Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 5
svo er þaS bára strætisvagn, sem stanzar á hverju götuhorni, sagði Pat, lyfti glasinu og horfði gagn- rýnum augum á letilegar loft- bólurnar í drykk sínum. —■ Við stönzum bara stutt í dag. Allt, sem við þurfum að gera, er að landa nokkru af farm- inmu, setja þrjú hundruð kúlía í land og leggja svo frá aftur. Venjulega hespum við þessu af á tveim tímum. — Er það allt og sumt? — Já. Það er allt og sumt. En bíddu bara og taktu eftir hvað það verður gaman. „Tjaldane" er hérumbil sá eini nokkurnveg- inn sómasamlegi dallur, sem nokkurn tíma kemur þar í höfn, og allir íbúarnir bíða í spenn- ingi eftir þessum tveimur tímum, sem hún liggur í höfninni. Þá eru stórir dagar í lífi þeirra, og það gerist ekki nema tvisvar í mán- uði — þegar við förum frá Singa- pore til Manilla og aftur til baka. Viltu meiri ís í glasið þitt? — Nei, takk, svaraði Pat út á þekju. Læknirinn tæmdi glas sitt og fyllti hennar. Hann rumdi, þeg- ar hann hrærði í stóra hitabrús- anum í leit að ís. — Sá sem fyndi upp ís, sem stæðist 30 stiga hita, yrði milljónari á engri stund í þessum heimshluta, sagði hann. Svar Pat átti ekkert skylt við þessa athugasemd hans. —- And- erson stakk mig af aftur, læknir, sagði hún. — Hann spilaði ekki borðtennis við mig í morgun. Hún brosti sálarlaust. Hann leit aftur stutt og rann- sakandi á hana. — Hver heldurðu að láti sér detta það í hug, í þessum hita? Andy er enginn asni, og hann þekkir hitabeltið. Hann eyðir ekki orku sinni til einskis. Hann lætur ekki dropa af svita fara til ónýtis. — Nei, hann er ekki eyðslu- samur á hlýjuna. En hann spil- aði samt borðtennis, hvað sem skynseminni líður. Við Hana. „Hún“ var Josephine Halden. Anderson kallaði hana Jeff. Hún kom um borð í Batavíu ásamt föður sínum, hlédrægum, hvít- hærðum manni, sem leit út eins og prófessor á eftirlaunum. Með komu þeirra um borð, hrundu allar skýjaborgir Pat í einni andrá. Hún tæmdi glasið sitt og rétti það fram, til að fá í það aftur. — ísinn er búinn, tilkynnti læknirinn. — Skiptir engu, gefðu mér bara Skota. Við getum kallað hann „stengah", eins og þeir gera í Singapore. — Allt í lagi. Skál, svaraði læknirinn. Eftir þriðja sjússinn fannst Pat svalara en áður, en var mun þyrst- ari en fyrr. Dr. Maverick drakk einnig óblandað. Hún virti hann fyrir sér, rugluð á svip. — Lækn- ir, heldurðu, að þetta sé heilsu- samlegt? spurði hún hvöss. — Fyrir mig eða þig? — Fyrir okkur bæði. — Nei, stúlka mín, svaraði hann. — Þetta er ekki heilsu- samlegt fryir okkur, ekki á neinn hátt, ekki frá neinu siðferðilegu, læknisfræðilegu eða almennu sjónarmiði. En ég skal segja þér svolítið. Ef þú lifir eins og ég hef lifað undanfarin átta ár, allt- af á þessum koppi, siglandi fram og aftur yfir miðbauginn, með sex hundruð kúlía frá Singapore til Batavíu og t»rju hundruð frá Batavíu til Delí, í stöðugri bar- áttu við að halda þeim í einhverri helisu, alltaf í hitanum, í daun- inum, í skítnum, altlaf á sömu leiðum, í sömu höfnum, Semar- ang, Banjoewangi, Timor, Flores, Sebang, Macassar, Zamboanga, Manilla, ýmist með ekkert nema lítilsháttar flensufaraldur eða í sóttkví með taugaveiki eða sæmi- legan hvirfilvind til afþreying- ar og tilbreytingar, þá, stúlka mní, er mjög æskilegt fyrir þig að þjóra. f rauninni er það hið eina, sem heldur í þér tórunni. Meðan hann