Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 50
Köknr fvrir páskana 2 bollar hveiti, 1 tesk. sódaduft, 1/2 tesk. salt, ósætt súkkulaði 3/4 úr bolla, 1/2 bolli smjörlíki, 1 1/2 bolli sykur, 2 egg, 1 tesk. vanilludropar, 2/3 bolli súrmjólk, sjóðandi vatn 1/2 bolli. Smyrjið tvö kringlótt form og legg- ið smjörpappír á botninn. Bræðið súkkulaðið og látið það kólna nokkuð. Hrærið smjörlíkið með sykrinum þar til það er hvítt, bætið óhrærðum eggj- unum í og haldið áfram að hræra, síð- an vanilludropunum og súkkulaðinu og hrærið vel. Síðan er þurru efnun- um bætt í með mjólkinni og aðeins hrært eins og með þarf til að það blandist saman, síðast er sjóðandi vatnið sett 1 og deiginu helt í form- in. Bakað í meðalhita í ca. 30 mín. Uppskrift að kreminu er þessi: Ósætt súkkulaði 3/4 bolli, smjör 2 matsk. kartöflumjöl 2 1/2 matsk. mjólk 1/3 bolli, salt 1/8 tesk., flórsykur 2 1/2 bolli, eggjarauður 2, vanilludr. 1 tesk. Þunnur rjómi ca. 3 matsk., eggjahvítu- kökur 8 st. Bræðið smjörið og súkkulaðið í tvö- földum potti, blandið kartöflumjöl- inu, sem hefur verið hrært með mjólkinni, saman við hægt og hrær- ið þar til það er þykkt og jafnt. Látið 1 bolla af sykrinum og saltið í eggjarauðurnar og bætið því í súkkulaðið og haldið áfram að hita það þar til það er mjúkt. Bætið vanilludr. í og látið þetta kólna. 1/3 af þessu á að nota á milli laganna, en í það, sem eftir er, er því, sem eftir er af sykrinum bætt og kakan þakin með því. Eggjahvítukökurnar muldar ofan á. Veizlukaka Þetta er mjög skemmtileg kaka, því hún lítur eins og þarna væru um fjór- ar kökur að ræða. Hún er bökuð 1 tveimur ferhyrndum mótum. 2 2/3 bolli hveiti, 3 tesk. lyftiduft 1 tesk. salt, 2 bollar sykur, 2/3 bollar smjörlíki, 1 bolli mjólk, 2 tesk. vanillu- dropar, 4 egg. Smyrjið tvö ferhyrnd form og lát- ið smjörpappír á botninn. Linið, eða hálfbræðið smjörlíkið. Blandið saman öllum þurru efnunum og bætið feit- inni, mjólkinni og vanilludr. í, hrær- ið í 2 mín., og blandið þá eggjunum saman við og hrærið í 2 mín í viðbót. Bakið í meðalheitum ofni í u.þ.b. 35 mín. Látið formin kólna í 5 mín. á grind áður cn kakan er tekin úr þeim. Síðan er kakan þakin þessu kremi, sem er bragðbætt á fjóra vegu: 1/2 bolli smjör eða smjörlíki, 4 bollar flórsykur, salt, þykkur rjómi 4-6 mat- skeiðar. Smjörið hrært og sykrinum bætt smám saman í og saltinu. Rjóminn settur í, lítið í einu, þar til auðvelt er að smyrja með kreminu. Hrærið áfram þar til kremið er létt og freyð- andi. Svo er því skipt í 4 hluta: Súkkulaðikrem — 2 tesk. kakó, V« tesk. vanilludr. og 1 tesk. rjóma bætt í kremið. Ristað kokóskrem — Kremið er bor- ið á kökuna óbreytt og ristuðu kókós- mjöli stráð yfir, en það er búið þannig til: Kókósmjöli stráð á botninn á lágu formi og bakað í ofni í u.þ.b. 5 mín. eða þar til það er brúnt. Möndlukrem — 1/8 tesk. vanilludr. og 1/2 tesk. möndludr. bætt í krem- ið. Sá fjórðipartur er svo skreyttur með litlum súkkulaðistykkjum. Piparmintukrem — 1/4 tesk. pipar- mintudropar eru látnir 1 síðasta fjórða partinn, og hann er svo skreyttur með muldum, beiskum, hvítum og rauðum brjóstsykri. Leggið smjörpappír frá horni til horns yfir kökuna og smyrjið fyrst þann hluta hennar, sem hann þekur ekki. Ef farið er aðeins yfir á pappír- inn, verður kanturinn þráðbeinn. Smyrjið svo hinn hlutann og hliðarn- ar, og farið eins að við hina kökuna. Lagðar hlið við hlið, svo þær virðizt ein lengja. a‘ð fólkið fari aS mala og masa um þa‘ð sem það veit ekkert um fyrr en til kastanna kemur og þú veizt að við höfum komið okkur saman um það að fyrst verði ég að ljúka prestsprófinu áður en við getum gift okkur og við verðum líka að gæta þess fyrir sunnan að enginn þar fái pata af neinu sem kjaftatifurnar liérna heima í sveitinni gætu frétt það er verst að hann pabbi þinn skuli ætla að borga fyrir hana Björgu líka, því hún hfefur einhverja hugmynd um okkur og passar svo voða vel upp á að við fáum helzt aldrei að tala saman í næði.