Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 49
líka hann Gunnar litli GúSmúnd- sen á Skálum stjúpsonur lækn- irsins og svo er verið að tala um að hún Björg litla á Skarði hafi ekki verið mönnum sinn- andi í allt sumar heldur hafi einlægt verið að suða í foreldr- um sínum litla stráið þvi að hana langar svo í kvennaskól- ann fyrir sunnan en það er varla að þau á Skarði hafi efni á að senda hana og það hefði þó ver- ið meira gaman fyrir þau að vera þrjú fyrir sunnan því það heyrir maður að unglingar úr einu byggðarlagi haldi vel sam- an þarna fyrir sunnan.“ „Ojamm“ sagði Guðmar og saup drjúgum á bollanum sinum. „Gunnar trúi ég ætla i verið í vetur.“ „Óekki Guðmar minn,“ sagði Einar í Nesi. „Hann ætlar í skóla og kvað eiga að verða prestur, blessaður læknirinn ætlar ekki að gera það endasleppt við hana Sigríði og börnin hennar sem hún átti áður en hún átti hann.“ Þegar Einar var farinn kom Guðmar sér ekki að nokkru verki aftur heldur eigraði þetta fram og aftur um bæinn og út fyrir þangað til hann kom upp i Suð- urhúsið til hennar frú Jónhild- ar og sagði: ,>Svona eftir á að hyggja Jón- hildur mín held ég hún Sveinba litla okkar hérna ætti ekki að fara neitt suður í haust heldur veit ég að hún frú Ragnheiður kaupmannsfrú mundi fást til að segja henni svolítið tii i þessari dönsku sem hún er alltaf að masa um.“ „Hvað kemur þér til maður að fara að hætta við þetta allt núna? Þú veizt vel að það er bú- ið að fastráða þetta allt bæði hér og fyrir sunnan og við erum al- veg búin að búa hana Svein- björgu litlu út. Ég ansa bara ekki svona vitleysu.“ „Ja mér er eiginlega töluvert illa við að telpuhnátan fari litla skinnið þetta suður fyrr en hún er orðin eitthvað eldri því það er aldrei að vita hvernig fer fyrir þessum skinnum i þessari óráðsiu og solli þarna fyrir sunnan. Ég held það væri betra að hún færi eki svona langt fyrr en hún er orðin almenni- Allt í senn: snyrtiborÖ - skrifborð-kommóða 1 óskadraumur fermingar- stúlkunnar! HÚSGAGNAVERZLUN ÁRIMA JONSSDNAR lega fullorðin stráið.“ „Það þýðir ekki um þetta að tala Guðmar minn ég ætla bara að láta þig vita það strax. Það verður eins og við höfum á- kveðið að hún Sveinbjörg litla okkar hérna fer suður í kvenna- skólann í haust og ekkert múður með það. Og mér er sagt hann Gunnar liérna á Skálum fari líka suður í haust i skóla og ætli hann liti ekki eitthvað til með henni leiksystur og jafn- öldru.“ Guðmar leit eitthvað svo skrýtilega til konu sinnar og mælti seinlega: „Jú hann væri vís til þess drengurinn.“ Um kvöldið lagði Guðmar á Bakka á Stórablakk og reið út að Skarði til að hitta Þormar mág sinn. Hann hitti liann þar sem hann var að dengja Ijái úti í smiðju og sagði við liann for- málalaust: „Þú varst svona að fara í þau fötin við okkur Jón- hildi mína einhvern tímann i sumar að við hjálpuðum henni Björgu litlu að komast í skóla fyrir sunnan í vetur. Ég trúi að það verði einhver r£ð með að hjálpa henni kvölinni og kann- ski óþarfi fyrir þig að sveitast við blóðinu að borga það aftur. Láttu stúlkuna fara maður suður þær hafa gott af því að vera sam- an frænkurnar hún og hún Svein- björg mín. 12. KAFLI Sveinbjörg á Bakka segir allt af létta Eihvern sunnudaginn um haustið í afskaplega góðu veðri datt henni frú Jónhildi í hug að það gæti verið gaman að fara með börnin að tína ber. Hún spurði Sveinbjörgu hvort hún vildi koma með en hún sagðist þurfa að laga eitthvað áður en hún færi suður, sem var alveg að koma að. Hún fór með börn- in út á holtið fyrir ofan Skarð, því þar þekkti hún vel til berja síðan hún var sjálf barn og mundi sérstaklega eftir einni skemmtilegri laut þar sem uxu bæði jarðarber og hrútaber og hún hugsaði sér að gá hvort frændfólkið á Skarði væri ekki búið að finna þessa laut. Hún dreifði börnunum sinum um móana og dólaði svo áfram í áttina að lautinni góðu meðan hún tíndi ber á leiðinni þang- að til hún var komin að barðinu sem var norðanmegin við laut- ina en þá heyrði hún manna- mál. Hún hélt fyrst þetta væri eitthvað af börnunum hennar sem væru komin ofan i lautina og varð með sjálfri sér ergileg ef þau hefðu nú troðið niður jarðaberin sem voru svo einstak- lega góð þó þau væru lítil og svolitið súr en svo heyrði hún að þetta var karlmannsrödd hún gægðist ofurvarlega yfir brúnina á lautinni og sá að þar sátu þau Sveinbjörg hennar og hann Gunnar á Skálum og voru að tala saman. „Já elskan min“ heyrði hún að Gunnar sagði. „Við verðum að fara ofurvarlega svo engan gruni neitt því það er ekki vert VIKAN U. ttL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.