talaði varð hann ákafari en hann átti vanda til. Síðan kom þögn ,sem ekkert rauf annað en glamur flösku og glass, þegar hönd hans skalf, er hann hellti í. — Ef það er svona slæmt að vera á þessu skipi, hvers vegna ertu þá á því? spurði Pat að lok- um. — Það er löng saga að segja frá því, og ekki sérlega falleg. Kannske ég segi þér hana ein- hvem tíma, þegar ég er mjög drukkinn og mjög fullur af sjálfs- meðaumkun, sagði hann með sínu venjulega glotti. — En ég gæti spurt sömu spurningar. Hvers vegna ert þú á þessu skipi? Eftir því, sem ég bezt veit, varstu búin að panta far og borga það á „Koto Maru“, sem er fínt og fullkomið skip, eins og þessi jap- önsku línuskip eru yfirleitt. Um þetta leyti gæturðu verið komin heim til Bandaríkjanna, ef þú hefðir ekki vent þínu kvæði í kross til þess að rápa með okkur milli þessara fjandans eyja í Hol- lenzku Indíum, í stað þess að fara beint heim. — Mér liggur ekkert á heim til Bandaríkjannft. — Nei? — Nei. -— Jæja. Ekki veit ég, hver það er, sem hefur tvisvar sinn- um grátið af heimþrá síðan á fimmtudaginn var, heldur ekki hver það var, sem þurfti að fá meira en fullan skammt af Bromural, né hver það var, sem hefur drukkið að minnsta kosti þriðjunginn af mínu góða viskýi, vegna þess að þráin eftir Azusa í Kaliforníu varð óbærileg. — Ég grét ekki af heimþrá. Það veiztu, sagði Pat. — Eitt hef ég lært. á þessu skipi og öðrum, sem ég hef ver- ið á. Það eru aðeins tvær mann- gerðir, sem ferðast, og hvorug getur nokkurs staðar fest ræt- ur. Önnur er sú, sem þjáist af heimþrá — menn af henni þrá að komast heim og setjast þar um kyrrt sem allra fyrst, en gera það aldrei. Hinir eru þeir eirð- arlausu ■— þeir vilja alltaf vera að ferðast, höndla hið fjarlæga, en þegar þeir komast til hins fjarlæga er hið fjarlæga farið þaðan og komið óraveg í burtu. Um stúlkur, sem ferðast einar, er aðeins þrennt: Annað hvort eru þær að hlaupa undan karl- manni, eftir karlmanni eða til karlmanns. Nú, hvaða tegund ert þú? — Ég? Sambland, hugsa ég. Með heimþrá og eirðarleysi, á hlaupum undan karlmanni og á eftir karlmanni. Hvers vegna spyrðu? Þú veizt, hvað að mér gengur. — Rama, Visnu og Siva! Þér heilögu guðir! Ertu að segja mér, að þú hafir komið um borð með allar þínar föggur til þess eins að eltast við Anders Andersson? Ég trúi þér ekki, sagði læknir- inn, og glotti ekki lengur. — Hvers vegna ekki? Er hann ekki þess virði? Er ástin ekki þess virði að leggja eitthvað á sig? Læknirinn settist á bekkinn, þaðan sem hann gat betur horft á stúlkuna, sem hnipraði sig í eina stólnum hans. Þessi litla káeta, angandi af lyfjum, var orðin að heimili í heimilislausu lífi hennar, hlé til að forða sér í, þegar samvera Andérs og Hennar særði hana um of. Lækn- irinn féll vel í umhverfið, hár og herðabreiður, nakinn í beltisstað, rauðhærður og með húð, sem ekki einu sinni hitabeltissólin gat brúnað. Hann var freknóttur um allan líkamann, og á brjóstinu voru fleiður eftir síðasta sól- bruna. Ef til vill voru vöðvar hans full linir og augu hans full blóðhlaupin af of mikilli áfeng- isneyzlu og eftir miskunnarlausa geisla hitabeltissólarinnar á Ind- landshafi. Ef til vill var hann það, sem Pat táknaði með orð- inu velktur, en henni líkaði að- ein betur við hann fyrir það, því Framhald á bls. 43. VIKAN 14. tbl. g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.