinn og gekk svo heim i búr og fékk sér kaffi áður en hann gekk upp i Suðurhúsið til konu sinnar. Hún spurði hann frétta úr kaupstaðnum en hann ansaði fáu til þar til hann lagð- ist upp í að hann sagði: „Það skal hún Sveinbjörg okkar suður í haust þó skollinn hirði hverja skjátu á fjallinu.“ „Því dettur þér það í hug núna Guðmar minn?“ spurði frú Jón- hildur sem kunni illa við að maður hennar væri ölvaður en lét þó kyrrt liggja. Guðmar leit myrkum augum á konu sina og spurði: „Hverju reiddust goð- :in?“ Svo var hann sofnaður. Guðmar á Bakka hafði fram að þessu verið afskaplega lítið á ferð um húsið en nú tók hann að vera á óliklegustu stöðum og á kvöldin og fram á nótt var hann ýmist í miðhúsinu eða niðri í búrinu og hafði opið fram i göngin. Fólkið tók sér þetta ekki til því Guðmar hafði alltaf þótt einrænn og sérlundaður en Sveinbjörgu þótti þetta heldur verra en þagði þó svo enginn vissi um hug hennar. Nú gat hún aldrei komizt út þegar aðrir voru sofnaðir þvi pabbi hennar var ævinlega einhvers staðar á vakkinu. Gunnar kom stundum að Bakka en þá var Björg litla á Skarði ævinlega í fylgd með honum og ekki gat Sveinbjörg gert sér nein erindi út að Skál- um. Hún brá sér stundum á sunnudögum að hitta Björgu á Skarði og stundum kom Gunnar þangað lika, en það bar allt að einu, þau fengu aldrei að vera ein síðan Guðmar fór að göltr- ast þetta á kvöldin og nóttinni. Frú Jónhildur var sú eina sem hafði orð á þessu háttarlagi og spurði hvað þetta ætti að þýða „Og ekki neitt sosum,“ svaraði Guðmar eða „Og ætli það eigi barasta að þýða nokkuð?“ Nokkru síðar bar Einar í Nesi sem stundum var kallaður Ein- ar Kéllíng af því hann hafði svo gaman af því að bera sögur á milli að Bakka og hitti Guðmar útivið en Guðmar bauð honum inn í bæinn og frú Jónhildur bar þeim rjúkandi kaffi. Þegar þau voru öll sezt yfir ilmandi kaffibollunum spurði Guðmar almæltra tíðinda. „Og það er þá helzt hvað unga fólkið ætlar að strekkja burt úr sveitinni í vet- ur. Þið vitið nú um ykkar eigin dóttur og svo ætlar hann suður

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.