Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 4
EFTIR VICKfl BAUM TEIKNING: SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR 1. HLUTI r-' I j 1 í t B i í i i 1 í ffíR m/t/ift IK^ 1B l/H iÉ rflj 1 ' /F\.' < í' m\ ^ j^HÍ ^bM ¦*£=». ^"ÍbkWíb! ijm£^*< jSSgilÍs - i HÚN GERIST Á EINNI ÓLGANDI NÓTTU. SKIP, SEM KEMUR í HÖFN, SKIP, SEM ER Á FÖRUM. ÖRLÖG, SEM VEFAST OG FLÉTTAST í MYND. FLÆKJA, SEM LEYSIST OG VERÐUR AÐ SVEIG, EINS OG HRINGUR, SEM MYNDAST Á VATNI OG HVERFUR. Pat nam staðar fyrir framan einkakáetu læknisins. Dyrnar voru lítið eitt opnar, eins og flest- ar aðrar einkadyr um borð í Tjaldane. Það bar vott um ör- lítinn súg, eða einhvers konar hreyfingu loftsins, þótt glugga- tjö-din inni héngju dauð og hreyfingarlaus í hitanum. Hvergi var hinn minnsti andvari. Sjór- inn.var eins og bráðið gler, sem sums staðar hafði runnið saman í óreglulegár mishæðir, olíugræn- ar og gular. Litlu vifturnar sner- ust án afláts í hinum fáu far- þegaklefum, í yfirmannaíbúðun- um, litlu matstofunni og komp- unni, sem áhöfnin á Tjaldane kallaði salinn. Þær urruðu illi- lega meðan þær dældu stöðn- uðu, drungalegu andrúmsloftinu inn í klefana og út aftur, önn- um kafnar og gersamlega áhrifa- lausar. Merkið „truflið ekki" A VIKAN 14. tb\. dinglaði á hurðarhún læknisins og titraði í hristingnum frá vél skipsins. Pat veitti því litla at- hygli; það hafði lafað þarna síð- an hún kom um borð í Tjaldane í Singapore. Hún hlustaði á hið þægilega hljóð, sem barst innan úr káetu læknisins: glamur ís- mola í glasi og hið snögga hviss, sem kemur þegar sódavatns- flaska er opnuð. Hún kippti hvít- um síðbuxunum frá leggjunum, þar sem þær höfðu límzt fastar af hitanum, og strauk svitann af enni sér meö nöktum handleggn- um. Handleggurinn vöknaði, og hún nuddaði honum við lend sér til þess að reyna að þurrka hann aftur. Síðan drap hún lauslega á dyr og gekk inn án frekari vafninga. —. Jæja, sagði dr. Maverick, án þess að lita á hana eða taka fæturna niður af borðinu. — Hvað viltu núna? — Ég er aftur komin með of háan blóðþrýsting, svaraði Pat þurrlega. Læknirinn dró að sér fæturna og leit snöggt en rann- sakandi á hana. Pat leit út fyr- ir að vera eldri en hún var. Hún var 24 ára. Læknirinn hafði séð vegabréfið hennar og meira að segja skráð aldur hennar í spjald- skrána sína yfir farþega. Fyrir hans smekk var hún allt of mjó, en þó lagleg á sinn hátt, svipað afskornu blómi, sem enginn sómi hefur verið sýndur. Hún brosti djraflega, en augu hennar höfðu einkennilegan blæ, sem ljóstr- uðu því upp, að fyrir skemmstu hafði hún grátið í skjóli kvenna- klósettsins, eina staðarins um borð í Tjaldane, þar sem von var um næði. — Heldurðu, að þér skánaði nokkuð, þótt ég gæfi þér meðal? spurði hann og brosti. — Hvers vegna getur maður ekki keypt sér sjúss fyrr en kukkan sjö á þessum bölvaða dalli? Er það aðeins til þess að gera manni lífið ennþá leiðara? spurði hún. Læknirinn náði í annað glas og blandaði henni drykk. — Það er bara áður en við komum einhvers staðar til hafn- ar, sagði hann. — Þetta er ein af reglum S. B. M. skipafélags- ins. Ég býst við, að það standi eitthvað í- sambandi við virð- ingu hvíta mannsins í Austur- löndum. Það hefði óheppileg áhrif á hina innfæddu, ef þessir fáu farþegar okkar væru axla- fullir, þegar þeir staulast í land. Svona, vertu nú kát! Skál! — Guð minn almáttugur! Eig- um við að leggjast að landi í dag? Ég hélt, að þetta væri skip, en

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.