Vikan

Issue

Vikan - 08.04.1965, Page 2

Vikan - 08.04.1965, Page 2
CORTINA VAR VALINN BÍLL ÁRSINS 1964 AF SVISSNESKA TÍMARITINU AUTO UNIVERSUNI, ENDA SIGURVEGARI1 Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ AKSTURSKEPPNUM KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ CORTINA ÁÐUR EN ÞÉR ÁKVEOIÐ KAUPIN KR.KBISTJANSSON H.F. 0 M B 0 fl 10 SUDURLANDSBRAUT 2 ■ SÍMI 3 53 00 ! í FULLRI ALVÖRU ÞAGAÐ SEM FASTAST Þjóð, sem vill halda uppi list- menningu, verður einnig að leggja það á sig að gagnrýna það sem íram kemur á vettvangi list- arinnar. Það er ekki aðeins nauð- synlegt aðhaid fyrir listamsnn- ina, hcldur leiðarljós fyrir al- menning, sem jaínan er misfrcð- ur um þaó völundarhús og á erf- itt með að skapa sér skoðanir, þegar nýjungar og breytingar eru tíðar. Ö:1 violeitni í listum, hvort heldur það er einsöngur, frumsamið lag, leikrit á sviði eða myndlistarsýning, verður hálf vængbrotið fyrirtæki og vandræðalegt, ef því er mætt með þögninni einni. Hér stendur ríkisútvarpið sig verst af öllum eins og raunar við er að búast. En að sjálfsögðu ætti listakrítik að vera fastur liður í útvarpinu vikulega, enda oftast nóg til að | ræða um. Útvarpið ætti ekki síð- ur en dagblöðin að flytja gagn- rýni um alla meiri háttar upp- færslu á leikhúsverkum. Á sama hátt ættj það að vera skylda út- varpsins að gagnrýna þá tónlist- arviðburði og myndlistarsýning- ar, sem einhvers virði þykja. Um jólin er lesið upp úr nokkrum jólabókum, en bókagagnrýni er ekki til í útvarpinu. Því miður er ekki grundvöliur fyrir efni af þessu tagi í Vikunni, þar sem blaðið er unnið sex vikur fram í tímann. Dagblöðin aftur á móti, sem hafa góða aðstöðu til að halda uppi listagagnrýni, sinna því sum, en misjafnlega. Öll hafa þau fasta leiklistargagnrýnendur á sínum snærum, enda munu þau hafa komizt að raun um, að leik- listargagnrýnin er mjög mikið lesin. Þetta má teljast vel við- undandi og menningarþjóð sæm- andi, en þar með dettur líka batn- inn úr öllu saman. Bókagagn- rýni er svo lítil, að tiltölulega fáar bækur komast að, en þeim fáu bckum, sem skrifað er um, eru þó gerð nokkuð ítarleg skil. Tónlistargagnrýni er sögð lítil og óáreiðanleg og jafnvel undir hæl- inn lagt, að góðra viðburða sé getið. Mvndlistargagnrýnin verð- ur að teljast gersamlega í rnol- um. A árunum uppúr aldamót- uunm skrifuðu Bjarni frá Vogi og fleiri velunnarar myndlistar um hverja sýningu og það var mikið rifizt um þær. Nú eru þær að vísu vel sóttar yfirleitt og mál- verk seljast drjúgum á sýning- um, en gagnrýnendur keppast um að halda kjafti, ef þeir eru þá til. Aðeins flytur Morgunblað- ið nokkurn vegin að staðaldri Framhald á bls. 20.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.