“ „Já elsku vinur minn“ heyrði frú Jónhildur að Sveinbjörg anzaði. „En má ég ekki samt segja lienni mömmu minni að við séum trúlofuð" „Jú ef þú eudilega vilt,“ sagði Gunnar. „Ég hugsa að hún geti alveg þagað.“ „Já hún mamma getur alveg þagað. Hún segir engum það nema bara pabba og hann er svo góður.“ Frú Jónhildur flýtti sér ofur- varlega niður af lautarbrúninni og reyndi að komast nægilega langt í burtu til þess að ekki liti út fyrir að liún hefði legið á hleri ef þau kæmu upp úr og sæju til hennar en til þess kom ekki. Og áður en langt um leið smalaði liún saman börnunum sínum og fór með þau öll upp á heimaholtið þvi hún sagði að berin þar væru betri og stærri en i raun og veru vildi hún ekki að krakkarnir álpuðust eitt eða fleiri ofan í lautina og hún gat ekki að þvi gert að henni var líka eitthvað svo létt í skapi. Þegar ró var komin um kvöld- ið og þau Guðmar og Jónhildur sátu yfir ilmandi kaffi inni í Suðurliúsinu kom hún Svein- björg þangað inn til þeirra. Guðmar á Bakka virti þessa dótt- ur sína fyrir sér og dáðist að þvi með sjálfum sér livað hún væri orðin falleg stúlka svona grönn og limafögur og lagleg í and- liti með þetta fallega brúna hár sem var eiginlega það eina sem gerði hana öðru vísi en mamma hennar hafði verið þegar hún var ung. Jónhildur dreif fram bolla handa dóttur sinni og hellti í liann og hún settist hjá þeim við kvöldsopann þangað til hún sagði: „Ég ætlaði fyrst að segja mömmu það einni og biðja hanti að segja pabba það en nú sé ég að það er bezt að segja ykkur báðum það í einu að ég og hann Gnnnar á Skálum við erum trú- lofuð og ætlum að verða hjón þegar við erum bæði stór og bann er orðinn prestur.“ Guðmar var að súpa á kaffinu sínu þegar Sveinbjörg fór að tala og þegar hún sagði þetta svelgd- ist lionum svo mikið á að hann spýtti þvi öllu út úr sér og sumt fór yfir borðið og það gusaðist ofan í dúkinn þegar hann sleingdi frá sér bollanum en frú Jónhildur skeytti því engu, held- ur sagði: það vona ég elsku Svein- björg mín að þú verðir alltaf jafn hamíngjusöm og þú ert núna barn og þið bæði og guð blessi ykkur. En hvað er þetta Guðmar minn hvað fer svona öfugt of- an í þig góði minn.“ Guðmar hóstaði lengi og gat ekkert sagt en þegar hann mátti mæla á ný sagði hann: „Og það skiftir nú minnstu hvað fer öf- ugt ofan í mig núna en mér sýn- ist að allt hafi komið öfugt úr mér hér í eina tíð.‘ Framhald ( næsta blaði. Á skíSi, skauta og í gönguferðir Framhald af bls. 47. Varaliturinn á að vera í sterk- um lit, en varizt samt bláleita liti, og vilji varirnar blána í kulda, er ágætt að bera hvítan lit á var- irnar fyrst, svo að varaliturinn taki ekki á sig bláleitan blæ. Augnháraliturinn verður að vera vatnsekta, því að í roki og kulda rennur oft úr augunum, og liturinn er til engrar prýði niður á vöngum. Það má gjarn- an nota augnskugga, nema hvað hann á ekki að vera með gull eða silfurslikju. Hann þarf ekki að vera sérlega feitur, þótt ver- ið sé úti í kulda, því að augnlok- ið gefur frá sér það mikla fitu sjálft, að ekki er rétt að hætta á að skugginn renni út eða í kekki. Oft verður húðin og sérstak- lega nefið rautt vegna slæmrar blóðrásar, en of seint er gera nokkuð í því, þegar komið er af stað í ferðalagið. Til að fyrir- byggja það, þarf að hefjast handa helzt hálfum mánuði áður en lagt er af stað. Víxlböð á hverju kvöldi reynast ágætlega, þó þarf að viðhafa nokkra gát þegar við- kvæm húð eða tilhneiging til sprunginna æða er fyrir hendi. Þá má vatnið ekki vera of ískalt eða sjóðandi heitt og stundum er vissara að nota svamp eða klút, frekar en að dýfa andlitinu nið- ur í skálina. Sé húðin mjög þurr, er ágætt að fara í gufubað með andlitið á hverju kvöldi nokkru áður en lagt er af stað. Þá er vel feitt andlitskrem borið þykkt á húð- ina og andlitinu síðan haldið yf- ir skál með sjóðandi vatni, en yfir höfuðið er breitt handklæði, svo að gufan fari ekki út um allt. Rétt mataræði, einkum nægur vökvi og bætiefni, er líka mjög mikivægt fyrir hörundið. Glas af volgu vatni á fastandi maga að morgni dags — enn betra með safa úr einni sítrónu í — er ágæt regla. ☆ gQ VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.